Mál númer 202405494
- 17. desember 2024
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #285
Umræður um næstu skref og þróun ratleiks í Reykjalundarskógi.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar tillögu um frekari þróun og uppfærslu ratleiksins í Reykjalundarskógi og felur menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviði að vinna verkefnið til samræmis við framlagða tillögu.
- 5. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #852
Tillaga um að fela starfsmönnum menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs að undirbúa breytingar á fjölskylduratleik í Reykjalundarskógi þannig að hann verði aðgengilegur með stafrænum hætti.
Afgreiðsla 279. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 852. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. júní 2024
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #279
Tillaga um að fela starfsmönnum menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs að undirbúa breytingar á fjölskylduratleik í Reykjalundarskógi þannig að hann verði aðgengilegur með stafrænum hætti.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir með fimm atvæðum að fela starfsmönnum menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs að undirbúa breytingar á fjölskylduratleik í Reykjalundarskógi þannig að hann verði aðgengilegur með stafrænum hætti. Leitað verði samstarfs við höfunda leiksins og samstarfsaðila verkefnisins um breytingarnar og mat lagt á kostnað við endurgerð leiksins og mögulega fjármögnun þess.