Mál númer 201310277
- 6. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #614
Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði leggur fjármálastjóri til að bæjarráð samþykki viðauka við fjárahagsáætlun ársins 2013 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Viðauki við fjárhagsáætlun 2013, sbr. fyrirliggjandi minnisblað fjármálastjóra, samþykktur með sjö atkvæðum. Kaup aðalsjóðs A-hluta á eignarhluta í félögum aukast um kr. 918.603 sem fjármagnað er af handbæru fé. Fjárfestingar eignasjóðs A-hluta aukast um kr. 300.000.000 sem fjármagnað er með kr. 167.000.000 af handbæru fé og aukningu skammtímaskulda kr. 133.000.000. Fjárfestingar hjúkrunarheimilis B-hluta aukast um kr. 21.000.000 sem fjármagnað er af handbæru fé.
- 6. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #614
Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði leggur fjármálastjóri til að bæjarráð samþykki viðauka við fjárahagsáætlun ársins 2013 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Afgreiðsla 1140. fundar bæjarráðs lögð fram á 614. fundi bæjarstjórnar. Afgreiðsla fer fram undir síðasta dagskrárlið þessa fundar.
- 24. október 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1140
Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði leggur fjármálastjóri til að bæjarráð samþykki viðauka við fjárahagsáætlun ársins 2013 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Undir þessum dagskrárlið er mættur á fundinn Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa viðaukanum til afgreiðslu bæjarstjórnar en um er að ræða viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2013, í samræmi við framlagt minnisblað fjármálastjóra, annars vegar færsla milli málaflokka og deilda kr. 12.693.750 og hækkun fjárfestingaráætlunar kr. 321.918.603 sem fjármagnað er með handbæru fé og aukningu skammtímaskulda.