Mál númer 200609025
- 20. september 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #450
Til máls tóku: RR,JS,HSv,MM.%0D%0DEndurskoðun fjárhagsáætlunar, mál 200609025 og fyrri hluti máls 200609023 sbr. fundargerð fjölskyldunefndar.%0D%0DBókun S-lista Samfylkingar vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2006:%0D%0D"Því ber að fagna að rekstur sveitarfélagsins stendur nokkuð vel sem og það ber að þakka forstöðumönnum sviða og stofnana hversu vel þeir halda sig innan ramma fjárhagsáætlunar þó naumt sé þeim skammtað á ýmsum sviðum.%0DLjóst er af þeim gögnum sem lögð hafa verið fram að ytri efnahagslegar aðstæður , sem eru rekstri bæjarfélagsins mjög hagstæðar, skapa fyrst og fremst þessa góðu stöðu. Sala byggingaréttar til lóðarhafa og stefna meirihlutans í gjaldskrár- og skattamálum hafa líka sitt að segja í þessum efnum.%0DÞó nokkur frávik eru frá fjárhagsáætlun ársins og í því mæli að sjálfstæðismenn hefðu áður fyrr talið það bera vott um laka áætlanagerð. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun voru tekjur vanáætlaðar um tæpar 170 millj.kr. og þá einkum og sér í lagi útsvarstekjur og launagreiðslur voru vanáætlaðar um 77 millj.kr. Jafnframt er um að ræða hækkun á framkvæmdaáætlun um tæpar 120 millj.kr. vegna vanáætlunar. Auk þessa er gert ráð fyrir að verðbótagjöld og gengistap af lánum sveitarfélagsins verði verulega umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins.%0DVegna ört batnandi fjárhagsstöðu bæjarfélagsins sem áætlanir til margra ára hafa bent til telja bæjarfulltrúar Samfylkingar, eins og bent hefur verið á áður, löngu tímabært að endurskoða gjaldskrár- og skattastefnu bæjarins eins og hún hefur birst í valdatíð sjálfstæðismanna."%0D%0DFulltrúi B-lista tekur undir bókun S-lista.%0D%0DFulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:%0D"Bæjarfulltrúar D–listans lýsa furðu sinni á bókun bæjarfulltrúa B og S-listans og þeirri vanþekkingu sem þar kemur fram á tilurð breytinga á fjárhagsáætlun og nefndar eru vanáætlanir.%0DÍ framkominni endurskoðun fjárhagsáætlunar sem nú liggur fyrir er ljóst að tekjur eru umfram það sem fjárhagsáætlun 2006 gerði ráð fyrir og ber það vott um aukna hagsæld íbúa Mosfellsbæjar og því ber að fagna og vart er það vanáætlun.%0DHvað varðar auknar launagreiðslur þá ákvað bæjarstjórn Mosfellsbæjar að verða við tillögum LN í febrúar um hækkun launa starfsmanna Mosfellsbæjar til samræmis við nýgerða kjarasamninga Reykjavíkurborgar. Það er grundvallarmunur á því og að áætla ekki fyrir fyrirsjáanlegum breytingum á launaliðum vegna ógerðra kjarasamninga eins og tíðkaðist í meirihlutatíð Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins.%0DBæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti nýjar framkvæmdir að upphæð 109 mkr. á árinu 2006. Hér er um nýja ákvörðun um framkvæmdir að ræða en ekki vanáætlun á þegar samþykktri framkvæmdaáætlun og á því er grundvallarmunur.%0DÞessar breytingar voru samþykktar samhljóða í bæjarstjórn Mosfellsbæjar."%0D%0DSamþykkt að breyta fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2006 í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu samantekins A- og B-hluta.%0D%0DSamþykkt með 7 atkvæðum.%0D%0DBókun bæjarráðs vegna máls 200609025 samþykkt og jafnframt samþykkt að breyta fjárhagsáætlun Félagslegra íbúða fyrir árið 2006 þannig að áætlaður söluhagnaður lækki úr 5 mkr og verði 0. Tekjulækkun skal mætt með lántöku.%0D%0DSamþykkt með 7 atkvæðum.
- 20. september 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #450
Drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2006 m.a. vegna kjarasamningsbreytinga o.fl.
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 vísað til sérstakrar afgreiðslu sbr. síðasta dagskrárlið þessarar fundargerðar.
- 20. september 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #450
Drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2006 m.a. vegna kjarasamningsbreytinga o.fl.
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 vísað til sérstakrar afgreiðslu sbr. síðasta dagskrárlið þessarar fundargerðar.
- 7. september 2006
Bæjarráð Mosfellsbæjar #788
Drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2006 m.a. vegna kjarasamningsbreytinga o.fl.
Til máls tóku: RR, PJL, HSv, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa endurskoðun fjárhagsáætlunar til bæjarstjórnar.%0D