Mál númer 201409245
- 19. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #638
Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að lýðræðisstefna Mosfellsbæjar sem samþykkt var í október 2011 verði tekin til endurskoðunar m.a. í ljósi þeirrar reynslu sem á hana er komin.
Afgreiðsla 1188. fundar bæjarráðs samþykkt á 638. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. nóvember 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1188
Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur óskað eftir að lýðræðisstefna Mosfellsbæjar sem samþykkt var í október 2011 verði tekin til endurskoðunar m.a. í ljósi þeirrar reynslu sem á hana er komin.
Fulltrúi M-lista tekur undir það sjónarmið að þverpólitískur starfshópur um lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar hefji endurskoðun á fyrirliggjandi lýðræðisstefnu sem fyrst og gerir að tillögu sinni að við bætist kafli um fulltrúalýðræði, nánar tiltekið um lýðræðislega þætti innra starfs kjörinna fulltrúa á vettvangi bæjarmála og þær lýðræðislegu leikreglur sem um það gildir.
Fulltrúi M-lista gerir einnig að tillögu sinni að verklagsreglur um ritun fundargerða verði endurskoðaðar með það að markmiði að efla áhuga íbúa á bæjarmálum og gera lesendum betur kleift að átta sig á efni máls, þeim sjónarmiðum sem fram koma sé þess óskað, niðurstöðum fundar og hvernig hún er fengin ef það er ekki ljóst. Einnig verði þau gögn sem fylgja fundarboði gerð aðgengileg á vef sveitarfélagsins svo framarlega sem ekki er um trúnaðarupplýsingar að ræða.
Samfara vinnu við lýðræðisstefnu verði samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar endurskoðuð og löguð að nýlegum sveitarstjórnarlaga.Málsmeðferðartillaga gerð um að bæjarráð taki tillögur M lista til meðferðar í vinnu við endurskoðun á lýðræðisstefnu. Málsmeðferðartillagan samþykkt með þremur atkvæðum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð hefji vinnu við endurskoðun lýðræðisstefnunnar. Undirbúningur vinnu hefjist nú þegar.
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir að lýðræðisstefna Mosfellsbæjar sem samþykkt var í október 2011 verði tekin til endurskoðunar m.a. í ljósi þeirrar reynslu sem á hana er komin.
Afgreiðsla 1180. fundar bæjarráðs samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. september 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1180
Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir að lýðræðisstefna Mosfellsbæjar sem samþykkt var í október 2011 verði tekin til endurskoðunar m.a. í ljósi þeirrar reynslu sem á hana er komin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að kalla eftir greinargerð frá umsjónarmönnum lýðræðisstefnunnar um stöðu og framkvæmd hennar frá því hún var samþykkt.