Mál númer 202502238
- 15. maí 2025
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #443
Umsóknir um styrki úr Klörusjóði teknar til umfjöllunar og afgreiðslu. Alls bárust 14 umsóknir um styrki úr Klörusjóði að þessu sinni. Eftirfarandi umsóknir bárust: Að plægja akurinn - Jóga og núvitund fyrir vellíðan og vöxt barna í leik - Leirvogstunguskóli Agastefna Höfðabergs - Höfðaberg Félagsfærni í fókus - Varmárskóli Fjölbreytt afþreying í útiveru og útinámi - Helgafellsskóli Hugsandi kennslurými - Kvíslarskóli Hvörfin í Hegranesi - Kvíslarskóli Leikum af fingrum fram - Börnin okkar og útiveran, leikskólalóðin og leiksvæðið - Leirvogstunguskóli Litlir vísindamenn - Höfðaberg Solihull innleiðing - geðrækt í samreknum leik- og grunnskóla Sterkari saman - sterk miðja - Lágafellsskóli Tónlistarsmiðjur Listaskóla Mosfellsbæjar í leikskólum Mosfellsbæjar - Listaskóli Mosfellsbæjar Upp - ferðalag til vaxtar - Helgafellsskóli Upplýsinga- og tæknimennt í námsveri Lágafellsskóla með áherslu á forritun og sköpun - Lágafellsskóli Útinám í Helgafellsskóla - Helgafellsskóli
Fræðslunefnd þakkar umsækjendum fyrir áhugaverðar og metnaðarfullar umsóknir.
Lagt er til við bæjarstjórn að eftirfarandi umsóknir hljóti styrk úr Klörusjóði árið 2025:
Félagsfærni í fókus - Varmárskóli - 700.000 kr.
Hvörfin í Hegranesi - Kvíslarskóli - 200.000 kr.
Solihull innleiðing - geðrækt í samreknum leik- og grunnskóla - Krikaskóli - 550.000 kr.
Sterkari saman - sterk miðja - Lágafellsskóli - 700.000 kr.
Tónlistarsmiðjur Listaskóla Mosfellsbæjar í leikskólum Mosfellsbæjar - 1.200.000 kr.
Upplýsinga og tæknimennt í námsveri í Lágafellsskóla með áherslu á forritun og sköpun - Lágafellsskóli - 150.000 kr. - 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Áhersluatriði vegna úthlutunar úr Klörusjóði fyrir árið 2025.
Afgreiðsla 440. fundar fræðslunefndar staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. febrúar 2025
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #440
Áhersluatriði vegna úthlutunar úr Klörusjóði fyrir árið 2025.
Fræðslunefnd samþykkir að auglýsa umsóknir úr Klörusjóði fyrir 2025 og að áhersluatriði umsóknar að þessu sinni verði með vísan í “Börnin okkar?, aðgerðaráætlun Mosfellsbæjar sem snýr að bættu umhverfi í þágu barna og ung-linga.