Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. mars 2015 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
  • Fjalar Freyr Einarsson (FFE) aðalmaður
  • Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
  • Hjördís Bjartmars Arnardóttir (HBA) 1. varamaður
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • Berglind Ósk B. Filippíudóttir fjölskyldusvið

Fundargerð ritaði

Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

  • 1. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans-ósk um sam­st­arf bæj­ar­yf­ir­valda í mál­efn­um er varða heim­il­isof­beldi201412143

    Erindi Lögreglustjórans-ósk um samstarf bæjaryfirvalda í málefnum er varða heimilisofbeldi. Umsagnir starfsmanna lagðar fram.

    Kynnt sam­þykkt bæj­ar­ráðs á 1202. fundi um sam­st­arf Mos­fells­bæj­ar og Lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í verk­efni um sam­st­arf í mál­efn­um er varða heim­il­isof­beldi.

    Almenn erindi

    • 2. Bakvakt­ir í barna­vernd­ar­mál­um201202101

      Drög að samningi sveitarfélaga á svæði SSH um bakvaktir, ásamt drögum að umboði barnaverndarnefnda til starfsmanna og yfirliti yfir verklag.

      Fjöl­skyldu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að Mos­fells­bær fram­lengi ekki samn­ing um sam­eig­in­leg­ar bakvakt­ir. Enn­frem­ur er lagt til að um­boð til starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar og Seltjarn­ar­ness­kaup­stað­ar vegna bakvakta í barna­vernd­ar­mál­um verði fram­lengt til 1. apríl 2015 þeg­ar nýtt fyr­ir­komulag um sam­eig­in­lega bakvakt í barna­vernd­ar­mál­um og bakvakt vegna heim­il­isof­beld­is tek­ur gildi.

      • 3. Styrk­ir-á sviði fjöl­skyldu­mála 2015201503132

        Styrkbeiðnir 2015

        Yf­ir­lit yfir styrk­beiðn­ir á sviði fjöl­skyldu­mála árið 2015 kynnt­ar.
        Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um gegn at­kvæði M-lista að veita Kvenna­at­hvarinu styrk að upp­hæð 100.000 krón­ur, Pak­in­sons­sam­tök­un­um 75.000 krón­ur og Stíga­mót­um 50.000 krón­ur. Um­sókn klúbbs­ins Geys­is synjað þar sem um­sókn barst að lokn­um um­sókn­ar­fresti.

        Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar vegna af­stöðu D- og S-lista til hækk­un­ar styrks til Kvenna­at­hvarfs­ins.

        Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar er ósam­mála að full­trú­ar D- og S -lista í fjöl­skyldu­nefnd skuli ekki sjá ástæðu til að óska eft­ir því við bæj­ar­ráð að hækka styrk til Kvenna­at­hvarfs­ins. Mos­fell­ing­ar nýta sér þjón­ustu Kvenna­at­hvarfs­ins til jafns við önn­ur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en veita at­hvarf­inu samt mun lægri styrki en flest þeirra.
        Mos­fells­bær þarf að sýna að hug­ur fylgi máli í bar­átt­unni gegn heim­il­isof­beldi. Það verð­ur ekki gert með öðr­um hætti en þeim að styðja við bak­ið á fé­laga­sam­tök­um sem veita fórn­ar­lömb­um heim­il­isof­beld­is skjól og styðja þau í við­leitni sinni til að losa sig út úr slík­um að­stæð­um.
        Í árs­skýrslu Kvenna­at­hvarfs­ins frá ár­inu 2013
        http://www.kvenna­at­hvarf.is/med­ia/ars­skyrsl­ur/SUK-2013-tp.pdf kem­ur fram að rekstr­ar­styrk­ir at­hvarfs­ins frá op­in­ber­um að­il­um það ár voru mjög mis­jafn­ir.
        Af þeirri ástæðu legg­ur Íbúa­hreyf­ing­in til að styrk­ur­inn verði hækk­að­ur í kr. 200 þús­und.
        Heild­ar­upp­hæð styrkja sem fjöl­skyldu­nefnd út­deil­ir þyrfti að hækka.

        Bók­un D- og S- lista.
        Vegna bókun­ar full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar þá leið­rétta full­trú­ar D-lista og S-lista það sem kem­ur fram í bók­un­inni að þeir sjái ekki ástæðu til að hækka styrki til Kvenna­at­hvarfs­ins. Mos­fells­bær hef­ur um ára­bil styrkt starf Kvenna­at­hvarfs­ins og styð­ur heils­hug­ar starf­semi þeirra sam­taka en fjár­veit­ing­in sem er til ráð­stöf­un­ar er tak­mörk­uð. Þá eru fleiri verk­efni á fjöl­skyldu­sviði sem koma að því að vinna gegn of­beldi gegn kon­um og börn­um og að­stoða kon­ur sem hafa orð­ið fyr­ir of­beldi og sýn­ir þann­ig með ótví­ræð­um hætti að hug­ur fylgi máli í bar­átt­unni gegn of­beldi á heim­il­um. Benda skal á að um­ræða um fjár­hæð styrk­veit­inga fer fram við gerð fjár­hags­áætl­un­ar.

        Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar vegna af­stöðu D- og S- lista til hækk­un­ar styrkja til Stíga­móta.

        Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar er ósam­mála að full­trú­ar S - og D- lista skuli ekki sjá ástæðu til að óska eft­ir því að fjöl­skyldu­nefnd hækki styrk til Stíga­móta.

        Mos­fells­bær þarf að sýna að hug­ur fylgi máli í bar­átt­unni gegn of­beldi. Það verð­ur ekki gert með öðr­um hætti en þeim að styðja við bak­ið á fé­laga­sam­tök­um sem veita fórn­ar­lömb­um of­beld­is, stuðn­ing.

        Af þeirri ástæðu legg­ur Íbúa­hreyf­ing­in til að styrk­ur­inn verði hækk­að­ur í sama hlut­falli og styrk­ur til Stíga­móta, úr 50.000 í 100.000.

        Bók­un D- og S- lista.
        Vegna bókun­ar full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar þá leið­rétta full­trú­ar D-lista og S-lista það sem kem­ur fram í bók­un­inni að þeir sjái ekki ástæðu til að hækka styrk til Stíga­móta. Mos­fells­bær hef­ur um ára­bil styrkt starf Stíga­móta og styð­ur heils­hug­ar starf­semi þeirra sam­taka en fjár­veit­ing­in sem er til ráð­stöf­un­ar er tak­mörk­uð. Þá eru fleiri verk­efni á fjöl­skyldu­sviði sem koma að því að vinna gegn of­beldi gegn kon­um og börn­um og að­stoða kon­ur sem hafa orð­ið fyr­ir of­beldi og sýn­ir þann­ig með ótví­ræð­um hætti að hug­ur fylgi máli í bar­átt­unni gegn of­beldi á heim­il­um. Benda skal á að um­ræða um fjár­hæð styrk­veit­inga fer fram við gerð fjár­hags­áætl­un­ar.

        • 4. Er­indi Kvenna­at­hvarfs um rekstr­ar­styrk 2015201410303

          Umsókn um rekstrarstyrk árið 2015.

          Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um gegn at­kvæði M-lista að veita styrk að upp­hæð 100.000 krón­ur.

          • 5. Er­indi Park­in­son­sam­tak­anna varð­andi radd­þjálf­un­ar­nám­skeið201408414

            Erindi Parkinsonsamtakanna varðandi styrkbeiðni kr. 100 þús til þess að halda raddþjálfunarnámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð vísar erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.

            Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um gegn at­kvæði M-lista að veita styrk að upp­hæð 75.000 krón­ur.

            • 6. Styrk­beiðni Stíga­móta fyr­ir árið 2015201412358

              Styrkbeiðni v. 2015

              Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um gegn at­kvæði M-lista að veita styrk að upp­hæð 50.000 krón­ur.

              • 7. Er­indi Styrkt­ar­fé­lags klúbbs­ins Geys­is varð­andi styrk­beiðni 2015201503346

                Með umsókn eru 3 bæklingar, kynning á starfseminni. VS

                Fjöl­skyldu­nefnd get­ur ekki orð­ið við er­ind­inu þar sem um­sókn­in barst að lokn­um um­sókn­ar­fresti vegna ráð­stöf­un­ar styrkja árið 2015.

                • 8. Styrk­ur til barna í efna­litl­um fjöl­skyld­um201502054

                  Kvenfélag Mosfellsbæjar styrkir börn í efnalitlum fjölskyldum.

                  Minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs dags. 23.fe­brú­ar 2015, kynnt.
                  Fjöl­skyldu­nefnd tek­ur und­ir orð fram­kvæmda­stjóra og þakk­ar Kven­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar fyr­ir þann góða hug og sam­fé­lags­legu ábyrgð sem fé­lag­ið sýn­ir með því að láta ágóða af jóla­ba­s­ar fé­lags­ins renna til barna í efna­litl­um fjöl­skyld­um.

                  • 9. Jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar 2014-20172014081479

                    Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-2017 og framkvæmdaáætlun jafnréttismála 2014-2017 lagðar fram til samþykktar.

                    Fram­kvæmda­áætlun jafn­rétt­isáætl­un­ar 2014-2017 kynnt og yf­ir­farin. Hug­mynd­ir um þema jafn­rétt­is­dags rædd­ar.

                    Fundargerðir til staðfestingar

                    • 10. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 896201503018F

                      Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.

                      Af­greiðsla 896. trún­að­ar­mála­mála­fund­ar af­greidd á 228. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar eins og ein­stök mál bera með sér.

                      • 16. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 895201503014F

                        Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.

                        Lagt fram.

                        Fundargerðir til kynningar

                        • 11. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 890201502022F

                          Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.

                          Lagt fram.

                          • 12. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 891201502024F

                            Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.

                            Lagt fram.

                            • 13. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 892201503004F

                              Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.

                              Lagt fram.

                              • 14. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 893201503005F

                                Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.

                                Lagt fram.

                                • 15. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 894201503011F

                                  Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.

                                  Lagt fram.

                                  • 17. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 307201502023F

                                    Barnavernarmál, afgreiðsla fundar.

                                    Lagt fram.

                                    • 18. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 308201503007F

                                      Barnavernarmál, afgreiðsla fundar.

                                      Lagt fram.

                                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.