21. mars 2024 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Arnartangi 55 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202403511
Sólveig Ragna Guðmundsdóttir Arnartanga 55 sækir um leyfi til að byggja við anddyri raðhúss á lóðinni Arnartangi nr. 55 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 3,5 m², 15,8 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.2. Álafossvegur 23 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202403374
Ásdís Sigurþórsdóttir Álafossvegi 23 sækir um leyfi til að breyta notkun rýmis 0205 úr vinnustofu í íbúð á lóðinni Álafossvegur nr. 23 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og skipulagsnefndar vegna túlkunar deiliskipulagsskilmála á grundvelli ákvæða gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
3. Liljugata 20-24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202203018
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags íbúðar nr. 22 raðhúss á lóðinni Liljugata nr. 20-24, í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt.
4. Völuteigur 31 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,202403192
GB501 ehf. Völuteigi 31 sækja um leyfi til breytinga innra skipulags atvinnuhúsnæðis á lóðinni Völuteigur nr. 31 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Samþykkt.