2. febrúar 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Þröstur Jón Sigurðsson 2. varamaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir 3. varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrui
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Desjamýri athafnasvæði - breyting á deiliskipulagi201612204
Á 442. fundi skipulagsnefndar 18. ágúst 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Verkefnislýsing samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Einnig lagðar fram umsagnir um verkefnislýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar. Frestað á 453. fundi.
Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Nefndin samþykkir jafnframt að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillögur verða auglýstar samhliða.
- FylgiskjalMosfellsbær verkáætlun þrjú svæði.pdfFylgiskjalSvar Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjalSvar Umhverfisstofnunar.pdfFylgiskjalSvar svæðisskipulagsnefndar - Flugumýri/Desjamýri stækkun athafnasvæðis.pdfFylgiskjal180108-aðalskipulagsbreyting_AÐALSKIPULAGSBREYTING_jan 2018.pdfFylgiskjal16-23-3000-BREYTING DESJAMY?RI.pdf
2. Lynghóll lnr. 125346 - breyting á deiliskipulagi201710254
Á 447. fundi skipulagnefndar 27. október 2017 var gerð efirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Frestað á 453. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
3. Borgarlínan, hágæða almenningssamgöngur201611131
Á 1336. fundi bæjarráðs 4. janúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu." Frestað á 453. fundi.
Skipulagsnefnd tekur undir svör svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins sem fram koma í framlögðu bréfi.
Jafnframt ítrekar skipulagsnefnd vilja bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ að borgarlínan verði að veruleika.4. Uglugata 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi.201710070
Á 446. fundi skipulagsnefndar 13.október 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin synjar erindinu." Lagt fram nýtt erindi. Frestað á 453. fundi.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjendum að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi.
5. Slysahætta við Helgafellsveg - erindi frá íbúa Uglugötu 50201801130
Borist hefur erindi frá Sigurbjörgu Ernu Halldórsdóttir dags. 10. janúar 2018 varðandi umferðarhraða við Uglugötu 50. Frestað á 453. fundi.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs um málið.
6. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2017201801094
Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2017 til kynningar í nefndir. Frestað á 453. fundi.
Lagt fram.
7. Hlíðartún 2a - bygging parhúss á lóðinni að Hlíðartúni 2a201609159
Á 450. fundi skipulagsnefndar 8. desember 2017 var gerð efirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda." Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með umsækjanda.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
8. Ósk um umferðarspegil á gatnamótum Brattholt-Álfholt201801206
Borist hefur erindi frá Berglindi Bjarnardóttur dags. 17. janúar 2018 varðandi umferðarspegil á gatnamótum Brattholts og Álfholts.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar og afgreiðslu hjá umhverfissviði.
9. Kvíslatunga 44 - ósk um heimild til byggingar bílskúrs á lóðinni að Kvístatungu 44201711271
Á 450. fundi skipulagsnefndar 8. desember 2017 var gerð efirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. og 44. gr. skipulagslaga." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
10. Tillaga Samsons Bjarnars Harðarsonar um grænt skipulag fyrir Mosfellsbæ.201502411
Á 448. fundi skipulagsnefndar var gerður efirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að skipaður verði vinnuhópur um málið sem skipaður verði skipulagsfulltrúa, umhverfisstjóra og tveimur fulltrúum úr skipulagsnefnd." Vinnuhópur hefur átt tvo fundi um málið. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa og umhverfisstjóra.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð “græns skipulags? fyrir Mosfellsbæ með þar til bærum ráðgjafa.
11. Bergrúnargata 1 og 1a - breyting á deiliskipulagi201801318
Borist hefur erindi frá Ara Hermanni Oddssyni fh. Leirvogs ehf. dags. 29. janúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Bergrúnargötu 1 og 1a.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. og 44. gr. skipulagslaga.
12. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - ósk um breytingu á aðalskipulagi201612360
Á 439. fundi skipulagsnefndar 23. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja feril við gerð breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 á reitum merktum 2 og 4 í erindi umsækjanda." Lögð fram lýsing/verkáætlun skipulagsáætlunar.
