11. apríl 2007 kl. 16:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Slökkvilið höfuðb.svæðisins bs., fundargerð 64. fundar200704002
Fundargerð 64. fundar SHS lögð fram.
2. Sorpa bs fundargerð 236. fundar200704003
Til máls tóku: JS og RR.%0DFundargerð 236. fundar Sorpu bs. lögð fram.
3. Strætó bs fundargerð 89. fundar200704012
Fundargerð 89. fundar Strætó bs. lögð fram.
Almenn erindi
4. Leirvogstunga, framkvæmdaleyfi, svæði 3 og 1200611013
Ragnheiður Ríkharðsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu þessa erindis.%0D%0DFramkvæmdaleyfi til handa Leirvogstungu ehf vegna svæðis 1 samþykkt með sex atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 819200703025F
Fundargerð 819. fundar bæjarráðs lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
5.1. Mosforeldrar - ályktun stofnfundar 200702002
Erindinu er vísað frá 179. fundi fræðslunefndar.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 819. fundar bæjarráðs, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.2. Erindi frá Varmársamtökunum v. úttekt á möguleikum við lagningu tengibrautar 200703113
Erindið var áður á dagskrá 818. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: RR, JS, HSv og MM.%0D%0DBókun bæjarfulltrúa D og V lista vegna 2. máls á 819. fundi bæjarráðs.%0D%0DMosfellsbær hefur á undanförnum áratug unnið að undirbúningi og skipulagningu í landi Helgafells sem m.a. snýr að vegtengingum við hverfið. Fjölmargir sérfræðingar hafa komið að umferðarskipulagi og umferðarráðgjöf við gerð umhverfisskipulags 1997 – 1998 og aðalskipulags 2002 -2024 og á þeirri ráðgjöf grundvallast m.a. lega Helgafellsvegar. %0D%0DÁ 816. fundi bæjarráðs var samþykkt með þremur atkvæðum að fela skipulags- og byggingarnefnd að láta endurskoða tillögugögn deiliskipulagsins um legu Helgafellsvegar með hliðsjón af niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Að umfjöllun skipulags- og byggingarnefndar lokinni og að fengnu samþykki bæjarstjórnar verði endurskoðuð tillaga ásamt umhverfisskýrslu síðan auglýst til kynningar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.%0D%0DÁ 462. fundi bæjarstjórnar var þessi afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.%0DMosfellsbær hyggst því ekki leggja í frekari vinnu en að ofan greinir.%0D%0D%0DBókun S-lista Samfylkingar vegna erindis Varmársamtakanna.%0D%0DVið teljum það eðlilegt að Varmársamtökin fái í hendur þau gögn sem fram hafa verið lögð í bæjarráði og bæjarstjórn undir viðkomandi dagskrárlið.%0DVið teljum einnig rétt að bæjaryfirvöld lýsi yfir velvild og stuðningi við áform samtakanna um að faglegur samanburður verði gerður milli valkosta við lagningu tengibrautar í Helgafellshverfi sem i raun gæti verið samstarfsverkefni bæjarins og samtakanna. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að slíkan samanburð verða bæjaryfirvöld að gera og leggja fram með umhverfisskýrslu samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana. Ekki hafa gögn um slíkan samanburð verið lögð fram enn þó eftir þeim hafi verið kallað og meirihlutinn fullyrðir að sé fyrir hendi.%0DEinnig teljum við að það gæti verið árangursríkt og athyglisvert ef fundur verði haldinn með bæjarstjórn og fulltrúum Vegagerðarinnar ásamt fulltrúum samtakanna um mismunandi valkosti við staðsetningu mislægra gatnamóta og tenginga Mosfellsbæjar við Vesturlandsveg eins og samtökin fara fram á.%0D%0D%0DBæjarfulltrúar D – og V lista leggja fram svohljóðandi tillögu að svari varðandi þau þrjú atriði sem fram koma í bréfi Varmársamtakanna.%0D%0D1.Bæjarstjórn vill ítreka að öllum er heimilt að kynna sér vinnugögn þessa máls í samráði við bæjarverkfræðing og bæjarritara. %0D%0D2. Bæjarstjórn telur ekki eðlilegt að gerð umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags sé samstarfsverkefni bæjarins og einstakra félagasamtaka. Það er verkefni Mosfellsbæjar samkvæmt lögum og umhverfisskýrsla með deiliskipulagi fer síðan í lögbundið ferli sem allir hafa aðkomu að.%0D%0D3. Bæjarstjórn telur ekki eðlilegt að boða til sérstakra funda með Varmársamtökunum og Vegagerð ríkisins. Verði efnt til slíkra funda þá verði þeir fundir opnir öllum bæjarbúum.%0D%0DTillagan borin upp og samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur.
