4. júní 2024 kl. 16:41,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 17. júní 2024202405491
Drög að dagskrá 17. júní 2024 kynnt.
Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnir drög að dagskrá 17. júní 2024.
2. Nýtt nafn á Listasal Mosfellsbæjar202405503
Lögð fram tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála um samkeppni um nýtt nafn á Listasal Mosfellsbæjar.
Lögð fram svohljóðandi tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála:
Lagt er til að efnt verði til nafnasamkeppni um nýtt nafn á Listasal Mosfellsbæjar og að formaður menningar- og lýðræðisnefndar, fulltrúi menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs og einn fulltrúi SÍM verði skipuð í dómnefnd.
Með tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.