22. febrúar 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Anna María E Einarsdóttir 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Útgáfa landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2013201109465
Lagt fram erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs og innleiðingu á rammatilskipun um úrgang. Fulltrúi umhverfisráðuneytisins kemur á fundinn þar sem umhverfisnefnd óskaði eftir nánari kynningu á málinu.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, AMEE, SHP, JBH, TGG
Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs og innleiðingu á rammatilskipun um úrgang lagt fram til kynningar. Fulltrúi ráðuneytisins, Kjartan Ingvarsson, mætti á fundinn.
2. Niðurstöður rannsókna á saurkólígerlum við Leiruvog 2004-2010201109113
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um mögulegar orsakir saurgerlamengunar í Leiruvogi og tillögur að úrbótum sem umhverfisnefnd óskaði eftir á 128. fundi sínum.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, AMEE, SHP, BÁ, JBH, TGGMinnisblað umhverfisstjóra um mögulegar orsakir saurgerlamengunar í Leiruvogi og tillögur að úrbótum, sem umhverfisnefnd óskaði eftir á 128. fundi, lagt fram. Umhverfisstjóri kynnti málið.
Umhverfisnefnd ítrekar nauðsyn þess að Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis vinni nákvæmari rannsóknir á saurgerlamengun í Leiruvogi og leiti einnig að orsökum mengunarinnar. Umhverfisnefnd mælist til þess að þessar niðurstöður liggi fyrir eigi síðan en 1. október 2012.
3. Afmörkun friðlýsts svæðis við Varmárósa201109404
Lögð fram lokadrög að endurnýjun auglýsingar og leiðréttri afmörkun fyrir friðlýst svæði við Varmárósa í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, AMEE, SHP, JBH, TGGLokadrög að endurnýjun auglýsingar og leiðréttri afmörkun fyrir friðlýst svæði við Varmárósa í Mosfellsbæ lögð fram.
Umhverfisnefnd samþykkir framlögð drög og felur umhverfisstjóra að ljúka málinu. Samþykkt samhljóða.
4. Umhverfisstefna Mosfellsbæjar 2012201202170
Ræða þarf vinnufyrirkomulag við endurnýjun á umhverfisáætlun Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, AMEE, SHP, BÁ, JBH, TGGFarið yfir vinnufyrirkomulag við endurnýjun á umhverfisáætlun Mosfellsbæjar.
Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna verkáætlun um gerð nýrrar umhverfisstefnu Mosfellsbæjar í samráði við nefndarmenn og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.
5. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012201202171
Ræða þarf vinnufyrirkomulag við gerð verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir Mosfellsbæ fyrir árið 2012.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, AMEE, SHP, BÁ, JBH, TGGFarið yfir vinnufyrirkomulag við gerð verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir Mosfellsbæ fyrir árið 2012.
Umhverfisstjóra falið að safna saman upplýsingum um afrakstur af vinnu við Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ samkvæmt verkefnalista ársins 2011.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
6. Gróðursetningar í Ævintýragarði á hverfisverndarsvæði201106069
Lagðar fram umsagnir Umhverfisstofnunar og Veiðimálastofnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda og gróðursetningar á hverfisverndarsvæðum við Varmá í tengslum við uppbyggingu á Ævintýragarði. Málinu var vísað til umhverfisnefndar frá skipulagsnefnd til umsagnar, en umhverfisnefnd óskaði eftir því að leitaði yrði umsagna viðkomandi fagstofnana.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, AMEE, SHP, BÁ, JBH, TGGUmsagnir Umverfisstofnunar og Veiðimálastofnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda og gróðursetninga á hverfisverndarsvæðum við Varmá í tengslum við uppbyggingu á Ævintýragarði lagðar fram. Málinu var vísað til umhverfisnefndar frá skipulagsnefnd til umsagnar.
Umsögn umhverfisnefndar fylgir erindinu.