3. apríl 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stofnun opinbers hlutafélags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu - erindi SSH202503700
Erindi frá SSH varðandi stofnun opinbers hlutafélags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu lagt fram til afgreiðslu.
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH kom á fundinn og kynnti málið ásamt Hildigunni Hafsteinsdóttur, lögfræðingi SSH og Birgi Birni Sigurjónssyni, ráðgjafa.
Bæjarráð þakkar fulltrúum SSH fyrir greinargóða kynningu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í stofnun nýs opinbers hlutafélags um almenningssamgöngur, Almenningssamgöngur ohf., á grundvelli fyrirliggjandi stofngagna. Stofnframlag nýs félags er 1 ma.kr. og ber Mosfellsbær 3,65% eða 36,5 m.kr. sem greiðist með átta mánaðarlegum greiðslum. Framlagið rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar. Bæjarráð veitir bæjarstjóra fullt umboð til að undirrita stofnskjöl félags um stofnun Almenningssamgangna ohf., þ.e. samþykktir, stofnsamning og hluthafasamkomulag, fyrir hönd Mosfellsbæjar.Gestir
- Pétur Jens Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
2. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024202503027
Drög að ársreikningi Mosfellsbæjar vegna 2024 lögð fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2024 lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2024 með áritun sinni og vísar honum til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar, sbr. 3. mgr. 61. gr. laga sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrri umræða bæjarstjórnar er fyrirhuguð þann 9. apríl 2025 og síðari umræða þann 30. apríl 2025.
Bæjarráð samþykkir jafnframt með fimm atkvæðum ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar vegna ársins 2024.
Gestir
- Pétur Jens Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
3. Uppbygging íbúðarhluta Blikastaðalands.202502511
Erindi Byggingafélagsins Bakka vegna uppbyggingarsamnings um Blikastaðaland lagt fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi drög að bréfi.
4. Ársskýrsla vegna urðunarstaðar í Álfsnesi 2024202503153
Lovísa Jónsdóttir vék af fundi kl. 9:09.Skýrsla frá Sorpu bs.um úrgangsstjórnun urðunarstaðar í Álfsnesi árið 2024 lögð fram til kynningar.
Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með góðan framgang verkefnisins, en á árinu 2024 dróst urðun saman um 90% eða úr 53.691 í 5.067 tonn og þar af var ekkert urðað af lyktarsterkum lífrænum úrgangi og ekkert af bögguðum eða blönduðum úrgangi. Það sýnir sig að metnaðarfullar áætlanir og staðfesta Mosfellsbæjar í málinu eru grundvöllur góðrar stöðu.
5. Aðalfundur Sorpu bs.202503619
Boð á aðalfund Sorpu bs. sem boðaður hefur verið miðvikudaginn 9. apríl kl. 16:00 lagt fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.