27. nóvember 2012 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Gylfi Guðjónsson 3. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Holtsgöng o.fl., Reykjavík, - breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins201102301
Svæðisskipulagsnefnd sendir Mosfellsbæ 27.10.2012 tillögu um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, þ.e. um niðurfellingu Holtsganga og breytingar á byggingarmagni á byggðarsvæði 5, til afgreiðslu skv. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga. Tillagan hefur verið auglýst skv. 24. gr. laganna og samþykkt í samvinnunefnd ásamt umsögnum um framkomnar athugasemdir. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 1096. fundi bæjarráðs. Frestað á 331. fundi.
Svæðisskipulagsnefnd sendir Mosfellsbæ 27.10.2012 tillögu um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, þ.e. um niðurfellingu Holtsganga og breytingar á byggingarmagni á byggðarsvæði 5, til afgreiðslu skv. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga. Tillagan hefur verið auglýst skv. 24. gr. laganna og samþykkt í samvinnunefnd ásamt umsögnum um framkomnar athugasemdir. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 1096. fundi bæjarráðs. Frestað á 331. fundi.
Til máls tóku, EP, ÓG, BH, GG, JE, HB, JBH, FB, og ÁÞ.Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ganga frá umsögn til bæjarráðs í samræmi við framlögð drög og umræður á fundinum.
2. Hjóla- og göngustígar í Reykja- og Teigahverfi201210270
Umhverfisnefnd fjallaði á 136. fundi sínum þann 25.10.2012 að frumkvæði eins nefndarmanna um ástand hjóla- og göngustíga í Reykja- og Teigahverfi. Niðurstaða umhverfisnefndar var að vísa málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar og umhverfissviðs. Frestað á 331. fundi. (Skýrsla Umhverfissviðs um ástand eldri hverfa fylgir málinu.)
Umhverfisnefnd fjallaði á 136. fundi sínum þann 25.10.2012 að frumkvæði eins nefndarmanna um ástand hjóla- og göngustíga í Reykja- og Teigahverfi og vísaði málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar og umhverfissviðs. Frestað á 331. fundi.
Til máls tóku, EP, ÓG, BH, GG, JE, HB, JBH, FB, og ÁÞ.Skipulagsnefnd felur Umhverfissviði að taka saman nánari upplýsingar varðandi stöðu skipulags og ástand hjóla- og göngustíga á svæðinu.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Skipulagsnefnd þakkar fulltrúa S-lista í Umhverfisnefnd fyrir frumkvæði í málinu og fagmannleg vinnubrögð. Leggur fulltrúi Íbúahreyfingarinnar jafnframt til að Umhverfissvið Mosfellsbæjar styðjist í vinnu sinni að úrbótum við hjóla- og göngustíga í Reykja- og Teigahverfi við greinargerð fulltrúa S- lista í Umhverfisnefnd og unnin verði aðgerðaráætlun út frá þessum gögnum".3. Stórikriki 29-37, fyrirspurn um að breyta einbýlishúsum í parhús á deiliskipulagi201211054
Gunnlaugur Jónasson arkitekt spyrst 8.11.2012 f.h. Óðins fasteignafélags fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að lóðunum verði skipt upp og þeim breytt í parhúsalóðir. Erindinu fylgja tillöguteikningar. Frestað á 331. fundi.
Gunnlaugur Jónasson arkitekt spyrst 8.11.2012 f.h. Óðins fasteignafélags fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að lóðunum verði skipt upp og þeim breytt í parhúsalóðir. Erindinu fylgja tillöguteikningar. Frestað á 331. fundi.
Til máls tóku, EP, ÓG, BH, GG, JE, HB, JBH, FB, og ÁÞ.Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda og afla nánari upplýsinga um málið.
4. Leirvogstungumelar - ástand svæðis og umgengni201005193
Á 331. fundi var fjallað um málið og óskaði nefndin þá eftir úttekt á stöðu mála á Leirvogstungumelum.
Á 331. fundi var fjallað um málið og óskaði nefndin þá eftir úttekt á stöðu mála á Leirvogstungumelum.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir athugun sinni á ástandi svæðisins.
Til máls tóku, EP, ÓG, BH, GG, JE, HB, JBH, FB, og ÁÞ.Umræður um málið.
5. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Gerð verður grein fyrir viðræðum við Skipulagsstofnun og kynnt tillaga að lagfæringum á gögnum til að koma til móts við athugasemdir stofnunarinnar.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir viðræðum við Skipulagsstofnun og kynnti tillögu að lagfæringum á gögnum til að koma til móts við athugasemdir stofnunarinnar.
Til máls tóku, EP, ÓG, BH, GG, JE, HB, JBH, FB, og ÁÞ.Nefndin felur skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjöfum að útfæra breytingar á tillögugögnunum í samræmi við framlagða tillögu.
6. Völuteigur 25-29, deiliskipulagsbreyting, stækkun lóðar201209370
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 25.10.2012 með athugasemdafresti til 23.11.2012. Engin athugasemd barst.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 25.10.2012 með athugasemdafresti til 23.11.2012. Engin athugasemd barst.
