Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. mars 2024 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Þór Sigurþórsson

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Arn­ar­tangi 55 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1,202403511

    Sólveig Ragna Guðmundsdóttir Arnartanga 55 sækir um leyfi til að byggja við anddyri raðhúss á lóðinni Arnartangi nr. 55 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 3,5 m², 15,8 m³.

    Vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar og skipu­lags­full­trúa
    þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag á svæð­inu.

    • 2. Ála­foss­veg­ur 23 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1,202403374

      Ásdís Sigurþórsdóttir Álafossvegi 23 sækir um leyfi til að breyta notkun rýmis 0205 úr vinnustofu í íbúð á lóðinni Álafossvegur nr. 23 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.

      Vísað til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa og skipu­lags­nefnd­ar vegna túlk­un­ar deili­skipu­lags­skil­mála á grund­velli ákvæða gr. 2.4.2 í bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012.

      • 3. Liljugata 20-24 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202203018

        Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags íbúðar nr. 22 raðhúss á lóðinni Liljugata nr. 20-24, í samræmi við framlögð gögn.

        Sam­þykkt.

        • 4. Völu­teig­ur 31 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202403192

          GB501 ehf. Völuteigi 31 sækja um leyfi til breytinga innra skipulags atvinnuhúsnæðis á lóðinni Völuteigur nr. 31 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki

          Sam­þykkt.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30