6. desember 2023 kl. 12:15,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Eyrún Birna Bragadóttir aðalmaður
- Edda Steinunn Erlendsd Scheving aðalmaður
- Katrín Vala Arnarsd v d Linden aðalmaður
- Lena Amirsdóttir Mulamuhic aðalmaður
- Una Ragnheiður Torfadóttir aðalmaður
- Júlía Rós Kristinsdóttir aðalmaður
- Birna Rún Jónsdóttir aðalmaður
- Baldur Ari Hjörvarsson aðalmaður
- Margrét Ólöf Bjarkadóttir aðalmaður
- Sara Olivia Pétursdóttir varamaður
- Jökull Nói Ívarsson aðalmaður
- Hólmfríður Birna Hjaltested aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Emma Íren Egilsdóttir fræðslu- og frístundasvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fundur ungmennaráða í Barnvænum sveitarfélögum202310606
Nefndarmenn sem að sóttu fundinn í Hörpu fyrir hönd Ungmennaráðs kynna niðurstöður fundarins.
Þrír aðilar frá Ungmennaráði Mosfellsbæjar fóru fyrir hönd Mosfellsbæjar á ráðstefnu í Hörpunni um loftslagsmál. Ungmennaráð UNICEF á Íslandir stóð fyrir ráðstefnunni fyrir ma. Ungmennaráð barnvænna sveitarfélaga. Þarna fengu ungmennin tækifæri til þess að fræðast, hittast og leggja á ráðin. Okkar fólk var mjög ánægt með fundinn og þakklátt fyrir tækifærið. Meðfylgjandi er niðurstaða og ályktun fundarins.
Undir þessum lið sagði einnig Eyrun Birna frá fundi sem að hún fór á fyrir hönd Ungmennaráðs í tengslum við nýja umferðaröryggisáætlun fyrir Mosfellsbæ. Ungmennaráð er mjög ánægt með að vera boðuð á slíka fundi og minnir aðra starfsmenn og nefndarmenn Mosfellsbæjar á mikilvægi þess að fá álit og raddir ungmenna þegar að mál og málefni sem að varða ungt fólk í Mosfellsbæ eru rædd.
2. Handbók Ungmennaráðs Mosfellsbæjar202312061
Undirbúningur að gerð handbókar fyrir Ungmennaráð
Ungmennaráð og starfsmenn ráðsins ætla að vinna handbók fyrir Ungmennaráð Mosfellsbæjar. Á fundinum var rætt hvað þarf að vera í slíkri handbók og við kynntum okkur meðal annars handbók ungmennaráða sveitarfélaganna. Drög að handbók verða tilbúin á næsta fundi ráðsins.
3. Undirbúningur fyrir fund Ungmennaráðs með Bæjarstjórn 2024202312069
Undirbúningur fyrir fund Ungmennaráðs með Bæjarstjórn Mosellsbæjar. Það er gert ráð fyrir að sá fundur verði á vorönn 2024.
Farið yfir hvernig fundir þessara tveggja nefnda hafa verið síðustu ár. Rætt um málefni sem að koma til greina og hvað unga fólkinu liggur helst á hjarta. þessi fundarliður verður aftur á dagskrá næst og þangað til ætla nefndarfólk og starfsmenn að vinna frekar að lista um málefni.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027202303627
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 kynnt og farið yfir vinnuferla í sambandi við hana.