Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. september 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Barr­holt 23, beiðni um stækk­un lóð­ar201207092

    Áður á dagskrá 584. fundar bæjarstjórnar þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin þar sem fram kemur að beiðni um stækkun lóðar var dregin til baka.

    Til máls tók: HS.
    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fallast á þá beiðni um­sækj­anda að draga um­sókn um stækk­un lóð­ar til baka.

    • 2. Bið­listi fé­lags­legs leigu­hús­næði júní 2012201205265

      Minnisblað Unnar Erlu Þóroddsdóttur félagsráðgjafa til bæjarráðs varðandi leiguhúsnæði verður tengt síðar í dag eða á morgun.

      Til máls tóku: HS og JS
      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fallast á að leigja íbúð í sam­ræmi við minn­is­blað fjöl­skyldu­sviðs. Mis­mun­ur leigu­fjár­hæð­ar verð­ur tek­inn af liðn­um ófyr­ir­séð.

      • 3. Ný­bygg­ing við íþróttamið­stöð­ina að Varmá201202172

        Minnisblað umhverfissviðs verður tengt síðar í dag eða á morgun.

        Til máls tóku: HS, BH, KT, JJB og JBH.
        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að fara í samn­ings­kaupa­ferli þar sem boðn­ar lausn­ir í al­út­boði voru tals­vert yfir kostn­að­ar­við­miði Mos­fells­bæj­ar.

        • 4. Árs­hluta­reikn­ing­ur SORPU bs., janú­ar - júní 2012201209038

          Árshlutareikningur Sorpu bs. janúar - júní 2012 lagður fram til kynningar.

          Til máls tóku: HS, BS, HSv og JBH.
          Árs­hluta­reikn­ing­ur SORPU bs. lagð­ur fram og bæj­ar­stjóra fal­ið að taka mál­efni byggða­sam­lags­ins upp í stjórn SSH.

          • 5. Bréf íbúa vegna mótorkross­braut­ar201209065

            Til máls tóku: HS, KT, JS, JJB, HSv og JBH.
            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og skipu­lags­nefnd­ar.

            • 6. Fund­ir sveit­ar­stjórna með fjár­laga­nefnd Al­þing­is haust­ið 2012201209068

              Fjárlaganefnd Alþingis býður sveitarstjórnum og landshlutasamtökum til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2013.

              Til máls tóku: HS og JS.
              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að taka sam­an hug­mynd­ir að mál­um sem taka ætti upp á fundi með fjár­laga­nefnd Al­þing­is.

              • 7. Gæslu­völl­ur­inn við Njarð­ar­holt201209078

                Hulda Magnúsdóttir bendir í erindinu á slæma umgengni og ástand gæsluvallarins við Njarðarholt. Hjálagt er einnig minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs en þar kemur fram að þegar hefur verið brugðist við að hluta.

                Til máls tóku: HS, JJB, JBH, HSv, BH, KT og JS.
                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að svara bréf­rit­ara og greina frá þeim úr­bót­um sem gerð­ar hafa ver­ið á gæslu­vell­in­um.

                • 8. Áskor­un til eig­enda Strætó bs. til end­ur­skoð­un­ar á stefnu201209094

                  Erindi Stúdentaráðs varðandi nemakort Strætó bs. til uoolýsingar.

                  Til máls tóku: HS, BH, JJB, JS og HSv.
                  Er­indi stúd­enta­ráðs lagt fram til kynn­ing­ar.

                  • 9. Um­sagn­ar­beiðni um frum­varp til nátt­úr­vernd­ar­laga201209125

                    Til máls tóku: HS.
                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og um­hverf­is­nefnd­ar.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30