10. maí 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Birta Jóhannesdóttir (BJó) 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Brennisteinsmengun í Mosfellsbæ201203456
Erindi varðandi möguleg áhrif brennisteinsvetnismengunar á lýðheilsu og fasteignir í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: BBj, TGG, SHP, AMEE, BJó, JBH, og ÖJ.
Umhverfisnefnd óskar eftir því að Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis beiti sér fyrir því að styrkur brennisteinsvetnis í Mosfellsbæ verði mældur.
Ennfremur óskar nefndin eftir ítarlegum upplýsingum um málið frá Orkuveitu Reykjavíkur og Umhverfisstofnun.
2. Uppsetning aðkomu- og fræðsluskiltis við friðlandið í Varmárósum201203171
Erindi Umhverfisstofnunar um uppsetningu á fræðsluskilti fyrir friðland í Varmárósum.
Til máls tóku: BBj, TGG, SHP, AMEE, BJó, BÁ, JBH og ÖJ.Umhverfisnefnd fagnar uppsetningu skiltis við friðlandið við Varmárósa.
Umhverfisnefnd leggur til að fræðsluskilti Umhverfisstofnunar verði frekar liggjandi/hallandi heldur en af þeirri gerð sem kynnt hefur verið.
Ennfremur óskar umhverfisnefnd eftir því að texti verði eins ítarlegur og kostur er og myndrænn, s.s af fitjasefinu og fuglum á svæðinu.
Að lokum óskar nefndin eftir því að fá að sjá tillögu að lokahönnun skiltisins.
3. Skýrsla skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2011201205054
Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt á landsvæðum í eigu Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar.
Til máls tóku: BBj, TGG, SHP, AMEE, BJó, BÁ og ÖJ.
Lögð fram til kynningar skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt á landsvæðum í eigu Mosfellsbæjar.
Umhverfisnefnd óskar eftir því að fulltrúar Skógræktarfélags Mosfellsbæjar komi á næsta fund nefndarinnar og kynni fyrirhugaðar gróðursetningar í Mosfellsbæ.
4. Erindi Vígmundar Pálmarssonar varðandi hanagal201203461
Erindi Vígmundar Pálmarssonar varðandi ónæði vegna hanagals við Suður-Reyki lagt fram.
Til máls tóku: BBj, TGG, SHP, AMEE, BJó, BÁ og ÖJ.
Lagt fram erindi varðandi ónæði vegna hanagals við Suður-Reyki.
Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að benda eiganda hana á að þar sem um sé að ræða þéttbýli sé hænsnahald óheimilt nema með sérstöku leyfi bæjaryfirvalda.
Bréfritara verði bent á að einnig er hægt að beina kvörtunum um hávaðaónæði til viðkomandi heilbrigðiseftirlits.
5. Umhverfisstefna Mosfellsbæjar 2012201202170
Umræða um endurnýjun á umhverfisáætlun Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: BBj, TGG, SHP, AMEE, BJó, BÁ og ÖJ.
Umræða um endurnýjun á umhverfisáætlun Mosfellsbæjar.
Umhverfisnefnd telur að umhverfisstefna Mosfellsbæjar sé hluti af Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ, framkvæmdaáætlun og verkefnalistum, og því sé ekki ástæða til að gera sérstaka umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið.
<P style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt" class=MsoNormal><SPAN style="mso-ansi-language: IS"><FONT size=3><FONT face=Calibri>Bókun Íbúahreyfingarinnar og Samfylkingarinnar:</FONT></FONT></SPAN></P><SPAN style="mso-ansi-language: IS"></SPAN><SPAN style="mso-ansi-language: IS"><FONT face=Calibri><P style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt" class=MsoNormal><SPAN style="mso-ansi-language: IS"><FONT size=3>Fulltrúar Íbúahreyfingarinnar og Samfylkingarinnar í umhverfisnefnd óska eftir að gerð verði úttekt á því hvaða markmið í<SPAN style="mso-spacerun: yes"> </SPAN>umhverfisáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2006-2010 urðu að veruleika. Beiðnin er lögð fram í</FONT><A name=_GoBack></A><FONT size=3> þeim tilgangi að öðlast betri yfirsýn yfir stöðu umhverfismála í bæjarfélaginu. Einnig hvort að þau markmið sem greint er frá í umhverfisáætluninni hafi verið samræmd markmiðum og aðgerðaráætlun Staðardagskrár 21 til ársins 2020.<?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></FONT></SPAN></P></FONT></SPAN>
6. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012201202171
Drög að Verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2012 þar sem fram koma tillögur sviða bæjarins lögð fram.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: BBj, TGG, SHP, AMEE, BJó, BÁ og ÖJ.</DIV><DIV>Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2012 þar sem fram koma tillögur sviða bæjarins.</DIV><DIV>Umhverfisstjóra falið að vinna skjalið áfram í samræmi við umræður á fundinum, senda á nefndarmenn til athugasemda.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
7. Skýrsla um starfsemi umhverfissviðs 2011201202211
Lögð fram ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2011 sem bæjarráð vísar til umhverfisnefndar til upplýsinga. Málinu var frestað á 131. fundi umhverfisnefndar.
Til máls tóku: BBj, TGG, SHP, AMEE, BJó, BÁ og ÖJ.
Lögð fram til upplýsinga ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2011 sem bæjarráð vísað til umhverfisnefndar.
8. Úttekt á ástandi eldri hverfa201201381
Úttektarskýrslu umhverfissviðs um ástand eldri hverfa vísað frá bæjarráði til umhverfisnefndar til kynningar. Málinu var frestað á 131. fundi umhverfisnefndar.
Til máls tóku: BBj, TGG, SHP, AMEE, BJó, BÁ og ÖJ.
Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla umhverfissviðs um ástand eldri hverfa sem bæjarráð vísaði til umhverfisnefndar.