Mál númer 201011049
- 17. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #546
Erindið að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar og var því frestað á 1003. fundi bæjarráðs. Engin gögn voru framlögð.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HSv, JS, HS, KT og HP.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga Íbúahreyfingarinnar.<BR>Íbúahreyfingin leggur til að samningur á milli Mosfellsbæjar og golfklúbbsins Kjalar verði rift á þeim forsendum að ekki standi til að byggja þá byggingu sem fyrirhuguð var, farið er fram á endurgreiðslu á því sem þegar hefur verið greitt vegna þessa samnings og golfklúbbnum bent á að sækja aftur um fyrirgreiðslu þegar fyrir liggur hvað hann hyggst fyrir. Íbúahreyfingin er andvíg því að styrkir og eða fjármögnum sem samþykktar hafa verið í bæjarráði eða bæjarstjórn fari í annað en ætlað var þegar ákvörðunin var tekin.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Dagskrártillaga frá bæjarfulltrúa S lista.</DIV><DIV>Tillaga er gerð um að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2011.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillagan borin upp og samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun Íbúahreyfingarinnar vegna afgreiðslu á dagskrártillögu.</DIV><DIV>Íbúahreyfingin vekur athygli á að riftun samningsins á þeim forsendum sem tillaga Íbúahreyfingarinnar leggur til er ekki málefni fjárhagsáætlunar heldur spurning um vinnulag Mosfellsbæjar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 17. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #546
<DIV><DIV>Frestað á 546. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 11. nóvember 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1004
Erindið að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar og var því frestað á 1003. fundi bæjarráðs. Engin gögn voru framlögð.
Til máls tóku: HS, JJB, HSv og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
- 4. nóvember 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1003
Frestað.