Mál númer 200609023
- 20. september 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #450
Til máls tóku:MM,HS,RR,JS,HSv.%0D%0DAfgreiðsla fjölskyldunefndar staðfest með sjö atkvæðum, en fyrri hluta afgreiðslu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2006 sem er til sérstakrar afgreiðslu sbr. síðasta dagskrárlið þessarar fundargerðar.%0D%0DFulltrúi B-lista fagnar breyttum hugsunarhætti í fjölskyldunefnd. Hugmyndir um að selja ekki fleiri félagslegar íbúðir er í anda þeirra tillagna og bókana sem fulltrúi B-listans hefur lagt til í fjölskyldunefnd undanfarin ár. Í ört vaxandi bæjarfélagi ber bæjarstjórn / fjölskyldunefnd að huga að því að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði er tekur mið af þörfum skjólstæðinga fjölskyldusviðs hverju sinni. %0D%0DBæjarfulltrúar D listans mótmæla þeirri fullyrðingu fulltrúa B-listans að hér sé um að ræða breyttan hugsunarhátt í fjölskyldunefnd. %0DÁ undanförnum árum hefur ásókn í félagslegt húsnæði verið í sögulegu lágmarki en teikn eru á lofti um að það kunni að vera að breytast. Fjölskyldunefnd er því að bregaðst við breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu.
- 20. september 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #450
Lagt er til að horfið verði frá því að selja leiguíbúð Mosfellsbæjar eins og ráðgert hafði verið í gildandi fjárhagsáætlun.
Vísað til 12. liðar fundargerðarinnar: Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.
- 20. september 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #450
Til máls tóku:MM,HS,RR,JS,HSv.%0D%0DAfgreiðsla fjölskyldunefndar staðfest með sjö atkvæðum, en fyrri hluta afgreiðslu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2006 sem er til sérstakrar afgreiðslu sbr. síðasta dagskrárlið þessarar fundargerðar.%0D%0DFulltrúi B-lista fagnar breyttum hugsunarhætti í fjölskyldunefnd. Hugmyndir um að selja ekki fleiri félagslegar íbúðir er í anda þeirra tillagna og bókana sem fulltrúi B-listans hefur lagt til í fjölskyldunefnd undanfarin ár. Í ört vaxandi bæjarfélagi ber bæjarstjórn / fjölskyldunefnd að huga að því að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði er tekur mið af þörfum skjólstæðinga fjölskyldusviðs hverju sinni. %0D%0DBæjarfulltrúar D listans mótmæla þeirri fullyrðingu fulltrúa B-listans að hér sé um að ræða breyttan hugsunarhátt í fjölskyldunefnd. %0DÁ undanförnum árum hefur ásókn í félagslegt húsnæði verið í sögulegu lágmarki en teikn eru á lofti um að það kunni að vera að breytast. Fjölskyldunefnd er því að bregaðst við breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu.
- 20. september 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #450
Lagt er til að horfið verði frá því að selja leiguíbúð Mosfellsbæjar eins og ráðgert hafði verið í gildandi fjárhagsáætlun.
Vísað til 12. liðar fundargerðarinnar: Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.
- 14. september 2006
Bæjarráð Mosfellsbæjar #789
Lagt er til að horfið verði frá því að selja leiguíbúð Mosfellsbæjar eins og ráðgert hafði verið í gildandi fjárhagsáætlun.
Til máls tóku: HSv og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að verða við ósk fjölskyldunefndar um að hætta sölu íbúðar og jafnframt að vísa erindinu til bæjarstjórnar hvað varðar breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2006.
- 12. september 2006
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #67
Fjölskyldunefnd leggur til að endurskoðuð verði fjárhagsáætlun vegna deildar 61, lið 09 og fallið verði frá áætlun um sölu á félagslegri leiguíbúð, en í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 5.000.000 hagnaði vegna sölu á einni íbúð.%0DVísað til afgreiðslu bæjarráðs.%0DÁ fundinum lagði fulltrúi Samfylkingarinnar eftirfarandi tillögu fram. %0DSamkvæmt upplýsingum sem lagðar hafa verið fyrir fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar hefur umsækjendum á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði fjölgað milli áranna 2005 og 2006. Í desember 2005 voru sjö á biðlista og þrír á biðlista eftir flutningi í stærri íbúð. Í september 2006 eru fjórtán á biðlista og fimm á biðlista eftir flutningi í stærri íbúð. Í ljósi þessara staðreynda leggur Samfylkingin til að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 verði gert ráð að Mosfellsbær festi kaup á fleiri íbúðum svo hægt verði að koma til móts við þá sem eru nú á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. %0D%0DÁ fundinum var ákveðið að fjalla nánar um tillöguna við gerð tillagna að fjárhagsáætlun fyrir fjölskyldunefnd vegna ársins 2007.%0D %0D