Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. apríl 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Drög að sam­þykkt um með­höndl­un úr­gangs202311062

  Lagt er til að bæjarráð samþykki nýja samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Mosfellsbæ.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um nýja sam­þykkt um með­höndl­un úr­gangs í Mos­fells­bæ í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

 • 2. Bugðufljót 15L - Um­sögn um geymslu­stað öku­tækja202403161

  Frá Samgöngustofu beiðni um umsögn vegna geymslustaðar fjögurra ökutækja að Bugðufljóti 15L.

  Með vís­an til fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga og um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa sam­þykk­ir bæj­ar­ráð með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við að um­sækj­anda verði heim­ilað að reka öku­tækjaleigu og geyma öku­tæki að Bugðufljóti 15L.

 • 3. Óbyggð­ar lóð­ir í eldri hverf­um202403830

  Tillaga til bæjarráðs um skipulagsvinnu við lóðir í eldri hverfum svo þær verði úthlutunarhæfar. Tillaga um úthlutun lóðar við Hlíðatún.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa til skipu­lags­nefnd­ar fyr­ir­liggj­andi til­lögu um gerð deili­skipu­lags fyr­ir tvær óbyggð­ar lóð­ir við Stóra­teig og eina við Reykja­byggð sem eru á ódeili­skipu­lögð­um svæð­um auk tveggja nýrra lóða við Voga­tungu í jaðri nú­ver­andi byggð­ar. Þá sam­þykk­ir bæj­ar­ráð með fimm at­kvæð­um að lóð­in Hlíð­ar­tún 4 verði aug­lýst til út­hlut­un­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

  Gestir
  • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
  • 4. Ný­fram­kvæmd - Varmár­skóli - Vöru­móttaka og bruna­stigi202312354

   Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verðfyrirspurn vegna aðkomubyggingar og flóttaleiðar í Varmárskóla.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Global Bygg­ing­ar­fé­lag og co ehf.

   Gestir
   • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
  • 5. End­ur­bæt­ur leik­skóla­lóða - Hlað­hamr­ar202305228

   Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að framkvæma verðkönnun vegna endurbóta á lóð leikskólans Hlaðhamra.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmd verð­könn­un­ar vegna end­ur­bóta á lóð leik­skól­ans Hlað­hamra í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

   Gestir
   • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
   • 6. Íþróttamið­stöðin Varmá, um­sagn­ar­beiðni vegna tíma­bund­is ál­feng­is­leyf­is - loka­hóf Öld­unga­móts202404110

    Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna lokahófs Öldungamóts í íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 11. maí nk.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við veit­ingu tíma­bund­ins tæki­færis­leyf­is vegna loka­hófs Öld­unga­móts þann 11. maí 2024 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sókn.

   Boð­að­ur hef­ur ver­ið auka­fund­ur bæj­ar­ráðs nk. mánu­dag 15. apríl nk. kl. 16:00.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:05