15. nóvember 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Eir hjúkrunarheimili201211098
Málefni Eirar hjúkrunarheimilis, Sigurður Rúnar Sigurjónsson framkvæmdastjóri mætir á fundinn og fer yfir stöðu hjúkrunarheimilisins.
Á fundinn var mættur Sigurður Rúnar Sigurjónsson (SRS) framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar.
Framkvæmdastjórinn fór yfir og útskýrði stöðu hjúkrunarheimilisins Eirar og svaraði að því loknu spurningum fundarmanna.Til máls tóku: SRS, HP, HSv, JS, JJB, HS og KT.
Erindið lagt fram að þessu loknu.
2. Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I200605022
Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I Erindið var á dagskrá 1097. fundar bæjarráðs þar sem afgreiðslu þess var frestað.
Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I.
Til máls tóku: HP, JJB og HSv.
Svarbréf framkæmdastjóra stjórnsýslusviðs frá því í júní sl. lagt fram en bréfið er í samræmi við fyrri samþykkt bæjarráðs.
3. Endurnýjun lóðarleigusamninga201107175
Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar óskar eftir leiðbeiningu bæjarráðs hvað varðar atriði er lúta að endurnýjun lóðarleigusamninga í eldri hverfum bæjarins sem eru að renna út.
Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar óskar eftir leiðbeiningu bæjarráðs hvað varðar atriði er lúta að endurnýjun lóðarleigusamninga í eldri hverfum bæjarins sem eru að renna út.
Til máls tóku: HP, JS, SÓJ, HSv, JJB, HS og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að vinna reglur um endurnýjun lóðarleigusamninga.
4. Erindi frá Kyndli varðandi klifurvegg201210016
Erindi björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbær þar sem óskað er eftir 600 þúsund króna styrk vegna byggingar klifurveggs. Áður á dagskrá 1093. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs. Hjálögð er umsögn frá sviðinu.
Erindi björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbær þar sem óskað er eftir 600 þúsund króna styrk vegna byggingar klifurveggs.
Til máls tóku: HP, HS, HSv og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila menningarsviði að styrkja verkefnið og verði styrkupphæðin kr. 600 þúsund tekin af liðnum ýmsir styrkir til íþrótta- og tómstundamála á menningarsviði.
5. Staðgreiðsluskil201210062
Fjármálastjóri kynnir staðgreiðsluskil til og með október mánaðar 2012.
Fjármálastjóri kynnir staðgreiðsluskil til og með október mánaðar 2012.
Erindið lagt fram.
6. Erindi frá Landsbyhggðin lifi varðandi styrkbeiðni201211036
Erindi frá Landsbyhggðin lifi þar sem óskað er eftir 50 - 100 þúsund króna styrk til starfssemi félagsins sem er fólgin í því að stykja sína heimabyggð og byggð á landinu.
Erindi frá Landsbyhggðin lifi þar sem óskað er eftir 50 - 100 þúsund króna styrk til starfssemi félagsins sem er fólgin í því að stykja sína heimabyggð og byggð á landinu.
Til máls tóku: HP og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
7. Rekstaráætlun Sorpu bs. 2013 og fimm ára rekstaráætlun 2013-2017201211037
Sorpa bs. sendir rekstraráætlun sína fyrir árin 2013 til 2017, sem samþykkt var í stjórn Sorpu bs., til borgarráðs og bæjarráða aðildarsveitarfélaganna.
Sorpa bs. sendir rekstraráætlun sína fyrir árin 2013 til 2017, sem samþykkt var í stjórn Sorpu bs., til borgarráðs og bæjarráða aðildarsveitarfélaganna.
Til máls tóku: HP, HSv og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins.
8. Uppgræðsla í beitarhólfinu á Mosfellsheiði 2013 - beiðni um styrk201211042
Erindi Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir framlagi að upphæð 150 þúsund krónur á árinu 2013 vegna uppgræðsluverkefnis í beitarhólfi á Mosfellsheiði.
Erindi Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir framlagi að upphæð 150 þúsund krónur á árinu 2013 vegna uppgræðsluverkefnis í beitarhólfi á Mosfellsheiði.
Til máls tóku: HP, JJB og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.
9. Erindi Hestamannafélagsins Harðar útgáfu á sögu félagsins201211059
Erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir styrk bæjarins vegna útgáfu á bókar í tilefni af 60 ára sögu félagsins.
Erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir styrk bæjarins vegna útgáfu á bókar í tilefni af 60 ára sögu félagsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar menningarmálanefndar.
10. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaáætlun201211060
Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á umsögn varðandi frumvarp til breytinga á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaáætlun.
Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á umsögn varðandi frumvarp til breytinga á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaáætlun.
Erindið lagt fram.
11. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs201211062
Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á umsögn varðandi frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs.
Erindi Alþingis þar sem gefinn er kostur á umsögn varðandi frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.