17. janúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurnýjun lóðarleigusamninga201107175
Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar óskar eftir leiðbeiningu bæjarráðs hvað varðar atriði er lúta að endurnýjun lóðarleigusamninga, í eldri hverfum bæjarins, sem eru að renna út. Áður á dagskrá 1098. fundar bæjarráðs þar sem byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að vinna drög að reglum um endurnýjun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins og embættismönnum falið að rýna framlögð drög nánar.
2. Reglur um fjárhagsaðstoð, endurskoðun 2012201212014
Erindið sett á dagskrá bæjarráðs í samræmi við umræðum á 596. fundi bæjarstjórnar.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Framkvæmdastjórinn fór yfir og útskýrði nánar helstu breytingar sem gerðar voru á reglunum við endurskoðun þeirra og tóku gildi 1. janúar síðast liðinn.
3. Erindi Lögreglustjóra, varðandi umsögn um tímabundið áfengisveitingaleyfi vegna þorrablóts201301235
Handknattleiksdeild Aftureldingar sækir um tímabundið áfengisveitingaleyfi vegna þorrablóts Aftureldingar 26. janúar 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki fyrir sitt leiti athugasemd við tímabundið áfengisveitingaleyfi vegna þorrablóts Aftureldingar.
4. NORDDJOBB sumarstörf 2013201301293
NORDJOBB óskar eftir því við Mosfellsbæ að bærinn ráði tvö ungmenni til starfa sumarið 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
5. Stefna Þórarins Jónassonar varðandi landamerki Lækjarness201301320
Stefna Þórarins Jónassonar varðandi landamerki Lækjarness í Mosfellsdal þar sem gerð er krafa um breytt mörk landsins.
Erindið lagt fram til kynningar.
6. Stefna Þórarins Jónassonar vegna lamdamerkja Laxness 1201301321
Stefna Þórarins Jónassonar varðandi landamerki jarðarinnar Laxness 1 í Mosfellsdal þar sem gerð er krafa um breytt mörk jarðarinnar gagnvart nágrannajörðum.
Erindið lagt fram til kynningar.
7. XXVII. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013201301346
Kosning aðalmanns á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað Herdísar Sigurjónsdóttur fyrrv. bæjarfulltrúa.
Kosningu aðalmanns á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga vísað til bæjarstjórnar.
8. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2012201202115
Fjármálastjóri leggur fyrir bæjarráð til samþykktar viðauka við fjárahagsáætlun ársins 2012 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Samþykkt með þremur atkvæðum viðauki við fjárhagsáætlun 2012 vegna aukinna fjárfestinga Eignasjóðs:
Breyting á sjóðsstreymi Aðalsjóðs:
Eignarhlutir í félögum hækka um kr. 29.656.000.
Skammtímaskuldir hækka um kr. 29.656.000.Áhrif á efnahagsreikning Aðalsjóðs:
Eignarhlutir í félögum hækka um kr. 29.656.000.
Skammtímaskuldir hækka um kr. 29.656.000.Framangreindar breytingar hafa í för með sér samsvarandi breytingar hjá sveitarsjóði A hluta og samanteknum A og B hluta.
9. Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna201011056
590. fundur bæjarstjórnar vísaði birtingu upplýsinga úr bókhaldi bæjarins til umsagnar fjármálastjóra og forstöðumanns þjónustu- og upplýsingamála.
Fyrirliggjandi drög að birtingu upplýsinga úr bókhaldi bæjarins á vef bæjarfélagsins samþykkt með þremur atkvæðum.
10. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga201212071
1102. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar fjármálastjóra um frumvarp til laga um tekjustofna og liggur umsögnin fyrir fundinum.
Erindið lagt fram.