Mál númer 201211098
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Á fundinn mættu forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins Eirar og kynntu þeir stöðu og næstu skref í málefnum hjúkrunarheimilisins.
Afgreiðsla 1121. fundar bæjarráðs lögð fram á 606. fundi bæjarstjórnar.
- 16. maí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1121
Á fundinn mættu forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins Eirar og kynntu þeir stöðu og næstu skref í málefnum hjúkrunarheimilisins.
Á fundinn mættu undir þessum dagskrárlið Jón Sigurðsson (JSi) stjórnarformaður Eirar, Helgi Jóhannesson (HJó) lögmaður Eirar og Sigurður Rúnar Sigurjónsson framkvæmdastjóri Eirar (SRS).
Einnig mættur á fundinn Ásgeir Sigurgestsson (ÁS) verkefnafulltrúi á fjölskyldusviði Mosfellsbæjar.
Fulltrúar Eirar kynntu og svöruðu spurningum um stöðu og framtíð Eirar. - 21. nóvember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #594
Málefni Eirar hjúkrunarheimilis, Sigurður Rúnar Sigurjónsson framkvæmdastjóri mætir á fundinn og fer yfir stöðu hjúkrunarheimilisins.
Á fundinn var mættur Sigurður Rúnar Sigurjónsson (SRS) framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar.$line$Framkvæmdastjórinn fór yfir og útskýrði stöðu hjúkrunarheimilisins Eirar og svaraði að því loknu spurningum fundarmanna.$line$$line$Erindið lagt fram að þessu loknu.$line$$line$Lagt fram á 594. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$$line$Til máls tóku: JJB, BH, JS, HSv, HP og KT. $line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ krefst þess að stjórn Eirar axli ábyrgð á greiðsluþroti stofnunarinnar með því að víkja. Eir skuldar átta milljarða, þar af eiga heimilismenn tvo milljarða sem þeir hafa lagt inn sem búsetutryggingu. Þeir fjármunir kunna að glatast.$line$Í fjölmiðlum hefur komið fram að í stað þess að stöðva byggingaframkvæmdir í kjölfar hrunsins hafi stjórnendur Eirar tekið ákvörðun um að halda áfram með byggingu nýrra íbúða. Sú ákvörðun reyndist afdrifarík. Til að fjármagna framkvæmdirnar voru peningar íbúðarétthafa notaðir. Stjórnendur hafi þannig notað peninga frá heimilismönnum sem ódýr lán í stað þess að reyna að ávaxta féð. Treyst var á að þensla á fasteignamarkaði héldi áfram en þegar markaðurinn lamaðist syrti í álinn. Þá er formaður stjórnar Eirar sagður hafa vitað strax árið 2011 að stofnunin væri á leið í greiðsluþrot. Engu að síður hafi verið haldið áfram að gera samninga við nýja íbúa. Slíkt er merki um alvarlegan dómgreindarbrest. Rétt væri að vísa málinu til lögreglu.$line$Ljóst er að trúverðugleiki Eirar hefur beðið hnekki. Traust milli heimilsmanna, aðstandenda þeirra og stjórnar Eirar er brostið. Til að Eir megi öðlast nauðsynlegan trúverðugleika er afsögn sitjandi stjórnar óhjákvæmilegt fyrsta skref.$line$Jón Jósef Bjarnason.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista.$line$Harmað er að málefni Eirar séu í þeirri stöðu sem raun ber vitni og komið hefur fram í fjölmiðlum. Stofnaður hefur verið aðgerðarhópur á vegum Eirar til að taka á þessum málum. Mikilvægt er að við þá vinnu verði hagsmunir íbúa fyrst og fremst hafðir að leiðarljósi. Fulltrúi Mosfellsbæjar í fulltrúarráði Eirar sem jafnframt var kjörinn af því í stjórn stofnunarinnar hefur sagt sig frá stjórnarsetu til þess að leggja áherslu á að stjórnin fái endurnýjað umboð. Hann lagði það jafnframt ítrekað til innan stjórnarinnar að hún segði öll af sér. Mosfellsbær mun fylgjast áfram vel með þessu máli með hagsmuni íbúa að leiðarljósi.
- 15. nóvember 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1098
Málefni Eirar hjúkrunarheimilis, Sigurður Rúnar Sigurjónsson framkvæmdastjóri mætir á fundinn og fer yfir stöðu hjúkrunarheimilisins.
Á fundinn var mættur Sigurður Rúnar Sigurjónsson (SRS) framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar.
Framkvæmdastjórinn fór yfir og útskýrði stöðu hjúkrunarheimilisins Eirar og svaraði að því loknu spurningum fundarmanna.Til máls tóku: SRS, HP, HSv, JS, JJB, HS og KT.
Erindið lagt fram að þessu loknu.