Til máls tóku, EP, ÓG, BH, GG, JE, HB, JBH, FB.Nefndin samþykkir tillöguna skv. 44. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs201211062
Erindi Alþingis dags. 8.11.2012, þar sem gefinn er kostur á að gefa umsögn um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Erindi Alþingis dags. 8.11.2012, þar sem gefinn er kostur á að gefa umsögn um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Til máls tóku, EP, ÓG, BH, GG, JE, HB, JBH, FB, og ÁÞ.Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að senda umsögn þar sem gefinn umsagnarfrestur er þegar liðinn.
8. Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi hraðamælingar í Mosfellsbæ201211011
Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 31.10.2012 þar sem kynntar eru niðurstöður hraðamælinga í Arnartanga í ár og nokkur undanfarin ár. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 31.10.2012 þar sem kynntar eru niðurstöður hraðamælinga í Arnarhöfða í ár og nokkur undanfarin ár. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Til máls tóku, EP, ÓG, BH, GG, JE, HB, JBH, FB, og ÁÞ.Skipulagsnefnd felur Umhverfissviði að afla nánari gagna um umferðarhraða á götunni.
9. Litlikriki 3 og 5, umsókn um að breyta parhúsum í fjórbýli201205160
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Kvarða að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun nefndarinnar á 328. fundi. Tillögunni fylgja þrívíddarmyndir til skýringar.
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Kvarða að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun nefndarinnar á 328. fundi. Tillögunni fylgja þrívíddarmyndir til skýringar.
Til máls tóku, EP, ÓG, BH, GG, JE, HB, JBH, FB, og ÁÞ.Nefndin samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum til grenndarkynningar skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga, um óverulegar breytingar á deiliskipulagi. Tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum/íbúum húsa nr. 1, 2, 4-6, 7, 9, 8-14 og 45-47 við Litlakrika.
Hanna Bjartmars sat hjá við afgreiðslu málsins.10. Bréf Skipulagsstofnunar varðandi úrskurð ÚSB nr. 30/2012 um gildi deiliskipulags201211133
Skipulagsstofnun tilkynnir í bréfi 9.11.2012 um úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um að deiliskipulag sé ógilt án úrskurðar, hafi 3-ja mánaða frestur til birtingar gildistöku skv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga ekki verið virtur, óháð því á hvaða stigi meðferð málsins var við gildistöku nýrra skipulagslaga. Skipulagsfulltrúi upplýsir að þetta eigi við um 3 deiliskipulagsáætlanir í Mosfellsbæ.
Skipulagsstofnun tilkynnir í bréfi 9.11.2012 um úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um að deiliskipulag sé ógilt án úrskurðar, hafi 3-ja mánaða frestur til birtingar gildistöku skv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga ekki verið virtur, óháð því á hvaða stigi meðferð málsins var við gildistöku nýrra skipulagslaga. Skipulagsfulltrúi upplýsir að þetta eigi við um 3 deiliskipulagsáætlanir í Mosfellsbæ.
Til máls tóku, EP, ÓG, BH, GG, JE, HB, JBH, FB, og ÁÞ.Nefndin felur skipulagsfulltrúa að endurauglýsa viðkomandi deiliskipulagsáætlanir, sjá næstu þrjá dagskrárliði.
11. Braut, Mosfellsdal, ósk um deiliskipulag201003312
(Fór yfir 3-ja mánaða frest, þarf að endurauglýsa, sjá hér ofar)
Nefndin samþykkir að tillaga að deiliskipulaginu verði endurauglýst, sbr. 10. lið.
12. Frístundalóð l.nr. 125184, umsókn um samþykkt deiliskipulags201004042
(Fór yfir 3-ja mánaða frest, þarf að endurauglýsa, sjá hér ofar)
Nefndin samþykkir að tillaga að deiliskipulaginu verði endurauglýst, sbr. 10. lið.
13. Helgafellshverfi 2. áf. - deiliskipulagsbreyting við Brúnás/Ásaveg201202399
(Fór yfir 3-ja mánaða frest, þarf að endurauglýsa, sjá hér ofar)
Nefndin samþykkir að tillaga að deiliskipulaginu verði endurauglýst, sbr. 10. lið.
14. Stofnstígar á höfuðborgarsvæðinu, erindi Vegagerðarinnar og drög að samkomulagi.201211187
Erindi Vegagerðarinnar dags. 15.11.2012, þar sem kynnt eru drög að samkomulagi við Mosfellsbæ um samstarfsverkefni við gerð göngu- og hjólreiðastíga á næstu árum og óskað eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins sem fyrst.
Erindi Vegagerðarinnar dags. 15.11.2012, þar sem kynnt eru drög að samkomulagi við Mosfellsbæ um samstarfsverkefni við gerð göngu- og hjólreiðastíga á næstu árum og óskað eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins sem fyrst.
Frestað.