12. mars 2024 kl. 16:36,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) aðalmaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varamaður
- Kristín Nanna Vilhelmsdóttir (KNV) varamaður
- Auður Halldórsdóttir menningar-, íþrótta- og lýðheilsusvið
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsóknir um styrk vegna listviðburða og menningarmála 2024202402125
Umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 teknar til umfjöllunar.
Lagðar eru fram umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar. Nefndinni bárust 20 umsóknir. Menningar- og lýðræðisnefnd leggur til að úthlutað verði samtals 4.900.000 kr. með eftirfarandi hætti:
Barnadjass í Mosó 2024 kr. 800.000.
Vilborg Bjarkadóttir vegna Mosó barnanna kr. 800.000.
Studio Emissary vegna Ascension MMXXIV 800.000 kr.
Sigfús Tryggvi Blumenstein vegna skráningar aðfanga í stríðsminjasafni kr. 400.000.
Álafosskórinn, Karlakórinn Stefnir, Kvennakórinn Heklurnar, Kvennakórinn Stöllurnar, Varmárkórinn, Mosfellskórinn og Stormsveitin kr. 250.000 hver kór.
Heiða Árnadóttir vegna verkefnisins Tunglið og ég kr. 200.000
Ástrún Friðbjörnsdóttir vegna tónleika í Lágafellskirkju kr. 150.000.