13. september 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Barrholt 23, beiðni um stækkun lóðar201207092
Áður á dagskrá 584. fundar bæjarstjórnar þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin þar sem fram kemur að beiðni um stækkun lóðar var dregin til baka.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fallast á þá beiðni umsækjanda að draga umsókn um stækkun lóðar til baka.2. Biðlisti félagslegs leiguhúsnæði júní 2012201205265
Minnisblað Unnar Erlu Þóroddsdóttur félagsráðgjafa til bæjarráðs varðandi leiguhúsnæði verður tengt síðar í dag eða á morgun.
Til máls tóku: HS og JS
Samþykkt með þremur atkvæðum að fallast á að leigja íbúð í samræmi við minnisblað fjölskyldusviðs. Mismunur leigufjárhæðar verður tekinn af liðnum ófyrirséð.3. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá201202172
Minnisblað umhverfissviðs verður tengt síðar í dag eða á morgun.
Til máls tóku: HS, BH, KT, JJB og JBH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að fara í samningskaupaferli þar sem boðnar lausnir í alútboði voru talsvert yfir kostnaðarviðmiði Mosfellsbæjar.4. Árshlutareikningur SORPU bs., janúar - júní 2012201209038
Árshlutareikningur Sorpu bs. janúar - júní 2012 lagður fram til kynningar.
Til máls tóku: HS, BS, HSv og JBH.
Árshlutareikningur SORPU bs. lagður fram og bæjarstjóra falið að taka málefni byggðasamlagsins upp í stjórn SSH.5. Bréf íbúa vegna mótorkrossbrautar201209065
Til máls tóku: HS, KT, JS, JJB, HSv og JBH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar.6. Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2012201209068
Fjárlaganefnd Alþingis býður sveitarstjórnum og landshlutasamtökum til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2013.
Til máls tóku: HS og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að taka saman hugmyndir að málum sem taka ætti upp á fundi með fjárlaganefnd Alþingis.7. Gæsluvöllurinn við Njarðarholt201209078
Hulda Magnúsdóttir bendir í erindinu á slæma umgengni og ástand gæsluvallarins við Njarðarholt. Hjálagt er einnig minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs en þar kemur fram að þegar hefur verið brugðist við að hluta.
Til máls tóku: HS, JJB, JBH, HSv, BH, KT og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara og greina frá þeim úrbótum sem gerðar hafa verið á gæsluvellinum.8. Áskorun til eigenda Strætó bs. til endurskoðunar á stefnu201209094
Erindi Stúdentaráðs varðandi nemakort Strætó bs. til uoolýsingar.
Til máls tóku: HS, BH, JJB, JS og HSv.
Erindi stúdentaráðs lagt fram til kynningar.9. Umsagnarbeiðni um frumvarp til náttúrverndarlaga201209125
Til máls tóku: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisnefndar.