Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. janúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. End­ur­nýj­un lóð­ar­leigu­samn­inga201107175

    Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar óskar eftir leiðbeiningu bæjarráðs hvað varðar atriði er lúta að endurnýjun lóðarleigusamninga, í eldri hverfum bæjarins, sem eru að renna út. Áður á dagskrá 1098. fundar bæjarráðs þar sem byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að vinna drög að reglum um endurnýjun.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fresta af­greiðslu er­ind­is­ins og emb­ætt­is­mönn­um fal­ið að rýna fram­lögð drög nán­ar.

    • 2. Regl­ur um fjár­hags­að­stoð, end­ur­skoð­un 2012201212014

      Erindið sett á dagskrá bæjarráðs í samræmi við umræðum á 596. fundi bæjarstjórnar.

      Fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) mætti á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.

      Fram­kvæmda­stjór­inn fór yfir og út­skýrði nán­ar helstu breyt­ing­ar sem gerð­ar voru á regl­un­um við end­ur­skoð­un þeirra og tóku gildi 1. janú­ar síð­ast lið­inn.

      • 3. Er­indi Lög­reglu­stjóra, varð­andi um­sögn um tíma­bund­ið áfeng­isveit­inga­leyfi vegna þorra­blóts201301235

        Handknattleiksdeild Aftureldingar sækir um tímabundið áfengisveitingaleyfi vegna þorrablóts Aftureldingar 26. janúar 2013.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri ekki fyr­ir sitt leiti at­huga­semd við tíma­bund­ið áfeng­isveit­inga­leyfi vegna þorra­blóts Aft­ur­eld­ing­ar.

        • 4. NORD­DJOBB sum­arstörf 2013201301293

          NORDJOBB óskar eftir því við Mosfellsbæ að bærinn ráði tvö ungmenni til starfa sumarið 2013.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu.

          • 5. Stefna Þór­ar­ins Jónas­son­ar varð­andi landa­merki Lækj­ar­ness201301320

            Stefna Þórarins Jónassonar varðandi landamerki Lækjarness í Mosfellsdal þar sem gerð er krafa um breytt mörk landsins.

            Er­ind­ið lagt fram til kynn­ing­ar.

            • 6. Stefna Þór­ar­ins Jónas­son­ar vegna lamda­merkja Lax­ness 1201301321

              Stefna Þórarins Jónassonar varðandi landamerki jarðarinnar Laxness 1 í Mosfellsdal þar sem gerð er krafa um breytt mörk jarðarinnar gagnvart nágrannajörðum.

              Er­ind­ið lagt fram til kynn­ing­ar.

              • 7. XXVII. Lands­þing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga 2013201301346

                Kosning aðalmanns á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað Herdísar Sigurjónsdóttur fyrrv. bæjarfulltrúa.

                Kosn­ingu að­al­manns á Lands­þing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vísað til bæj­ar­stjórn­ar.

                • 8. Við­auk­ar við fjár­hags­áætlun 2012201202115

                  Fjármálastjóri leggur fyrir bæjarráð til samþykktar viðauka við fjárahagsáætlun ársins 2012 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um við­auki við fjár­hags­áætlun 2012 vegna auk­inna fjár­fest­inga Eigna­sjóðs:
                  Breyt­ing á sjóðs­streymi Að­alsjóðs:
                  Eign­ar­hlut­ir í fé­lög­um hækka um kr. 29.656.000.
                  Skamm­tíma­skuld­ir hækka um kr. 29.656.000.

                  Áhrif á efna­hags­reikn­ing Að­alsjóðs:
                  Eign­ar­hlut­ir í fé­lög­um hækka um kr. 29.656.000.
                  Skamm­tíma­skuld­ir hækka um kr. 29.656.000.

                  Fram­an­greind­ar breyt­ing­ar hafa í för með sér sam­svar­andi breyt­ing­ar hjá sveit­ar­sjóði A hluta og sam­an­tekn­um A og B hluta.

                  • 9. Mál­efni lýð­ræð­is­nefnd­ar - Lýð­ræð­is­stefna201011056

                    590. fundur bæjarstjórnar vísaði birtingu upplýsinga úr bókhaldi bæjarins til umsagnar fjármálastjóra og forstöðumanns þjónustu- og upplýsingamála.

                    Fyr­ir­liggj­andi drög að birt­ingu upp­lýs­inga úr bók­haldi bæj­ar­ins á vef bæj­ar­fé­lags­ins sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

                    • 10. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga201212071

                      1102. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar fjármálastjóra um frumvarp til laga um tekjustofna og liggur umsögnin fyrir fundinum.

                      Er­ind­ið lagt fram.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30