Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. október 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
  • Sigrún Guðmundsdóttir (SG) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varamaður
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
  • Þorsteinn Sigvaldason umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Refa- og minka­veið­ar í Mos­fells­bæ 2011-2012201210193

    Veiðiskýrslur og samantektir fyrir refa- og minkaveiði veiðitímabilið 2011-2012 lagðar fram til kynningar

    Veiði­skýrsl­ur og sam­an­tekt­ir fyr­ir refa- og minka­veiði í Mos­fells­bæ veiði­tíma­bil­ið 2011-2012.

    Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP, SiG og TGG.

    Er­ind­ið lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 2. Árs­fund­ur Um­hverf­is­stofn­un­ar og nátt­úru­vernd­ar­nefnda sveit­ar­fé­laga 2012201210234

      Erindi Umhverfisstofnunar vegna ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í Skagafirði þann 13. nóvember n.k. lagt fram.

      Er­indi Um­hverf­is­stofn­un­ar vegna árs­fund­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar og nátt­úru­vernd­ar­nefnda sveit­ar­fé­laga í Skagafirði þann 13. nóv­em­ber n.k.

      Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP, SiG, BÁ, ÞS og TGG.

      Er­ind­ið lagt fram til kynn­ing­ar.

      • 3. Brenni­steins­meng­un í Mos­fells­bæ201203456

        Fyrstu niðurstöður mælinga á brennisteinsvetni í Mosfellsbæ lagðar fram til kynningar

        Fyrstu nið­ur­stöð­ur mæl­inga á brenni­steinsvetni í Mos­fells­bæ.

        Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP, SiG og TGG.

        Er­ind­ið lagt fram til kynn­ing­ar.

        Um­hverf­is­nefnd fagn­ar því að mæl­ing­ar á brenni­steinsvetni séu hafn­ar í Mos­fells­bæ og mun fylgjast áfram með mál­inu.

        Sigrún Guð­munds­dótt­ir vék af fundi að lokn­um þess­um dag­skrárlið.

        • 4. Mál­efni lýð­ræð­is­nefnd­ar - Lýð­ræð­is­stefna201011056

          Bæjarráð vísar erindi um málefni lýðræðisnefndar og lýðræðisstefnu til nefndarinnar. Erindið kynnir endurskoðun á verklagsreglum varðandi ritun fundargerða.

          Bæj­ar­ráð vís­ar er­indi um mál­efni lýð­ræð­is­nefnd­ar og lýð­ræð­is­stefnu til nefnd­ar­inn­ar. Er­ind­ið kynn­ir end­ur­skoð­un á verklags­regl­um varð­andi rit­un fund­ar­gerða.

          Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP, BÁ, ÞS og TGG.

          Er­ind­ið lagt fram til kynn­ing­ar.

          • 5. Um­sókn um hænsna­hald201203318

            Bæjarráð frestaði afgreiðslu og þar með staðfestingu á leyfi umhverfisnefndar til hænsnahalds á 1082. fundi sínum og beinir því til nefndarinnar að við útgáfu leyfa sé ávallt vísað til þeirra reglna sem gilda um leyfisveitinguna og tiltekið sé í leyfisbréfi um atriði eins og gildistíma leyfis, afturköllun þess og önnur atriði sem kunna að varða leyfisveitinguna.

            Bæj­ar­ráð til­kynn­ir um­hverf­is­nefnd um frest­un á af­greiðslu og þar með stað­fest­ingu á leyfi um­hverf­is­nefnd­ar til hænsna­halds sem tekin var á 1082. fundi sín­um og bein­ir því til nefnd­ar­inn­ar að við út­gáfu leyfa sé ávallt vísað til þeirra reglna sem gilda um leyf­is­veit­ing­una og til­tek­ið sé í leyf­is­bréfi um at­riði eins og gild­is­tíma leyf­is, aft­ur­köllun þess og önn­ur at­riði sem kunna að varða leyf­is­veit­ing­una.

            Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP og TGG.

            Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir sam­hljóða að fresta leyf­is­veit­ingu til við­kom­andi að­ila en bend­ir á að al­menn­ar regl­ur um hænsna­hald í þétt­býli Mos­fells­bæj­ar eru nú í vinnslu.

            • 6. Vatna­svæð­is­nefnd - gerð vatna­áætl­unn­ar201210116

              Fyrstu drög að stöðuskýrslu Vatnaáætlunar fyrir vatnasvæði á Íslandi lögð fram til kynningar. Um er að ræða uppfærð fyrstu drög en formleg lokadrög verða gefin út í lok árs til opinberrar kynningar og umsagnar í 6 mánuði.