Skipulagsnefnd samþykkir verkefnislýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana og afla umsagna.
13. Bjarkarholt 12-20 - Nýbyggingar á lóð201801336
Á fundinn mættu Páll Gunnlaugsson og Sigurlaug Sigurjónsdóttir frá ASK arkitektum.
Umræður um málið, lagt fram.
14. Samgönguáætlun fyrir Mosfellsbæ201510295
Á fundinn mætti Lilja Karlsdóttir umferðarverkfræðingur.
Umræður um málið, lagt fram.
15. Brattahlíð 25 /Fyrirspurn um byggingarleyfi201801169
Guðrún Alda Elísdóttir Arnarhöfða 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 25 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð íbúðar 197,5 m2, bílgeymsla 38,4 m2, 892,7 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna beiðni um leyfi til að breyta staðsetningu á bílastæðum og bílgeymslu.
Frestað.
16. Efstaland 7, Umsókn um byggingarleyfi201801025
Óðinsauga Stórakrika 55 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á lóðinni nr. 7 við Efstaland í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð 143,5 m2, 2. hæð íbúð 167,8 m2, 1244,5 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið vegna aukaíbúðar og umfram nýtingarhlutfalls.
Frestað.
17. Skógar Engjavegur , Umsókn um byggingarleyfi201712213
Baldvin Már Frederiksen Njörvasundi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 22 við Engjaveg, Skógar. Stærð. Íbúð 138,4 m2, bílgeymsla 41,6 m2, 680,9 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 325201801032F
Lagt fram.
18.1. Brattahlíð 25 /Fyrirspurn um byggingarleyfi 201801169
Guðrún Alda Elísdóttir Arnarhöfða 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 25 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð íbúðar 197,5 m2, bílgeymsla 38,4 m2, 892,7 m3.18.2. Efstaland 7, Umsókn um byggingarleyfi 201801025
Óðinsauga Stórakrika 55 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á lóðinni nr. 7 við Efstaland í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 143,5 m2, 2. hæð íbúð 167,8 m2, 1244,5 m3.18.3. Lerkibyggð 1-3 /Umsókn um byggingarleyfi 201801247
Finnbogi R Jóhannesson Arnarhöfða 8 270 Mosfellsbæ sækir um leyfi vegna fyrirkomulagsbreytinga og fjölgunar bílastæða á lóðinni nr. 1-3 við Lerkibyggð í samræmi við framlögð gögn.
18.4. Skógar Engjavegur , Umsókn um byggingarleyfi 201712213
Baldvin Már Frederiksen Njörvasundi 1 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 22 við Engjaveg, Skógar.
Stærð. Íbúð 138,4 m2, bílgeymsla 41,6 m2, 680,9 m3.18.5. Stórikriki 37. , Umsókn um byggingarleyfi 201801190
Ingi Björn Kárason Litlakrika 39 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu kjallararými hússins nr. 37 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun 53,4 m2 190,0 m3.18.6. Sölkugata 14, Umsókn um byggingarleyfi 201801209
Hrund Jónsdóttir Silungakvísl 16 Reykjavík sækir um leyfi vegna glugga og fyrirkomulagsbreytinga á neðri hæð hússins nr. 14 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.18.7. Sölkugata 16-20, Umsókn um byggingarleyfi 201801171
Hæ ehf. Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta þakfrágangi í viðsnúin þök á húsunum nr. 16,18 og 20 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húsanna breytast ekki.18.8. Uglugata 24-30, Umsókn um byggingarleyfi. Breyting á innra skipulagi 201801266
AH. verktakar ehf. sækja um leyfi vegna innri fyrirkomulagsbreytinga á íbúðum nr. 0101, 0201 og 0202 í matshluta 02 að Uglugötu 24-30 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.18.9. Uglugata 48-50, Umsókn um byggingarleyfi. Breyting inni 201801267
Guðmundur Skúlason Uglugötu 48 Mosfellsbæ sækir um leyfi vegna fyrirkomulagsbreytinga á bílgeymslum hússins að Uglugötu 48 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir bílgeymslna breytast ekki.