Mál númer 201202075
- 29. febrúar 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #575
Yfirlýsing lögð fram til kynningar og athugasemda.
<DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 158. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, að lýsa ánægju sinni með yfirlýsinguna, lögð fram á 575. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV>
- 29. febrúar 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #575
<DIV>Afgreiðsla 1063. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að undirrita yfirlýsinguna o.fl., samþykkt á 575. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 16. febrúar 2012
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #158
Yfirlýsing lögð fram til kynningar og athugasemda.
Yfirlýsing Skátafélagsins Mosverja og Mosfellsbæjar í tilefni 50 ára afmælis félagsins lögð fram.
Nefndin lýsir yfir ánægju með yfirlýsinguna. Í hennir segir meðal annars: "Markmið skátahreyfingarinnar er að stuðla að því að börn og unglingar verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar. Í gegnum skátastarfið er hægt að finna margar skemmtilegar og spennandi leiðir til að eflast og þroskast í leik og starfi. Skátafélagið Mosverjar hefur með verkum sínum og starfsemi sýnt getu sína til að ná þessum markmiðum og Mosfellsbær fyrir hönd bæjarbúa lýsir yfir þakklæti og ánægju vegna þessa."
- 16. febrúar 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1063
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, BH, KT og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita yfirlýsinguna og jafnframt verði erindið sent íþrótta- og tómstundanefnd til kynningar.