Mál númer 201011048
- 17. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #546
Erindið að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar og var því frestað á 1003. fundi bæjarráðs. Engin gögn voru framlögð.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Stefán Ómar Jónsson framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs vék af fundi undir þessum dagskrárlið.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, KT, HSv, HS, BH, HP og JS.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun.<BR>Íbúahreyfingin upplýsir að undir þessum dagskrárlið voru einvörðungu rædd launakjör sviðsstjóra hjá bænum í lauslegum samanburði við 2 bæjarfélög.<BR>Íbúahreyfingin vill að gefnu tilefni minna á að að laun embættismanna bæjarins eru opinberar upplýsingar <BR>Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis er m.a. þetta um laun:<BR> <BR>"Þar hefði komið fram sú afstaða löggjafans að upplýsingar um laun opinberra starfsmanna, þ.e. ákvarðanir um föst laun og önnur föst kjör, væru ekki undanþegnar aðgangi almennings. Öðru máli gegndi hins vegar um greidd heildarlaun á hverjum tíma sem kynnu að vera mismunandi vegna breytilegra atvika eins og yfirvinnu. Þá minnti umboðsmaður á að upplýsingar um ákvarðanir um laun og önnur starfskjör starfsmanna hins opinbera væru í eðli sínu upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna. Rétti til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum væri meðal annars ætlað að auðvelda almenningi að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni, t.d. á vettvangi fjölmiðla og stjórnmála".</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun D- og V lista.</DIV><DIV>Alrangt var að einvörðungu hafi verið rætt um launakjör sviðsstjóra hjá bænum undir umræddu máli.</DIV><DIV><BR>Bókun Íbúahreyfingarinnar gefur algjörlega ranga mynd af efnislegum umræðum undir þessum dagskrárlið á fundi bæjarráðs.<BR>Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi S lista.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 1004. fundar bæjarráðs samþykkt á 546. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
- 17. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #546
<DIV>Frestað á 546. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 11. nóvember 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1004
Erindið að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar og var því frestað á 1003. fundi bæjarráðs. Engin gögn voru framlögð.
Stefán Ómar Jónsson framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: HS, HB, JS, ÓG, JJB og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
- 4. nóvember 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1003
Frestað.