31. janúar 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Blesabakki 1 - fyrirspurn vegna stækkunar á hesthúsi, breyting á deiliskipulagi201610198
Á 423. fundi skipulagsnefndar 1. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa falið að ræða við höfund deiliskipulagsins varðandi málið og óska jafnframt eftir umsögn hans." Lögð fram umsögn höfundar deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita álits næstu nágranna Blesabakka 1 og stjórnar Hestamannafélagsins Harðar.
2. Reykjahvoll 8 - breyting á deiliskipulagi201701080
Borist hefur erindi frá Sæmundi Óskarssyni dags. 3. janúar 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjahvoli 8.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
3. Urðarholt 4. Umsókn um byggingarleyfi, breyting innanhúss.201611225
Hrísholt ehf. Fannafold 85 Reykjavík sækir um leyfi til að innrétta 3 íbúðir og byggja svalir á 2. hæð Urðarholts 4 í stað áðursamþykktra skrifstofurýma. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið þar sem í upphaflegu deiliskipulagi var aðeins gert ráð fyrir íbúðum á efstu hæð hússins. Frestað á 425. fundi. Á 426. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns um erindið." Lögð fram umsögn bæjarlögmanns.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við málið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
4. Borgarlínan, hágæða almenningssamgöngur201611131
2. desember 2016 var undirritaður samningur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um undirbúning að innleiðingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínan.
Lagt fram og kynnt.Nefndin felur umhverfissviði að boða til almenns kynningarfundar um málið í mars nk.
5. Í Búrfellslandi Þormóðsdal, framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum201606190
Á 419. fundi skipulagsnefndar 6. sept. 2016 var gerð eftirfarandi bókun: 'Lögð fram minnisblöð umhverfissviðs. Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem umsókn um framkvæmdaleyfi samræmist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.' Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á fundi sínum 14. sept. 2016. Fulltrúar Iceland Resources ehf. óskuðu eftir kynningarfundi og var sá fundur haldinn 30. nóv. 2016. Í framhaldi af þeim fundi hefur borist erindi frá Iceland Resources þar sem óskað er eftir endurupptöku á fyrra erindi. Frestað á 427. fundi.
Skipulagsnefnd telur ný gögn ekki breyta afstöðu nefndarinnar og synjar erindinu þar sem umsókn um framkvæmdaleyfi samræmist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
6. Samgöngur Leirvogstungu201611252
Á 426. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Frestað.
7. Strætó bs. - tillögur að breytingum á leið 6 og 31201701292
Á fundinn mættu fulltrúar Strætó bs. þær Ragnheiður Einarsdóttir og Valgerður Gréta Benediktsdóttir og gerðu grein fyrir tillögum að breytingum á leið 6 og 31.
Kynning og umræður.
8. Úr Leirvogstungu 2, landnr. 123705 - fyrirspurn um notkunarmöguleika lands.201701306
Borist hefur erindi frá Borgþóri Kjærnested dags. 24. janúar 2017 varðandi land úr Leirvogstungu 2, landnr. 123705.
Í aðalskipulagi er landið skilgreint sem opið óbyggt svæði. Skipulagsfulltrúa falið að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.
9. Nónhæð - breyting á aðalskipulagi201701322
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 20. janúar 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Kópavogsbæjar 202-2024.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
10. Leirvogstunga 47-49, ósk um sameiningu lóða.201604343
Á 412. fundi skipulagsnefndar 3. maí 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið til auglýsingar skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar gjaldtöku vegna aukins íbúðarmagns til afgreiðslu bæjarráðs.
11. Fellsás 9/Umsókn um byggingarleyfi201603084
Á 426. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: 'Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa að afla frekari gagna.' Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi hafa farið í vettvangsskoðun. Frestað á 428.fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
12. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2016201701282
Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2016 til nefnda bæjarins til kynningar.
Frestað.
13. Fundargerð 72. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201612275
Fundargerð 72. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 301201701028F
Lagt fram.
14.1. Desjamýri 3/Umsókn um byggingarleyfi 201607094
Desjamýri 3 ehf. Lækjargötu 2 sækir um leyfi til að byggja úr stáli og yleiningum iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 3 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 1827,3 m2, efri hæð 283,0 m2, 8597,1 m3.14.2. Desjamýri 8/Umsókn um byggingarleyfi 201609418
Víghóll ehf. Áslandi 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr stáli og yleiningum iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 8 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 1293,5 m2, efri hæð 606,2 m2, 9862,6 m3.14.3. Klapparhlíð 22/Umsókn um byggingarleyfi 201701205
Sölvi M Egilsson Klapparhlíð 22 sækir um leyfi til að byggja úr gleri svalalokanir við fjöleignahúsið nr. 22 við Klapparhlíð í samræmi við framlögð gögn.
14.4. Leirvogstunga 18, Umsókn um byggingarleyfi 201612356
Helgi Þór Guðjónsson Asparási 4 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 172,4 m2, bílgeymsla 48,6 m2, 839,2 m3.14.5. Suður-Reykir 5/Umsókn um byggingarleyfi 201701141
Jón M Jónsson Suður Reykjum 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvö ný varphús, tengibyggingu og aðstöðuhús í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Matshluti 4, aðstöðubygging 148,2 m2, 577,2 m2, tengigangur 126,0 m2, 346,5 m3,
Matshluti 7, 477,0 m2, 2073,5 m3.
Matshluti 8, 477,0 m2, 2073,5 m3.