5.3. Erindi Landsnets varðandi aðalskipulagsbreytingu vegna háspennulínu í Mosfellsbæ 200703143
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 819. fundar bæjarráðs, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.4. Fasteignaskattur / -gjöld á aðstöðu Flugklúbbs Mosfellsbæjar 200703146
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 819. fundar bæjarráðs, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.5. Sorpa bs - ársreikningur fyrir árið 2006 200703153
Niðurstaða þessa fundar:
Ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2006 lagður fram.
5.6. Samningur milli Menntamálaráðuneytisins og Mosfellsbæjar um fornleifauppgröft og -rannsóknir við Hrísbrú 200703154
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 819. fundar bæjarráðs, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.7. Erindi Kiwanisklúbbsins Geysis varðandi styrk til greiðslu fasteignagjalda 200703162
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 819. fundar bæjarráðs, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.8. Strætó bs ársreikningur fyrir árið 2006 200703163
Niðurstaða þessa fundar:
Ársreikningur Strætó bs. fyrir árið 2006 lagður fram.
5.9. Erindi Félagsmálaráðuneytis varðandi synjun á lögheimilisskráningu 200703189
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 819. fundar bæjarráðs, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.10. Krikaskóli - útboð og framkvæmdir 200703192
Þessu erindi fylgja stórar og miklar skýrslur sem ekki eru sendar út í ljósriti og bæjarráðsmenn beðnir um að nálgast þér í gegnum fundargáttina.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 819. fundar bæjarráðs, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.11. Samkomulag vegna kjarasamnings LN og KÍ 200703199
Gerð er grein fyrir nýgerðu samkomulagi milli Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambandsins frá 8. mars sl., með fylgir kostnaðarútreikningur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 819. fundar bæjarráðs, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.12. Minnisblað Þorsteins Sigvaldas. v. gangstéttagerð í Krikahverfi 200703198
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 819. fundar bæjarráðs, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 83200703024F
Fundargerð 83. fundar fjölskyldunefndar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
6.1. Trúnaðarmál 200701045
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
6.2. Sérstakar húsaleigubætur 200702163
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tók: RR.%0DErindinu vísað til bæjarráðs.%0D
6.3. Kynbundið ofbeldi, málþing 200703106
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
6.4. Reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða-drög að breytingu 200703171
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS og MM.%0DAfgreiðsla 83. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.5. Erindi M.S.félags Íslands varðandi styrk 200703021
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 83. fundar fjölskyldunefndar, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 180200703028F
Fundargerð 180. fundar fræðslunefndar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
7.1. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsv. v. notkun efnavara í grunnskólum 200703075
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.2. Erindi Vitans varðandi samstarf um nýsköpunarverkefni grunnskólanemenda 200702174
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 180. fundar fræðslunefndar, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.3. Fyrirkomulag stórnunar og kennsluhátta í nýbyggingu Lágafellsskóla 200703133
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, RR og HP.%0DAfgreiðsla 180. fundar fræðslunefndar, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.4. Breytingar á grunnskólalögum nr. 66/1995 og endurskoðaður almennur hluti aðalnámsskrár grunnskóla frá 1999 200702109
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.5. Krikaskóli - útboð og framkvæmdir 200703192
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 196200703020F
Fundargerð 196. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram og afgreidd í einstökum liðum.
8.1. Ístak, umsókn um deiliskipulag á Tungumelum 200703032
Teitur Gústafsson f.h. Ístaks óskar þann 2. mars eftir því að nefndin samþykki að unnið verði að deiliskipulagi á Tungumelum skv. meðf. uppdrætti frá Arkitektastofunni OG, dags. 01.03.2007. Áður lagt fram til kynningar á 195. fundi. (Sjá gögn með fundarboði þess fundar.)
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.2. Helgafellsland, deiliskipulag 3. áfanga 200608200
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 195. fundi. Lagðir fram breyttir tillöguuppdrættir og drög að svörum við athugasemdum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og byggingarnefndar um gildistökuferli deiliskipulags, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.3. Háholt 7, umsókn um lóðarstækkun. 200603130
Lögð fram tillaga frá ArkForm teiknistofu dags. 9.02.2007, sem gerir ráð fyrir lóðarstækkun og hækkun nýtingarhlutfalls, að núverandi byggingar hækki um eina hæð og að hótel geti stækkað til austurs með byggingum af sömu hæð. Málinu var upphaflega vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 07.09.2007. Var frestað á 195. fundi.%0D(Sjá gögn með fundarboði 195. fundar)
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: RR, HSv og JS.%0DErindinu vísað til bæjarráðs.
8.4. Urðarholt 2-4, umsókn um breytingu á innra fyrirkomulagi og afmörkun eigna á 3.hæð í húsi nr. 4 200701168
Trausti S. Harðarson arkitekt f.h. Aurelio Ferro óskar þann 12. febrúar eftir að nefndin taki til endurskoðunar ákvörðun sína á 189. fundi um að hafna breytingu skrifstofuhúsnæðis í íbúðir. Var frestað á 195. fundi.%0D(Sjá bréf sent út með fundarboði 195. fundar.)
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.5. Ósk Landsnets um að jarðstrengur og ljósleiðari verði færður inn á aðalskipulag Mosfellsbæjar 200703010
Árni Jón Elíasson óskar þann 22. febrúar 2007 f.h. Landsnets eftir því að aðalskipulagi Mosfellsbæjar verði breytt og inn á það færður fyrirhugaður jarðstrengur frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi. Var frestað á 195. fundi.%0D(Sjá gögn með fundarboði 195. fundar.)
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.6. Laxnes II - ósk um breytingu á svæðis- og aðalskipulagi 200703107
Haraldur L. Haraldsson óskar þann 28. febrúar 2007 f.h. Laxnessbúsins eftir breytingum á aðal- og svæðisskipulagi, þannig að vatnsverndarsvæði um Guddulaug verði fellt niður og landnotkun í landi Laxness II verði breytt í blandaða landnotkun eða íbúðarbyggð. Var frestað á 195. fundi.%0D(Sjá gögn send með fundarboði 195. fundar.)
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.7. Mosfellsdalur, kostnaðaráætlun fyrir gatnagerð 200703011
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 194. fundi. Lagt verður fram álit lögmanns Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.8. Krikahverfi, breytingar á deiliskipulagi jan. 07 200701184
Athugasemdafrestur vegna auglýstrar tillögu að breytingum á deiliskipulagi rann út 23. mars 2007, engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.9. Deiliskipulag fyrir lóð Skálatúns 200504247
Athugasemdafrestur vegna auglýstrar tillögu að deiliskipulagi rann út 23. mars 2007, engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og byggingarnefndar, staðfest á 464. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.10. Arnartangi 63, umsókn um stækkun húss 200701323
Grenndarkynningu á tillögu að viðbyggingu lauk þann 26. mars 2007. Athugasemd barst frá Má Karlssyni Arnartanga 78, dags. 25. mars 2007.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
8.11. Deiliskipulag Álafosskvosar. 200503257
Bæjarráð samþykkti 22. mars að leggja til við bæjarstjórn að fyrri samþykkt deiliskipulags yrði afturkölluð og deiliskipulaginu vísað á ný til nefndarinnar. %0DTil kynningar fyrir nefndinni.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
8.12. Bjarkarholt 3 umsókn um stækkun á gróðurhúsi 200703024
Margrét Hálfdanardóttir og Benedikt Jónsson sækja þann 2. mars 2007 um leyfi til að stækka gróðurhús skv. meðf. teikningum.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
8.13. Þverholt 9, umsókn um að breyta atvinnuhúsnæði í íbúð. 200703114
Ástvaldur Sigurðsson og Sandra Þóroddsdóttir óska þann 15. mars 2007 eftir því að samþykkt verði að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæð Þverholts 9 í íbúð.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
8.14. Rituhöfði 3, fyrirspurn um stækkun á stofu til norðurs 200703151
Halldór Þorvaldsson og Sigrún Björg Ingvadóttir óska þann 19. mars 2007 eftir heimild til að byggja 19 m2 viðbyggingu til norðurs við hús sitt skv. meðf. tillöguteikningum.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
8.15. Völuteigur 23, umsókn um byggingarleyfi fyrir loftnets- og tetramastur 200703156
Guðjón H. Guðmundsson sækir þann 22. mars 2007 f.h. Björgunarsveitarinnar Kyndils um leyfi til að reisa 18 m hátt fjarskiptamastur norðvestan við húsið að Völuteigi 23.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.