Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. febrúar 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Anna María E Einarsdóttir 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Út­gáfa landsáætl­un­ar um með­höndl­un úr­gangs 2012-2013201109465

    Lagt fram erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs og innleiðingu á rammatilskipun um úrgang. Fulltrúi umhverfisráðuneytisins kemur á fundinn þar sem umhverfisnefnd óskaði eftir nánari kynningu á málinu.

    Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, AMEE, SHP, JBH, TGG

    Er­indi Um­hverf­is­ráðu­neyt­is­ins varð­andi út­gáfu landsáætl­un­ar um með­höndl­un úr­gangs og inn­leið­ingu á ramm­a­til­skip­un um úr­g­ang lagt fram til kynn­ing­ar.  Full­trúi ráðu­neyt­is­ins, Kjart­an Ingvars­son, mætti á fund­inn.

     

    • 2. Nið­ur­stöð­ur rann­sókna á saurkólíg­erl­um við Leiru­vog 2004-2010201109113

      Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um mögulegar orsakir saurgerlamengunar í Leiruvogi og tillögur að úrbótum sem umhverfisnefnd óskaði eftir á 128. fundi sínum.

      Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, AMEE, SHP, BÁ, JBH, TGG­Minn­is­blað um­hverf­is­stjóra um mögu­leg­ar or­sak­ir saur­gerla­meng­un­ar í Leiru­vogi og til­lög­ur að úr­bót­um, sem um­hverf­is­nefnd ósk­aði eft­ir á 128. fundi, lagt fram.  Um­hverf­is­stjóri kynnti mál­ið.

      Um­hverf­is­nefnd ít­rek­ar nauð­syn þess að Heil­brigðis­eft­ir­lit Kjós­ar­svæð­is vinni ná­kvæm­ari rann­sókn­ir á saur­gerla­meng­un í Leiru­vogi og leiti einn­ig að or­sök­um meng­un­ar­inn­ar.  Um­hverf­is­nefnd mæl­ist til þess að þess­ar nið­ur­stöð­ur liggi fyr­ir eigi síð­an en 1. októ­ber 2012.

       

      • 3. Af­mörk­un frið­lýsts svæð­is við Varmárósa201109404

        Lögð fram lokadrög að endurnýjun auglýsingar og leiðréttri afmörkun fyrir friðlýst svæði við Varmárósa í Mosfellsbæ.

        Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, AMEE, SHP, JBH, TGGLoka­drög að end­ur­nýj­un aug­lýs­ing­ar og leið­réttri af­mörk­un fyr­ir frið­lýst svæði við Varmárósa í Mos­fells­bæ lögð fram.

        Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir fram­lögð drög og fel­ur um­hverf­is­stjóra að ljúka mál­inu.  Sam­þykkt sam­hljóða.

        • 4. Um­hverf­is­stefna Mos­fells­bæj­ar 2012201202170

          Ræða þarf vinnufyrirkomulag við endurnýjun á umhverfisáætlun Mosfellsbæjar.

          Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, AMEE, SHP, BÁ, JBH, TGG­Far­ið yfir vinnu­fyr­ir­komulag við end­ur­nýj­un á um­hverf­isáætlun Mos­fells­bæj­ar.

          Um­hverf­is­nefnd fel­ur um­hverf­is­stjóra að vinna ver­káætlun um gerð nýrr­ar um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar í sam­ráði við nefnd­ar­menn og leggja fram á næsta fundi nefnd­ar­inn­ar.

          • 5. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ 2012201202171

            Ræða þarf vinnufyrirkomulag við gerð verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir Mosfellsbæ fyrir árið 2012.

            Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, AMEE, SHP, BÁ, JBH, TGG­Far­ið yfir vinnu­fyr­ir­komulag við gerð verk­efna­lista Stað­ar­dag­skrár 21 fyr­ir Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2012.

            Um­hverf­is­stjóra fal­ið að safna sam­an upp­lýs­ing­um um afrakst­ur af vinnu við Stað­ar­dagskrá 21 í Mos­fells­bæ sam­kvæmt verk­efna­lista árs­ins 2011.

            Almenn erindi - umsagnir og vísanir

            • 6. Gróð­ur­setn­ing­ar í Æv­in­týragarði á hverf­is­vernd­ar­svæði201106069

              Lagðar fram umsagnir Umhverfisstofnunar og Veiðimálastofnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda og gróðursetningar á hverfisverndarsvæðum við Varmá í tengslum við uppbyggingu á Ævintýragarði. Málinu var vísað til umhverfisnefndar frá skipulagsnefnd til umsagnar, en umhverfisnefnd óskaði eftir því að leitaði yrði umsagna viðkomandi fagstofnana.

              Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, AMEE, SHP, BÁ, JBH, TGG­Um­sagn­ir Um­verf­is­stofn­un­ar og Veiði­mála­stofn­un­ar vegna fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda og gróð­ur­setn­inga á hverf­is­vernd­ar­svæð­um við Varmá í tengsl­um við upp­bygg­ingu á Æv­in­týragarði lagð­ar fram.  Mál­inu var vísað til um­hverf­is­nefnd­ar frá skipu­lags­nefnd til um­sagn­ar.

              Um­sögn um­hverf­is­nefnd­ar fylg­ir er­ind­inu.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00