15. ágúst 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
- Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir skrifstofa umbóta og þróunar
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá fundar sem verði mál nr. 8.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hlégarður - umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis202408051
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis í Hlégarði vegna hátíðarinnar Í túninu heima 30. ágúst nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tímabundins áfengisleyfis vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima.
2. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir202407100
Lagt er til að nýjar reglur um mötuneyti grunnskóla verði samþykktar. Jafnframt að gjaldskrár um mötuneyti og ávaxtabita verði felldar brott.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum reglur um mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar sem taki gildi 1. ágúst 2024, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Jafnframt er samþykkt að gjaldskrár um mötuneyti og ávaxtabita verði felldar brott. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Bókun D lista:
Gjaldfrjálsar skólamáltíðar eru liður í aðgerðum stjórnvalda við að styðja við kjarasamninga næstu árin og bæta lífskjör og kaupmátt.Það er jákvætt ef ríkið getur veitt meiri fjármuni til sveitarfélaganna, en æskilegt hefði verið í máli þessu að samráð hefði verið við sveitarfélögin varðandi forgangsröðun fjármagns og verkefna.
Tæpir 4 milljarðar er sú fjárhæð sem verkefnið kostar á skólaári og búið er að ákveða hvernig fjármagninu skuli varið án aðkomu allra sveitarfélaga.
Frumvarpið var ekki kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, þó sveitarfélögin séu hagsmunaraðilar.
Með vísan í ofangreint sem og í bókun fulltrúa D-lista á 1633. fundi bæjarráðs um sama mál sitja fulltrúar D-lista í bæjaráði hjá við afgreiðslu málsins.
***
Fundarhlé hófst kl. 7:43. Fundur hófst aftur kl. 7:53.***
Bókun B, S og C lista:
Bæjarfulltrúar B, S og C lista árétta að verkefnið var liður í því að samkomulag næðist um hóflega kjarasamninga. Var það liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að ná tökum á verðbólgu sem er mikið hagsmunamál fyrir öll heimili og sveitarfélög í landinu.Kostnaður Mosfellsbæjar við að gera skólamáltíðir gjaldfrjálsar er ásættanlegur í ljósi þess að Mosfellsbær hefur hingað til niðurgreitt skólamáltíðir ríflega.
Gestir
- Gunnhildur M. Sæmundsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
3. Útboð á fjarvöktun og þjónustu bruna- og innbrotaviðvörunarkerfum202404134
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á fjarvöktun og þjónustuúttekt á bruna- og innbrotaviðvörunarkerfum ásamt þjónustuúttektum á handslökkvibúnaði hjá stofnunum Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fara í útboð á fjarvöktun og þjónustuúttekt á bruna- og innbrotaviðvörunarkerfum ásamt þjónustuúttektum á handslökkvibúnaði hjá stofnunum Mosfellsbæjar samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
4. Endurbygging þaks á tengibyggingu leikskólans Hlíðar202408102
Óskað er heimildar bæjarráðs til að láta endurbyggja þak og úthliðar á tengibyggingu leikskólans Hlíðar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að láta endurbyggja þak og úthliðar á tengibyggingu leikskólans Hlíðar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Jafnframt er fjármála- og áhættustýringarsviði falið að meta hvort gera þurfi viðauka vegna framkvæmdarinnar.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
5. Innheimtuþjónusta fyrir Mosfellsbæ202408039
Lagt er til að fjármála- og áhættustýringarsviði verði heimilað að framkvæma verð- og þjónustukönnun vegna innheimtuþjónustu fyrir Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði að framkvæma verð- og þjónustukönnun vegna innheimtuþjónustu fyrir Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
6. Strætó bs. - ósk um aukaframlag202408042
Erindi Strætó bs. þar sem óskað er eftir auknu rekstrarframlagi frá aðildarsveitarfélögum vegna hækkunar á kostnaði við aðkeyptan akstur.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum aukið rekstrarframlag til Strætó bs. vegna hækkunar á kostnaði við aðkeyptan akstur. Áætluð hlutdeild Mosfellsbæjar af heildarkostnaði er 6% eða kr. 10.356.432.
Þá er samþykkt að fela sviðstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðarins.
7. Sorpa - ESA mál202408104
Kynning á fyrirliggjandi samkomulagi um lyktir máls Eftirlitsstofnunar ESA um ríkisstyrk til handa Sorpu í formi tekjuskattsundanþágu.
Lovísa Jónsdóttir vék af fundi undir dagskrárliðnum.
Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu og Haraldur Flosi Tryggvason Klein lögmaður kynntu málið. Bæjarráð þakkar greinargóða kynningu.
Gestir
- Haraldur Flosi Tryggvason Klein
- Jón Viggó Gunnarsson
8. Styrkveiting vegna lagningar ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli202407093
Tillaga um að sótt verði um styrk til að ljúka ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að sækja um styrk til að ljúka ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Lárus Elíasson, leiðtogi MosVeitna
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs