Mál númer 200703113
- 11. apríl 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #464
Erindið var áður á dagskrá 818. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tóku: RR, JS, HSv og MM.%0D%0DBókun bæjarfulltrúa D og V lista vegna 2. máls á 819. fundi bæjarráðs.%0D%0DMosfellsbær hefur á undanförnum áratug unnið að undirbúningi og skipulagningu í landi Helgafells sem m.a. snýr að vegtengingum við hverfið. Fjölmargir sérfræðingar hafa komið að umferðarskipulagi og umferðarráðgjöf við gerð umhverfisskipulags 1997 – 1998 og aðalskipulags 2002 -2024 og á þeirri ráðgjöf grundvallast m.a. lega Helgafellsvegar. %0D%0DÁ 816. fundi bæjarráðs var samþykkt með þremur atkvæðum að fela skipulags- og byggingarnefnd að láta endurskoða tillögugögn deiliskipulagsins um legu Helgafellsvegar með hliðsjón af niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Að umfjöllun skipulags- og byggingarnefndar lokinni og að fengnu samþykki bæjarstjórnar verði endurskoðuð tillaga ásamt umhverfisskýrslu síðan auglýst til kynningar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.%0D%0DÁ 462. fundi bæjarstjórnar var þessi afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.%0DMosfellsbær hyggst því ekki leggja í frekari vinnu en að ofan greinir.%0D%0D%0DBókun S-lista Samfylkingar vegna erindis Varmársamtakanna.%0D%0DVið teljum það eðlilegt að Varmársamtökin fái í hendur þau gögn sem fram hafa verið lögð í bæjarráði og bæjarstjórn undir viðkomandi dagskrárlið.%0DVið teljum einnig rétt að bæjaryfirvöld lýsi yfir velvild og stuðningi við áform samtakanna um að faglegur samanburður verði gerður milli valkosta við lagningu tengibrautar í Helgafellshverfi sem i raun gæti verið samstarfsverkefni bæjarins og samtakanna. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að slíkan samanburð verða bæjaryfirvöld að gera og leggja fram með umhverfisskýrslu samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana. Ekki hafa gögn um slíkan samanburð verið lögð fram enn þó eftir þeim hafi verið kallað og meirihlutinn fullyrðir að sé fyrir hendi.%0DEinnig teljum við að það gæti verið árangursríkt og athyglisvert ef fundur verði haldinn með bæjarstjórn og fulltrúum Vegagerðarinnar ásamt fulltrúum samtakanna um mismunandi valkosti við staðsetningu mislægra gatnamóta og tenginga Mosfellsbæjar við Vesturlandsveg eins og samtökin fara fram á.%0D%0D%0DBæjarfulltrúar D – og V lista leggja fram svohljóðandi tillögu að svari varðandi þau þrjú atriði sem fram koma í bréfi Varmársamtakanna.%0D%0D1.Bæjarstjórn vill ítreka að öllum er heimilt að kynna sér vinnugögn þessa máls í samráði við bæjarverkfræðing og bæjarritara. %0D%0D2. Bæjarstjórn telur ekki eðlilegt að gerð umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags sé samstarfsverkefni bæjarins og einstakra félagasamtaka. Það er verkefni Mosfellsbæjar samkvæmt lögum og umhverfisskýrsla með deiliskipulagi fer síðan í lögbundið ferli sem allir hafa aðkomu að.%0D%0D3. Bæjarstjórn telur ekki eðlilegt að boða til sérstakra funda með Varmársamtökunum og Vegagerð ríkisins. Verði efnt til slíkra funda þá verði þeir fundir opnir öllum bæjarbúum.%0D%0DTillagan borin upp og samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur.
- 11. apríl 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #464
Erindið var áður á dagskrá 818. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tóku: RR, JS, HSv og MM.%0D%0DBókun bæjarfulltrúa D og V lista vegna 2. máls á 819. fundi bæjarráðs.%0D%0DMosfellsbær hefur á undanförnum áratug unnið að undirbúningi og skipulagningu í landi Helgafells sem m.a. snýr að vegtengingum við hverfið. Fjölmargir sérfræðingar hafa komið að umferðarskipulagi og umferðarráðgjöf við gerð umhverfisskipulags 1997 – 1998 og aðalskipulags 2002 -2024 og á þeirri ráðgjöf grundvallast m.a. lega Helgafellsvegar. %0D%0DÁ 816. fundi bæjarráðs var samþykkt með þremur atkvæðum að fela skipulags- og byggingarnefnd að láta endurskoða tillögugögn deiliskipulagsins um legu Helgafellsvegar með hliðsjón af niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Að umfjöllun skipulags- og byggingarnefndar lokinni og að fengnu samþykki bæjarstjórnar verði endurskoðuð tillaga ásamt umhverfisskýrslu síðan auglýst til kynningar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.%0D%0DÁ 462. fundi bæjarstjórnar var þessi afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.%0DMosfellsbær hyggst því ekki leggja í frekari vinnu en að ofan greinir.%0D%0D%0DBókun S-lista Samfylkingar vegna erindis Varmársamtakanna.%0D%0DVið teljum það eðlilegt að Varmársamtökin fái í hendur þau gögn sem fram hafa verið lögð í bæjarráði og bæjarstjórn undir viðkomandi dagskrárlið.%0DVið teljum einnig rétt að bæjaryfirvöld lýsi yfir velvild og stuðningi við áform samtakanna um að faglegur samanburður verði gerður milli valkosta við lagningu tengibrautar í Helgafellshverfi sem i raun gæti verið samstarfsverkefni bæjarins og samtakanna. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að slíkan samanburð verða bæjaryfirvöld að gera og leggja fram með umhverfisskýrslu samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana. Ekki hafa gögn um slíkan samanburð verið lögð fram enn þó eftir þeim hafi verið kallað og meirihlutinn fullyrðir að sé fyrir hendi.%0DEinnig teljum við að það gæti verið árangursríkt og athyglisvert ef fundur verði haldinn með bæjarstjórn og fulltrúum Vegagerðarinnar ásamt fulltrúum samtakanna um mismunandi valkosti við staðsetningu mislægra gatnamóta og tenginga Mosfellsbæjar við Vesturlandsveg eins og samtökin fara fram á.%0D%0D%0DBæjarfulltrúar D – og V lista leggja fram svohljóðandi tillögu að svari varðandi þau þrjú atriði sem fram koma í bréfi Varmársamtakanna.%0D%0D1.Bæjarstjórn vill ítreka að öllum er heimilt að kynna sér vinnugögn þessa máls í samráði við bæjarverkfræðing og bæjarritara. %0D%0D2. Bæjarstjórn telur ekki eðlilegt að gerð umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags sé samstarfsverkefni bæjarins og einstakra félagasamtaka. Það er verkefni Mosfellsbæjar samkvæmt lögum og umhverfisskýrsla með deiliskipulagi fer síðan í lögbundið ferli sem allir hafa aðkomu að.%0D%0D3. Bæjarstjórn telur ekki eðlilegt að boða til sérstakra funda með Varmársamtökunum og Vegagerð ríkisins. Verði efnt til slíkra funda þá verði þeir fundir opnir öllum bæjarbúum.%0D%0DTillagan borin upp og samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur.
- 29. mars 2007
Bæjarráð Mosfellsbæjar #819
Erindið var áður á dagskrá 818. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tóku: HSv, JBH, JS og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
- 28. mars 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #463
Frestað.
- 28. mars 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #463
Frestað.
- 22. mars 2007
Bæjarráð Mosfellsbæjar #818
Til máls tóku: JBH, RR og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu til næsta fundar.