Mál númer 201603301
- 30. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #668
Óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum.
Afgreiðsla 1252. fundar bæjarráðs samþykkt á 668. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. mars 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1252
Óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum.
Bæjarráð er jákvætt fyrir því að umhverfis- og auðlindaráðherra verði falið að móta “stefnu í þeim tilgangi að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum og upplýsa neytendur um tilvist skaðlegra efna og áhrif þeirra á heilsu og umhverfi manna."