Mál númer 202501699
- 30. janúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1655
Áskorun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi til sveitarfélaga vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum.
Bæjarráð þakkar fyrir framkomið erindi. Bæjarráð tekur undir að fram fari ábyrg stefnumótun á landsvísu þegar kemur að áfengisneyslu í tengslum við samfélagslega viðburði. Jafnframt er samþykkt með fimm atkvæðum að vísa erindinu til meðferðar og afgreiðslu íþrótta- og tómstundanefndar.