9. apríl 2024 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) aðalmaður
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson Sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup202402382
Niðurstöður könnunar um þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs fyrir kynninguna.
2. Óformleg rými til sýningarhalds listamanna í Mosfellsbæ202403195
Lagt fram minnisblað forstöðumanns bókasafns og menningarmála varðandi óformleg sýningarrými listamanna í Mosfellsbæ.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar forstöðumanni bókasafns og menningarmála fyrir minnisblaðið og felur henni að kynna möguleika til sýninga og úthlutun rýma.
3. Umsóknir um styrk vegna listviðburða og menningarmála 2024202402125
Ósk aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Ascension MMXXIV sem haldin verður í Hlégarði 4.-6. júlí nk. um fyrirframgreiðslu styrks.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að greiða strax styrk til tónlistarhátíðarinnar Ascension MMXXIV sem haldin verður í Hlégarði 4.-6. júlí í ljósi kostnaðar sem fellur til í aðdraganda tónleikanna.
4. Lista- og menningarsjóður. Endurskoðun á reglugerð202404123
Drög að endurskoðaðri reglugerð Lista- og menningarsjóðs Mosfellsbæjar lögð fram til umræðu.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að endurskoðaðri reglugerð fyrir lista- og menningarsjóð.
5. Úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarmála. Endurskoðun á reglum202404124
Drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarmála lögð fram til umræðu.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir að fela forstöðumanni bókasafns og menningarmála að vinna úr þeim ábendingum sem fram komum á fundinum um drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarmála og leggja uppfært skjal fyrir nefndina á næsta fundi hennar.
6. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Endurskoðun á reglum202404130
Drög að endurskoðuðum reglum um val á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar lögð fram til umræðu.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir að fela forstöðumanni bókasafns og menningarmála að vinna úr þeim ábendingum sem fram komum á fundinum um efni draga að endurskoðuðum reglum um val á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar og leggja uppfært skjal fyrir nefndina á næsta fundi hennar.