25. október 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Sigrún Guðmundsdóttir (SG) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varamaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
- Þorsteinn Sigvaldason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ 2011-2012201210193
Veiðiskýrslur og samantektir fyrir refa- og minkaveiði veiðitímabilið 2011-2012 lagðar fram til kynningar
Veiðiskýrslur og samantektir fyrir refa- og minkaveiði í Mosfellsbæ veiðitímabilið 2011-2012.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP, SiG og TGG.
Erindið lagt fram til kynningar.
2. Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2012201210234
Erindi Umhverfisstofnunar vegna ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í Skagafirði þann 13. nóvember n.k. lagt fram.
Erindi Umhverfisstofnunar vegna ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í Skagafirði þann 13. nóvember n.k.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP, SiG, BÁ, ÞS og TGG.Erindið lagt fram til kynningar.
3. Brennisteinsmengun í Mosfellsbæ201203456
Fyrstu niðurstöður mælinga á brennisteinsvetni í Mosfellsbæ lagðar fram til kynningar
Fyrstu niðurstöður mælinga á brennisteinsvetni í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP, SiG og TGG.
Erindið lagt fram til kynningar.
Umhverfisnefnd fagnar því að mælingar á brennisteinsvetni séu hafnar í Mosfellsbæ og mun fylgjast áfram með málinu.
Sigrún Guðmundsdóttir vék af fundi að loknum þessum dagskrárlið.
4. Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna201011056
Bæjarráð vísar erindi um málefni lýðræðisnefndar og lýðræðisstefnu til nefndarinnar. Erindið kynnir endurskoðun á verklagsreglum varðandi ritun fundargerða.
Bæjarráð vísar erindi um málefni lýðræðisnefndar og lýðræðisstefnu til nefndarinnar. Erindið kynnir endurskoðun á verklagsreglum varðandi ritun fundargerða.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP, BÁ, ÞS og TGG.
Erindið lagt fram til kynningar.
5. Umsókn um hænsnahald201203318
Bæjarráð frestaði afgreiðslu og þar með staðfestingu á leyfi umhverfisnefndar til hænsnahalds á 1082. fundi sínum og beinir því til nefndarinnar að við útgáfu leyfa sé ávallt vísað til þeirra reglna sem gilda um leyfisveitinguna og tiltekið sé í leyfisbréfi um atriði eins og gildistíma leyfis, afturköllun þess og önnur atriði sem kunna að varða leyfisveitinguna.
Bæjarráð tilkynnir umhverfisnefnd um frestun á afgreiðslu og þar með staðfestingu á leyfi umhverfisnefndar til hænsnahalds sem tekin var á 1082. fundi sínum og beinir því til nefndarinnar að við útgáfu leyfa sé ávallt vísað til þeirra reglna sem gilda um leyfisveitinguna og tiltekið sé í leyfisbréfi um atriði eins og gildistíma leyfis, afturköllun þess og önnur atriði sem kunna að varða leyfisveitinguna.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP og TGG.
Umhverfisnefnd samþykkir samhljóða að fresta leyfisveitingu til viðkomandi aðila en bendir á að almennar reglur um hænsnahald í þéttbýli Mosfellsbæjar eru nú í vinnslu.
6. Vatnasvæðisnefnd - gerð vatnaáætlunnar201210116
Fyrstu drög að stöðuskýrslu Vatnaáætlunar fyrir vatnasvæði á Íslandi lögð fram til kynningar. Um er að ræða uppfærð fyrstu drög en formleg lokadrög verða gefin út í lok árs til opinberrar kynningar og umsagnar í 6 mánuði.
Fyrstu drög að stöðuskýrslu Vatnaáætlunar fyrir vatnasvæði 4. Um er að ræða uppfærð fyrstu drög en formleg lokadrög verða gefin út í lok árs til opinberrar kynningar og umsagnar í 6 mánuði.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP og TGG.
Umhverfisnefnd samþykkir með 4 atkvæðum gegn 1 atkvæði að senda málið til umhverfissviðs.
Bókun fulltrúa S-lista:
Fulltrúi S-lista harmar að umhverfisnefnd skuli hafna því tækifæri sem nefndinni býðst til að koma á framfæri athugasemdum við framlagða skýrslu: Vatnasvæði Íslands: Drög2 að stöðuskýrslu í kynningu, og auðvelda þar með vatnasvæðisnefnd vinnu við lokadrög skýrslunnar. Fulltrúi S-lista hefur athugasemdir við skýrsluna sem eru þær helstar að þau svæði þar sem mengun hefur mælst eru ekki nefnd á nafn í töflu 12, þar með talinn Leiruvogur. Orðalagið "Mögulega undir álagi" er ekki rétt miðað við niðurstöður mengunarrannsókna sem Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hefur gefið út, rétt orðalag er "undir álagi".Bókun fulltrúa D- og V-lista:
Fulltrúar D- og V-lista benda á að skýrsludrögunum hefur verið vísað til umhverfissviðs þar sem einstaka nefndarmenn geta alltaf komið skoðunum sínum á framfæri. Fulltrúar D- og V-lista benda ennfremur á að formleg lokadrög skýrslunnar koma inn á borð nefndarinnar innan tíðar og þá hefur nefndin góðan tíma til umsagnar.7. Hjóla- og göngustígar í Reykja- og Teigahverfi201210270
Sigrún Pálsdóttir nefndarmaður í umhverfisnefnd hefur óskað eftir umræðu um ástand hjóla- og göngustíga í Reykja- og Teigahverfi.
Borin upp tillaga um að færa mál varðandi hjóla- og göngustíga í Reykja- og Teigahverfi fram fyrir í dagskrá fundarins.
Samþykkt samhljóða að taka mál varðandi hjóla- og göngustíga í Reykja- og Teigahverfi fremst á dagskrá fundarins.
Sigrún Pálsdóttir nefndarmaður í umhverfisnefnd óskar eftir umræðu um ástand hjóla- og göngustíga í Reykja- og Teigahverfi.Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP, SiG, ÞS og TGG.
Umhverfisnefnd ítrekar mikilvægi þess að viðhald og skipulag hjóla- og göngustíga sé í lagi og samþykkir með 4 atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar og umhverfissviðs.
Bókun fulltrúa S- og M-lista:
Fulltrúar S- og M-lista harma að meirihluti umhverfisnefndar sjái ekki gildi þess að setja fullan kraft í aðgerðir sem miða að endurbótum á bökkum Varmár, malarstíg meðfram ánni og viðgerð á brúm yfir ána. Varmársvæðið er á náttúruminjaskrá og hefur mikið útivistar- og menningarlegt gildi fyrir Mosfellsbæ og því brýnt að ástand svæðisins sé til sóma fyrir bæjarfélagið.Bókun fulltrúa D- og V-lista.
Fulltrúar D- og V-lista benda á að þau mál sem fulltrúar S- og M-lista nefna í bókun sinni varðandi Varmársvæðið eru í ákveðnum farvegi innan umhverfissviðs Mosfellsbæjar enda hefur þegar verið óskað eftir fjármagni sem lýtur að þessum málum og er það fagnaðarefni.Bókun fulltrúa S- og M-lista:
Umhverfisnefnd hefur ekki verið upplýst um það í hvaða farvegi málið er nákvæmlega og hvað miklum fjármunum á að veita í viðkomandi framkvæmdir og því ekki á okkar valdi að vita hvort um er að ræða samskonar tillögur og fulltrúar S- og M-lista voru að bera upp á fundinum.