Mál númer 201203461
- 23. maí 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #581
Erindi Vígmundar Pálmarssonar varðandi ónæði vegna hanagals við Suður-Reyki lagt fram.
<DIV><P>Erindið lagt fram á 132. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 581. fundi bæjarstjórnar.</P></DIV>
- 10. maí 2012
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #132
Erindi Vígmundar Pálmarssonar varðandi ónæði vegna hanagals við Suður-Reyki lagt fram.
Til máls tóku: BBj, TGG, SHP, AMEE, BJó, BÁ og ÖJ.
Lagt fram erindi varðandi ónæði vegna hanagals við Suður-Reyki.
Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að benda eiganda hana á að þar sem um sé að ræða þéttbýli sé hænsnahald óheimilt nema með sérstöku leyfi bæjaryfirvalda.
Bréfritara verði bent á að einnig er hægt að beina kvörtunum um hávaðaónæði til viðkomandi heilbrigðiseftirlits.