Mál númer 201210116
- 7. nóvember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #593
Fyrstu drög að stöðuskýrslu Vatnaáætlunar fyrir vatnasvæði á Íslandi lögð fram til kynningar. Um er að ræða uppfærð fyrstu drög en formleg lokadrög verða gefin út í lok árs til opinberrar kynningar og umsagnar í 6 mánuði.
Fyrstu drög að stöðuskýrslu Vatnaáætlunar fyrir vatnasvæði 4.$line$$line$Umhverfisnefnd samþykkir með 4 atkvæðum gegn 1 atkvæði að senda málið til umhverfissviðs.$line$$line$Afgreiðsla 136. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 25. október 2012
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #136
Fyrstu drög að stöðuskýrslu Vatnaáætlunar fyrir vatnasvæði á Íslandi lögð fram til kynningar. Um er að ræða uppfærð fyrstu drög en formleg lokadrög verða gefin út í lok árs til opinberrar kynningar og umsagnar í 6 mánuði.
Fyrstu drög að stöðuskýrslu Vatnaáætlunar fyrir vatnasvæði 4. Um er að ræða uppfærð fyrstu drög en formleg lokadrög verða gefin út í lok árs til opinberrar kynningar og umsagnar í 6 mánuði.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, AMEE, SÓS, SHP og TGG.
Umhverfisnefnd samþykkir með 4 atkvæðum gegn 1 atkvæði að senda málið til umhverfissviðs.
Bókun fulltrúa S-lista:
Fulltrúi S-lista harmar að umhverfisnefnd skuli hafna því tækifæri sem nefndinni býðst til að koma á framfæri athugasemdum við framlagða skýrslu: Vatnasvæði Íslands: Drög2 að stöðuskýrslu í kynningu, og auðvelda þar með vatnasvæðisnefnd vinnu við lokadrög skýrslunnar. Fulltrúi S-lista hefur athugasemdir við skýrsluna sem eru þær helstar að þau svæði þar sem mengun hefur mælst eru ekki nefnd á nafn í töflu 12, þar með talinn Leiruvogur. Orðalagið "Mögulega undir álagi" er ekki rétt miðað við niðurstöður mengunarrannsókna sem Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hefur gefið út, rétt orðalag er "undir álagi".Bókun fulltrúa D- og V-lista:
Fulltrúar D- og V-lista benda á að skýrsludrögunum hefur verið vísað til umhverfissviðs þar sem einstaka nefndarmenn geta alltaf komið skoðunum sínum á framfæri. Fulltrúar D- og V-lista benda ennfremur á að formleg lokadrög skýrslunnar koma inn á borð nefndarinnar innan tíðar og þá hefur nefndin góðan tíma til umsagnar.