7. nóvember 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Útsvarsprósenta 2025202410713
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2025.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2. Innri endurskoðun Mosfellsbæjar202402314
Úttektarskýrsla Deloitte á sviði innri endurskoðunar 2024 lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um úrvinnslu úttektarskýrslu Deloitte.
3. Meðferðardeild fyrir börn í Farsældartúni í Mosfellsbæ202410416
Upplýsingar tengdar fyrirhugaðri uppbyggingu og starfsemi á Farsældartúni lagðar fram.
Svar bæjarstjóra við fyrirspurn tengdri fyrirhugaðri uppbyggingu og starfsemi á Farsældartúni lagt fram til kynningar.
4. Fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2025202410720
Fjárhagsáætlun skíðasvæðanna ásamt gjaldskrá fyrir árið 2025 lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun skíðasvæðanna til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
5. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2024202410654
Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem upplýst er um ágóðahlutagreiðslu 2024.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að koma með tillögu að verkefnum sem styrkurinn verði nýttur í. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.