17. október 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
- Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir skrifstofa umbóta og þróunar
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2024202401164
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með 5 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Um er að ræða langtímalán kr. 900.000.000, með lokagjalddaga þann 30. október 2039, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2410_58.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreindu, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.2. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2024202401164
Tillaga um gerð viðauka við lánssamning við Arion banka.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við lánssamning við Arion banka hf. um lánalínu að fjárhæð 750 m.kr. sem gildi til 20.11.2025. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs að undirrita viðaukann fyrir hönd Mosfellsbæjar.
3. Gistiheimili, Úr Skeggjastaðalandi - Umsagnabeiðni vegna gistingar202408253
Umsagnarbeiðni frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsókn Tin ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II- C (minna gistiheimili án veitinga) að Skeggjastöðum, Úr Skeggjastaðalandi.
Með vísan til fyrirliggjandi umsagnar byggingarfulltrúa samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um leyfi til reksturs í flokki II- C (minna gistiheimili án veitinga) að Skeggjastöðum, Úr Skeggjastaðalandi.
4. Erindi vegna uppbyggingar við Bjarkarholt 4-5202211248
Erindi Eir öryggisíbúða ehf. og Render Centium ehf. varðandi uppbyggingu við Bjarkarholt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra áframhaldandi úrvinnslu málsins.
5. Aðstæður að Varmá fyrir Bestu deildina tímabilið 2025202410254
Erindi Ungmennafélags Aftureldingar þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð vegna krafna sem KSÍ gerir til umgjarðar á heimaleikjum félagsins í Bestu deildinni í knattspyrnu karla næsta sumar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs verði falið að afla upplýsinga frá Aftureldingu og KSÍ og leggja fjárhagslegt mat á þær aðgerðir sem grípa þarf til. Á þeim grunni verði undirbúin tillaga til bæjarráðs um mögulega aðkomu bæjarins og verkaskiptingu gagnvart Aftureldingu.
6. Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024.202101366
Erindi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er send bæjaryfirvöldum til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til skipulagsnefndar til kynningar.