Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. október 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir skrifstofa umbóta og þróunar

Fundargerð ritaði

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2024202401164

    Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga. Um er að ræða lang­tíma­lán kr. 900.000.000, með loka­gjald­daga þann 30. októ­ber 2039, í sam­ræmi við skil­mála sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2410_58.
    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standi tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­ur og fram­lög til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.
    Jafn­framt er Regínu Ás­valds­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greindu, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

  • 2. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2024202401164

    Tillaga um gerð viðauka við lánssamning við Arion banka.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi við­auka við láns­samn­ing við Ari­on banka hf. um lánalínu að fjár­hæð 750 m.kr. sem gildi til 20.11.2025. Bæj­ar­ráð fel­ur sviðs­stjóra fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs að und­ir­rita við­auk­ann fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

  • 3. Gisti­heim­ili, Úr Skeggjastaðalandi - Um­sagna­beiðni vegna gist­ing­ar202408253

    Umsagnarbeiðni frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsókn Tin ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II- C (minna gistiheimili án veitinga) að Skeggjastöðum, Úr Skeggjastaðalandi.

    Með vís­an til fyr­ir­liggj­andi um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa sam­þykk­ir bæj­ar­ráð með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um leyfi til rekst­urs í flokki II- C (minna gisti­heim­ili án veit­inga) að Skeggja­stöð­um, Úr Skeggjastaðalandi.

  • 4. Er­indi vegna upp­bygg­ing­ar við Bjark­ar­holt 4-5202211248

    Erindi Eir öryggisíbúða ehf. og Render Centium ehf. varðandi uppbyggingu við Bjarkarholt.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra áfram­hald­andi úr­vinnslu máls­ins.

  • 5. Að­stæð­ur að Varmá fyr­ir Bestu deild­ina tíma­bil­ið 2025202410254

    Erindi Ungmennafélags Aftureldingar þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð vegna krafna sem KSÍ gerir til umgjarðar á heimaleikjum félagsins í Bestu deildinni í knattspyrnu karla næsta sumar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að sviðs­stjóra menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs verði fal­ið að afla upp­lýs­inga frá Aft­ur­eld­ingu og KSÍ og leggja fjár­hags­legt mat á þær að­gerð­ir sem grípa þarf til. Á þeim grunni verði und­ir­bú­in til­laga til bæj­ar­ráðs um mögu­lega að­komu bæj­ar­ins og verka­skipt­ingu gagn­vart Aft­ur­eld­ingu.

  • 6. Þró­un­ar­áætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2020-2024.202101366

    Erindi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er send bæjaryfirvöldum til kynningar.

    Lagt fram og kynnt.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til skipu­lags­nefnd­ar til kynn­ing­ar.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:29