Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. mars 2025 kl. 13:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Korputún 7-11 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1202502405

    Lögð er fram til kynningar og umfjöllunar skipulagsfulltrúa byggingarleyfisumsókn, aðaluppdrættir og lóðahönnun að Korputúni 7-11. Til samræmis við ákvæði í kafla 3.3. í deiliskipulagi Korputúns, vistvæns atvinnukjarna í Blikastaðalandi, veitir skipulagsfulltrúi umsögn fyrir útgáfu leyfa. Sótt er um leyfi fyrir 11.088,9 m2 stálgrindar verslunar- og lagerhúsnæði um 16,5 m á hæð. Hjálögð er skoðunarskýrsla skipulagsfulltrúa, umsagnir og athugasemdir hönnunar til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins.

    Með vís­an í fyr­ir­liggj­andi sam­an­tekt bend­ir skipu­lags­full­trúi á að kröf­um um út­lit og ásýnd að­komu Korpu­túns er ekki fyllt. Þá tek­ur hönn­un ekki mið af ákvæð­um um upp­brot og er því mann­virki mjög frekt í um­hverfi sínu. Hönn­un klæðn­inga er eins­leit og líf­laus, með til­lit til um­fang mann­virk­is. Óljóst er hvort gróð­ur muni geta þrif­ist og lífgað upp á lang­hlið­ar. Þá skal huga að hæð­um bygg­inga og merk­ing­um. Mik­il­vægt er að inn­við­ir og lóða­frá­gang­ur styðji við sýn um um­hverf­i­s­væna og virka ferða­máta. Á grund­velli deili­skipu­lags tel­ur skipu­lags­full­trúi að at­huga­semd­ir séu þess eðl­is að bygg­ing­ar­full­trúa sé ekki heim­ilt að af­greiða eða sam­þykkja bygg­ingaráform, til sam­ræm­is við ákvæði bygg­ing­ar­reglu­gerðar nr. 112/2012.

  • 2. Fossa­tunga 28 og 33 - Deili­skipu­lags­breyt­ing202501589

    Skipulagsnefnd samþykkti á 624. fundi sínum að kynna og auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Fossatungu 28 og 33 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan og gögn voru kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, í Skipulagsgáttinni, í Mosfellingi og með kynningarbréfum til aðliggjandi hagaðila og húseigenda. Umsagnafrestur var frá 06.02.2025 til og með 07.03.2025. Engar athugasemdir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við til­lög­una, með vís­an í 3. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoð­ast til­lag­an sam­þykkt og mun skipu­lags­full­trúi ann­ast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.

  • 3. Lyng­hóls­veg­ur 21 L125365 - deili­skipu­lags­breyt­ing202409250

    Skipulagsnefnd samþykkti á 624. fundi sínum að kynna og auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundasvæði 526-F að Lynghólsvegi 17-23, breyting er snertir aðeins fasteign Lynghólsvegar 21, samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan og gögn voru kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, í Skipulagsgáttinni, í Mosfellingi og með kynningarbréfum til aðliggjandi hagaðila og húseigenda. Umsagnafrestur var frá 06.02.2025 til og með 07.03.2025. Engar athugasemdir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við til­lög­una, með vís­an í 3. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoð­ast til­lag­an sam­þykkt og mun skipu­lags­full­trúi ann­ast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00