4. júní 2024 kl. 07:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) varamaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
- Guðjón Svansson leiðtogi í íþrótta- og lýðheilsumála
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir tómstunda- og forvarnarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Upplýsingar frá íþrótta- og tómstundafélögum201305172
Upplýsingar frá íþrótta- og tómstundafélögum vegna ársins 2023
Lagðar fram upplýsingar frá þeim íþrótta- og tómstundafélögum sem skilað hafa inn gögnum um starfsemina vegna ársins 2023 til samræmis við ákvæði samstarfssamninga.
2. Ratleikur í Reykjalundarskógi202405494
Tillaga um að fela starfsmönnum menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs að undirbúa breytingar á fjölskylduratleik í Reykjalundarskógi þannig að hann verði aðgengilegur með stafrænum hætti.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir með fimm atvæðum að fela starfsmönnum menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs að undirbúa breytingar á fjölskylduratleik í Reykjalundarskógi þannig að hann verði aðgengilegur með stafrænum hætti. Leitað verði samstarfs við höfunda leiksins og samstarfsaðila verkefnisins um breytingarnar og mat lagt á kostnað við endurgerð leiksins og mögulega fjármögnun þess.
3. Reglur um frístundagreiðslur í Mosfellsbæ200909840
Tillögur að breytingum á reglum um frístundagreiðslur í Mosfellsbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar breytingar á reglum um frístundaávísanir. Jafnframt samþykkir nefndin að starfsmenn menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs leggi mat á framkvæmd breytinganna í september næstkomandi og upplýsi íþrótta- og tómstundanefnd í kjölfarið um áhrif þeirra.
4. Led auglýsingaskilti á bæjarlandi við Baugshlíð202404350
Led auglýsingaskilti á bæjarlandi við Baugshlíð
Lagt fram til kynningar.
5. Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum202405020
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum
Lagt fram til kynningar.