              Fyrstu drög að stöðu­skýrslu Vatna­áætl­un­ar fyr­ir vatna­svæði 4. Um er að ræða upp­færð fyrstu drög en form­leg loka­drög verða gef­in út í lok árs til op­in­berr­ar kynn­ing­ar og um­sagn­ar í 6 mán­uði.

              Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP og TGG.

              Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir með 4 at­kvæð­um gegn 1 at­kvæði að senda mál­ið til um­hverf­is­sviðs.

              Bók­un full­trúa S-lista:
              Full­trúi S-lista harm­ar að um­hverf­is­nefnd skuli hafna því tæki­færi sem nefnd­inni býðst til að koma á fram­færi at­huga­semd­um við fram­lagða skýrslu: Vatna­svæði Ís­lands: Drög2 að stöðu­skýrslu í kynn­ingu, og auð­velda þar með vatna­svæð­is­nefnd vinnu við loka­drög skýrsl­unn­ar. Full­trúi S-lista hef­ur at­huga­semd­ir við skýrsl­una sem eru þær helst­ar að þau svæði þar sem meng­un hef­ur mælst eru ekki nefnd á nafn í töflu 12, þar með tal­inn Leiru­vog­ur. Orða­lag­ið "Mögu­lega und­ir álagi" er ekki rétt mið­að við nið­ur­stöð­ur meng­unar­rann­sókna sem Heil­brigðis­eft­ir­lit Kjós­ar­svæð­is hef­ur gef­ið út, rétt orðalag er "und­ir álagi".

              Bók­un full­trúa D- og V-lista:
              Full­trú­ar D- og V-lista benda á að skýrslu­drög­un­um hef­ur ver­ið vísað til um­hverf­is­sviðs þar sem ein­staka nefnd­ar­menn geta alltaf kom­ið skoð­un­um sín­um á fram­færi. Full­trú­ar D- og V-lista benda enn­frem­ur á að form­leg loka­drög skýrsl­unn­ar koma inn á borð nefnd­ar­inn­ar inn­an tíð­ar og þá hef­ur nefnd­in góð­an tíma til um­sagn­ar.

              • 7. Hjóla- og göngu­stíg­ar í Reykja- og Teiga­hverfi201210270

                Sigrún Pálsdóttir nefndarmaður í umhverfisnefnd hefur óskað eftir umræðu um ástand hjóla- og göngustíga í Reykja- og Teigahverfi.

                Borin upp til­laga um að færa mál varð­andi hjóla- og göngu­stíga í Reykja- og Teiga­hverfi fram fyr­ir í dagskrá fund­ar­ins.

                Sam­þykkt sam­hljóða að taka mál varð­andi hjóla- og göngu­stíga í Reykja- og Teiga­hverfi fremst á dagskrá fund­ar­ins.
                Sigrún Páls­dótt­ir nefnd­ar­mað­ur í um­hverf­is­nefnd ósk­ar eft­ir um­ræðu um ástand hjóla- og göngu­stíga í Reykja- og Teiga­hverfi.

                Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP, SiG, ÞS og TGG.

                Um­hverf­is­nefnd ít­rek­ar mik­il­vægi þess að við­hald og skipu­lag hjóla- og göngu­stíga sé í lagi og sam­þykk­ir með 4 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar og um­hverf­is­sviðs.

                Bók­un full­trúa S- og M-lista:
                Full­trú­ar S- og M-lista harma að meiri­hluti um­hverf­is­nefnd­ar sjái ekki gildi þess að setja full­an kraft í að­gerð­ir sem miða að end­ur­bót­um á bökk­um Var­már, mal­ar­stíg með­fram ánni og við­gerð á brúm yfir ána. Varmár­svæð­ið er á nátt­úru­m­inja­skrá og hef­ur mik­ið úti­vist­ar- og menn­ing­ar­legt gildi fyr­ir Mos­fells­bæ og því brýnt að ástand svæð­is­ins sé til sóma fyr­ir bæj­ar­fé­lag­ið.

                Bók­un full­trúa D- og V-lista.
                Full­trú­ar D- og V-lista benda á að þau mál sem full­trú­ar S- og M-lista nefna í bók­un sinni varð­andi Varmár­svæð­ið eru í ákveðn­um far­vegi inn­an um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar enda hef­ur þeg­ar ver­ið óskað eft­ir fjár­magni sem lýt­ur að þess­um mál­um og er það fagn­að­ar­efni.

                Bók­un full­trúa S- og M-lista:
                Um­hverf­is­nefnd hef­ur ekki ver­ið upp­lýst um það í hvaða far­vegi mál­ið er ná­kvæm­lega og hvað mikl­um fjár­mun­um á að veita í við­kom­andi fram­kvæmd­ir og því ekki á okk­ar valdi að vita hvort um er að ræða sams­kon­ar til­lög­ur og full­trú­ar S- og M-lista voru að bera upp á fund­in­um.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00