Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. janúar 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bles­a­bakki 1 - fyr­ir­spurn vegna stækk­un­ar á hest­húsi, breyt­ing á deili­skipu­lagi201610198

    Á 423. fundi skipulagsnefndar 1. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa falið að ræða við höfund deiliskipulagsins varðandi málið og óska jafnframt eftir umsögn hans." Lögð fram umsögn höfundar deiliskipulagsins.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að leita álits næstu ná­granna Bles­a­bakka 1 og stjórn­ar Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar.

  • 2. Reykja­hvoll 8 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201701080

    Borist hefur erindi frá Sæmundi Óskarssyni dags. 3. janúar 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjahvoli 8.

    Nefnd­in heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

  • 3. Urð­ar­holt 4. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, breyt­ing inn­an­húss.201611225

    Hrísholt ehf. Fannafold 85 Reykjavík sækir um leyfi til að innrétta 3 íbúðir og byggja svalir á 2. hæð Urðarholts 4 í stað áðursamþykktra skrifstofurýma. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið þar sem í upphaflegu deiliskipulagi var aðeins gert ráð fyrir íbúðum á efstu hæð hússins. Frestað á 425. fundi. Á 426. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns um erindið." Lögð fram umsögn bæjarlögmanns.

    Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við mál­ið og fel­ur bygg­ing­ar­full­trúa að af­greiða mál­ið þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.

  • 4. Borg­ar­lín­an, há­gæða al­menn­ings­sam­göng­ur201611131

    2. desember 2016 var undirritaður samningur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um undirbúning að innleiðingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínan.

    Lagt fram og kynnt.Nefnd­in fel­ur um­hverf­is­sviði að boða til al­menns kynn­ing­ar­fund­ar um mál­ið í mars nk.

  • 5. Í Búr­fellslandi Þor­móðs­dal, fram­kvæmda­leyfi fyr­ir rann­sókn­ar­bor­un­um201606190

    Á 419. fundi skipulagsnefndar 6. sept. 2016 var gerð eftirfarandi bókun: 'Lögð fram minnisblöð umhverfissviðs. Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem umsókn um framkvæmdaleyfi samræmist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.' Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á fundi sínum 14. sept. 2016. Fulltrúar Iceland Resources ehf. óskuðu eftir kynningarfundi og var sá fundur haldinn 30. nóv. 2016. Í framhaldi af þeim fundi hefur borist erindi frá Iceland Resources þar sem óskað er eftir endurupptöku á fyrra erindi. Frestað á 427. fundi.

    Skipu­lags­nefnd tel­ur ný gögn ekki breyta af­stöðu nefnd­ar­inn­ar og synj­ar er­ind­inu þar sem um­sókn um fram­kvæmda­leyfi sam­ræm­ist ekki Að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030.

  • 6. Sam­göng­ur Leir­vogstungu201611252

    Á 426. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

    Frestað.

    • 7. Strætó bs. - til­lög­ur að breyt­ing­um á leið 6 og 31201701292

      Á fundinn mættu fulltrúar Strætó bs. þær Ragnheiður Einarsdóttir og Valgerður Gréta Benediktsdóttir og gerðu grein fyrir tillögum að breytingum á leið 6 og 31.

      Kynn­ing og um­ræð­ur.

    • 8. Úr Leir­vogstungu 2, landnr. 123705 - fyr­ir­spurn um notk­un­ar­mögu­leika lands.201701306

      Borist hefur erindi frá Borgþóri Kjærnested dags. 24. janúar 2017 varðandi land úr Leirvogstungu 2, landnr. 123705.

      Í að­al­skipu­lagi er land­ið skil­greint sem opið óbyggt svæði. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

    • 9. Nón­hæð - breyt­ing á að­al­skipu­lagi201701322

      Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 20. janúar 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Kópavogsbæjar 202-2024.

      Lagt fram. Ekki er gerð at­huga­semd við er­ind­ið.

    • 10. Leir­vogstunga 47-49, ósk um sam­ein­ingu lóða.201604343

      Á 412. fundi skipulagsnefndar 3. maí 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið til auglýsingar skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.

      Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og vís­ar gjald­töku vegna auk­ins íbúð­ar­magns til af­greiðslu bæj­ar­ráðs.

    • 11. Fellsás 9/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201603084

      Á 426. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: 'Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa að afla frekari gagna.' Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi hafa farið í vettvangsskoðun. Frestað á 428.fundi.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.

    • 12. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2016201701282

      Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2016 til nefnda bæjarins til kynningar.

      Frestað.

    • 13. Fund­ar­gerð 72. fund­ar svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201612275

      Fundargerð 72. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram.

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 301201701028F

      Lagt fram.

      • 14.1. Desja­mýri 3/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201607094

        Desja­mýri 3 ehf. Lækj­ar­götu 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stáli og ylein­ing­um iðn­að­ar­hús­næði á lóð­inni nr. 3 við Desja­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð: 1. hæð 1827,3 m2, efri hæð 283,0 m2, 8597,1 m3.

      • 14.2. Desja­mýri 8/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201609418

        Víg­hóll ehf. Áslandi 3 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stáli og ylein­ing­um iðn­að­ar­hús­næði á lóð­inni nr. 8 við Desja­mýri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð: 1. hæð 1293,5 m2, efri hæð 606,2 m2, 9862,6 m3.

      • 14.3. Klapp­ar­hlíð 22/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201701205

        Sölvi M Eg­ils­son Klapp­ar­hlíð 22 sæk­ir um leyfi til að byggja úr gleri svala­lok­an­ir við fjöleigna­hús­ið nr. 22 við Klapp­ar­hlíð í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

      • 14.4. Leir­vogstunga 18, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201612356

        Helgi Þór Guð­jóns­son Asp­ar­ási 4 Garða­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 18 við Leir­vogstungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð: Íbúð 172,4 m2, bíl­geymsla 48,6 m2, 839,2 m3.

      • 14.5. Suð­ur-Reyk­ir 5/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201701141

        Jón M Jóns­son Suð­ur Reykj­um 1 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tvö ný varp­hús, tengi­bygg­ingu og að­stöðu­hús í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð: Mats­hluti 4, að­stöðu­bygg­ing 148,2 m2, 577,2 m2, tengigang­ur 126,0 m2, 346,5 m3,
        Mats­hluti 7, 477,0 m2, 2073,5 m3.
        Mats­hluti 8, 477,0 m2, 2073,5 m3.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00