Mál númer 201605067
- 8. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #673
Umsögn lögmanns lögð fram.
Afgreiðsla 1261. fundar bæjarráðs samþykkt á 673. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. júní 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1261
Umsögn lögmanns lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka eftirfarandi skilmála upp í útboðsgögn vegna útboða á vegum Mosfellsbæjar:
„Bjóðandi mun tryggja að allir starfsmenn sem koma munu að verkinu, hvort sem er sem starfsmenn bjóðanda eða undirverktaka, fái laun og starfskjör í samræmi við gildandi kjarasamninga hverju sinni og aðstæður þeirra séu í samræmi við löggjöf á sviði vinnuverndar. Hvenær sem er á samningstíma mun bjóðandi geta sýnt verkkaupa fram á að öll réttindi og skyldur gagnvart þessum starfsmönnum séu uppfyllt. Bjóðandi samþykkir að ef hann getur ekki framvísað gögnum eða sýnt eftirlitsmanni verksins fram á að samningsskyldur séu uppfylltar innan 5 daga frá því ósk um slíkt er borin fram af verkkaupa getur verkkaupi rift verksamningi án frekari fyrirvara eða ákveðið að beita dagsektum sem nemur 0,1% af samningsupphæð fyrir hvern dag sem umbeðnar upplýsingar skortir. Beiting þessara vanefndaúrræða hefur ekki áhrif á gildi verktryggingar.“
- 25. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #672
Óskað hefur verið eftir umræðu um ákvæði útboðsskilmála Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1258. fundar bæjarráðs samþykkt á 672. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1258
Óskað hefur verið eftir umræðu um ákvæði útboðsskilmála Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanns.