12. mars 2025 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Korputún 7-11 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1202502405
Lögð er fram til kynningar og umfjöllunar skipulagsfulltrúa byggingarleyfisumsókn, aðaluppdrættir og lóðahönnun að Korputúni 7-11. Til samræmis við ákvæði í kafla 3.3. í deiliskipulagi Korputúns, vistvæns atvinnukjarna í Blikastaðalandi, veitir skipulagsfulltrúi umsögn fyrir útgáfu leyfa. Sótt er um leyfi fyrir 11.088,9 m2 stálgrindar verslunar- og lagerhúsnæði um 16,5 m á hæð. Hjálögð er skoðunarskýrsla skipulagsfulltrúa, umsagnir og athugasemdir hönnunar til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins.
Með vísan í fyrirliggjandi samantekt bendir skipulagsfulltrúi á að kröfum um útlit og ásýnd aðkomu Korputúns er ekki fyllt. Þá tekur hönnun ekki mið af ákvæðum um uppbrot og er því mannvirki mjög frekt í umhverfi sínu. Hönnun klæðninga er einsleit og líflaus, með tillit til umfang mannvirkis. Óljóst er hvort gróður muni geta þrifist og lífgað upp á langhliðar. Þá skal huga að hæðum bygginga og merkingum. Mikilvægt er að innviðir og lóðafrágangur styðji við sýn um umhverfisvæna og virka ferðamáta. Á grundvelli deiliskipulags telur skipulagsfulltrúi að athugasemdir séu þess eðlis að byggingarfulltrúa sé ekki heimilt að afgreiða eða samþykkja byggingaráform, til samræmis við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
2. Fossatunga 28 og 33 - Deiliskipulagsbreyting202501589
Skipulagsnefnd samþykkti á 624. fundi sínum að kynna og auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Fossatungu 28 og 33 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan og gögn voru kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, í Skipulagsgáttinni, í Mosfellingi og með kynningarbréfum til aðliggjandi hagaðila og húseigenda. Umsagnafrestur var frá 06.02.2025 til og með 07.03.2025. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.
3. Lynghólsvegur 21 L125365 - deiliskipulagsbreyting202409250
Skipulagsnefnd samþykkti á 624. fundi sínum að kynna og auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundasvæði 526-F að Lynghólsvegi 17-23, breyting er snertir aðeins fasteign Lynghólsvegar 21, samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan og gögn voru kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, í Skipulagsgáttinni, í Mosfellingi og með kynningarbréfum til aðliggjandi hagaðila og húseigenda. Umsagnafrestur var frá 06.02.2025 til og með 07.03.2025. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.