18. mars 2015 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Hjördís Bjartmars Arnardóttir (HBA) 1. varamaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Berglind Ósk B. Filippíudóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Lögreglustjórans-ósk um samstarf bæjaryfirvalda í málefnum er varða heimilisofbeldi201412143
Erindi Lögreglustjórans-ósk um samstarf bæjaryfirvalda í málefnum er varða heimilisofbeldi. Umsagnir starfsmanna lagðar fram.
Kynnt samþykkt bæjarráðs á 1202. fundi um samstarf Mosfellsbæjar og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í verkefni um samstarf í málefnum er varða heimilisofbeldi.
Almenn erindi
3. Styrkir-á sviði fjölskyldumála 2015201503132
Styrkbeiðnir 2015
Yfirlit yfir styrkbeiðnir á sviði fjölskyldumála árið 2015 kynntar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn atkvæði M-lista að veita Kvennaathvarinu styrk að upphæð 100.000 krónur, Pakinsonssamtökunum 75.000 krónur og Stígamótum 50.000 krónur. Umsókn klúbbsins Geysis synjað þar sem umsókn barst að loknum umsóknarfresti.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar vegna afstöðu D- og S-lista til hækkunar styrks til Kvennaathvarfsins.Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar er ósammála að fulltrúar D- og S -lista í fjölskyldunefnd skuli ekki sjá ástæðu til að óska eftir því við bæjarráð að hækka styrk til Kvennaathvarfsins. Mosfellingar nýta sér þjónustu Kvennaathvarfsins til jafns við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu en veita athvarfinu samt mun lægri styrki en flest þeirra.
Mosfellsbær þarf að sýna að hugur fylgi máli í baráttunni gegn heimilisofbeldi. Það verður ekki gert með öðrum hætti en þeim að styðja við bakið á félagasamtökum sem veita fórnarlömbum heimilisofbeldis skjól og styðja þau í viðleitni sinni til að losa sig út úr slíkum aðstæðum.
Í ársskýrslu Kvennaathvarfsins frá árinu 2013
http://www.kvennaathvarf.is/media/arsskyrslur/SUK-2013-tp.pdf kemur fram að rekstrarstyrkir athvarfsins frá opinberum aðilum það ár voru mjög misjafnir.
Af þeirri ástæðu leggur Íbúahreyfingin til að styrkurinn verði hækkaður í kr. 200 þúsund.
Heildarupphæð styrkja sem fjölskyldunefnd útdeilir þyrfti að hækka.Bókun D- og S- lista.
Vegna bókunar fulltrúa Íbúahreyfingarinnar þá leiðrétta fulltrúar D-lista og S-lista það sem kemur fram í bókuninni að þeir sjái ekki ástæðu til að hækka styrki til Kvennaathvarfsins. Mosfellsbær hefur um árabil styrkt starf Kvennaathvarfsins og styður heilshugar starfsemi þeirra samtaka en fjárveitingin sem er til ráðstöfunar er takmörkuð. Þá eru fleiri verkefni á fjölskyldusviði sem koma að því að vinna gegn ofbeldi gegn konum og börnum og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi og sýnir þannig með ótvíræðum hætti að hugur fylgi máli í baráttunni gegn ofbeldi á heimilum. Benda skal á að umræða um fjárhæð styrkveitinga fer fram við gerð fjárhagsáætlunar.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar vegna afstöðu D- og S- lista til hækkunar styrkja til Stígamóta.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar er ósammála að fulltrúar S - og D- lista skuli ekki sjá ástæðu til að óska eftir því að fjölskyldunefnd hækki styrk til Stígamóta.
Mosfellsbær þarf að sýna að hugur fylgi máli í baráttunni gegn ofbeldi. Það verður ekki gert með öðrum hætti en þeim að styðja við bakið á félagasamtökum sem veita fórnarlömbum ofbeldis, stuðning.
Af þeirri ástæðu leggur Íbúahreyfingin til að styrkurinn verði hækkaður í sama hlutfalli og styrkur til Stígamóta, úr 50.000 í 100.000.
Bókun D- og S- lista.
Vegna bókunar fulltrúa Íbúahreyfingarinnar þá leiðrétta fulltrúar D-lista og S-lista það sem kemur fram í bókuninni að þeir sjái ekki ástæðu til að hækka styrk til Stígamóta. Mosfellsbær hefur um árabil styrkt starf Stígamóta og styður heilshugar starfsemi þeirra samtaka en fjárveitingin sem er til ráðstöfunar er takmörkuð. Þá eru fleiri verkefni á fjölskyldusviði sem koma að því að vinna gegn ofbeldi gegn konum og börnum og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi og sýnir þannig með ótvíræðum hætti að hugur fylgi máli í baráttunni gegn ofbeldi á heimilum. Benda skal á að umræða um fjárhæð styrkveitinga fer fram við gerð fjárhagsáætlunar.4. Erindi Kvennaathvarfs um rekstrarstyrk 2015201410303
Umsókn um rekstrarstyrk árið 2015.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn atkvæði M-lista að veita styrk að upphæð 100.000 krónur.
5. Erindi Parkinsonsamtakanna varðandi raddþjálfunarnámskeið201408414
Erindi Parkinsonsamtakanna varðandi styrkbeiðni kr. 100 þús til þess að halda raddþjálfunarnámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð vísar erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn atkvæði M-lista að veita styrk að upphæð 75.000 krónur.
6. Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2015201412358
Styrkbeiðni v. 2015
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn atkvæði M-lista að veita styrk að upphæð 50.000 krónur.
7. Erindi Styrktarfélags klúbbsins Geysis varðandi styrkbeiðni 2015201503346
Með umsókn eru 3 bæklingar, kynning á starfseminni. VS
Fjölskyldunefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem umsóknin barst að loknum umsóknarfresti vegna ráðstöfunar styrkja árið 2015.
8. Styrkur til barna í efnalitlum fjölskyldum201502054
Kvenfélag Mosfellsbæjar styrkir börn í efnalitlum fjölskyldum.
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 23.febrúar 2015, kynnt.
Fjölskyldunefnd tekur undir orð framkvæmdastjóra og þakkar Kvenfélagi Mosfellsbæjar fyrir þann góða hug og samfélagslegu ábyrgð sem félagið sýnir með því að láta ágóða af jólabasar félagsins renna til barna í efnalitlum fjölskyldum.9. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-20172014081479
Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-2017 og framkvæmdaáætlun jafnréttismála 2014-2017 lagðar fram til samþykktar.
Framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar 2014-2017 kynnt og yfirfarin. Hugmyndir um þema jafnréttisdags ræddar.
Fundargerðir til staðfestingar
10. Trúnaðarmálafundur - 896201503018F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Afgreiðsla 896. trúnaðarmálamálafundar afgreidd á 228. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.
16. Trúnaðarmálafundur - 895201503014F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.
Fundargerðir til kynningar
11. Trúnaðarmálafundur - 890201502022F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.
12. Trúnaðarmálafundur - 891201502024F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.
13. Trúnaðarmálafundur - 892201503004F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.
14. Trúnaðarmálafundur - 893201503005F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.
15. Trúnaðarmálafundur - 894201503011F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar.
Lagt fram.