11. apríl 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs202311062
Lagt er til að bæjarráð samþykki nýja samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum nýja samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
2. Bugðufljót 15L - Umsögn um geymslustað ökutækja202403161
Frá Samgöngustofu beiðni um umsögn vegna geymslustaðar fjögurra ökutækja að Bugðufljóti 15L.
Með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga og umsagnar skipulagsfulltrúa samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við að umsækjanda verði heimilað að reka ökutækjaleigu og geyma ökutæki að Bugðufljóti 15L.
3. Óbyggðar lóðir í eldri hverfum202403830
Tillaga til bæjarráðs um skipulagsvinnu við lóðir í eldri hverfum svo þær verði úthlutunarhæfar. Tillaga um úthlutun lóðar við Hlíðatún.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa til skipulagsnefndar fyrirliggjandi tillögu um gerð deiliskipulags fyrir tvær óbyggðar lóðir við Stórateig og eina við Reykjabyggð sem eru á ódeiliskipulögðum svæðum auk tveggja nýrra lóða við Vogatungu í jaðri núverandi byggðar. Þá samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum að lóðin Hlíðartún 4 verði auglýst til úthlutunar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
4. Nýframkvæmd - Varmárskóli - Vörumóttaka og brunastigi202312354
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verðfyrirspurn vegna aðkomubyggingar og flóttaleiðar í Varmárskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Global Byggingarfélag og co ehf.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
5. Endurbætur leikskólalóða - Hlaðhamrar202305228
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að framkvæma verðkönnun vegna endurbóta á lóð leikskólans Hlaðhamra.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila framkvæmd verðkönnunar vegna endurbóta á lóð leikskólans Hlaðhamra í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
6. Íþróttamiðstöðin Varmá, umsagnarbeiðni vegna tímabundis álfengisleyfis - lokahóf Öldungamóts202404110
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna lokahófs Öldungamóts í íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 11. maí nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tímabundins tækifærisleyfis vegna lokahófs Öldungamóts þann 11. maí 2024 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
Boðaður hefur verið aukafundur bæjarráðs nk. mánudag 15. apríl nk. kl. 16:00.