Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. október 2023 kl. 12:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

 • Eyrún Birna Bragadóttir aðalmaður
 • Edda Steinunn Erlendsd Scheving aðalmaður
 • Katrín Vala Arnarsd v d Linden aðalmaður
 • Jökull Nói Ívarsson - Ekki nota aðalmaður
 • Una Ragnheiður Torfadóttir aðalmaður
 • Baldur Ari Hjörvarsson aðalmaður
 • Birna Rún Jónsdóttir aðalmaður
 • Lena Amirsdóttir Mulamuhic aðalmaður
 • Hólmfríður Birna Hjaltested - ekki nota aðalmaður
 • Margrét Ólöf Bjarkadóttir aðalmaður
 • Sara Olivia Pétursdóttir varamaður
 • Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
 • Emma Íren Egilsdóttir fræðslu- og frístundasvið

Fundargerð ritaði

Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Kynn­ing á stjórn­sýslu bæj­ar­ins201007027

  Kynning á stjórnsýslu Mosfellsbæjar og verkefnum og skyldum ungmennaráðs.

  Far­ið yfir sam­þykkt Ung­menna­ráðs, verk­efni ráðs­ins og skyld­ur. Örkynn­ing á stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar.

  • 2. Mos­fells­bær barn­vænt sveit­ar­fé­lag2020081051

   Kynning á verkefninu Barnvænt sveitarfélag

   Hug­rún Ósk verk­efna­stjóri Barn­væns sveit­ar­fé­lags í Mos­fells­bæ kom á fund ráðs­ins og kynnti verk­efn­ið Barn­vænt sveit­ar­fé­lag. Hún sagði frá verk­efn­inu, hvað búið er að gera og hvað væri næst á dagskrá. Áfram er beð­ið um að 4 úr Ung­menna­ráði sitji í stýri­hóp verk­efn­is­ins. Starfs­menn koma þeim nöfn­um til verk­efna­stjóra um leið og ákveð­ið hef­ur ver­ið hverj­ir taka það verk­efni að sér.

   Gestir
   • Hugrún Ósk Ólafsdóttir
   • 3. Ósk um til­nefn­ingu í sam­ráðs­hóp um gerð nýrr­ar um­ferðarör­ygg­is­áætl­unn­ar fyr­ir Mos­fells­bæ202310535

    Nú stendur yfir vinna við gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunnar fyrir Mosfellsbæ. Í tengslum við þá vinnu er ætlunin að halda samráðsfund með hagsmunaaðilum um umferðaröryggi í bænum. Til að fá sýn ungmenna í áætlunina er óskað eftir að ungmennaráð tilnefni einn fulltrúa í hópinn.

    Ung­mennaráð þakk­ar gott boð og til­nefn­ir Eyrúnu Birnu Braga­dótt­ur.

    • 4. Fund­ur ung­menna­ráða í Barn­væn­um sveit­ar­fé­lög­um202310606

     Boð á fund ungmennaráða í Barnvænum sveitarfélögum.

     Boð á fund ung­menna­ráða í Barn­væn­um sveita­fé­lög­um.

     UNICEF á Ís­landi býð­ur Ung­menna­ráð­um Barn­vænna sveit­ar­fé­laga til fund­ar í Björtu­loft­um í Hörpu fimmtu­dag­inn 2. nóv­em­ber kl 19:30 ? 21:30. Á fund­in­um verða í boði létt­ar veit­ing­ar, kvöldsn­arl og drykk­ir.

     Á fund­in­um verð­ur er­indi frá Finni Ricard Andra­syni, for­seta ungra um­hverf­issinna, ásamt því að ung­menn­in munu taka þátt í borða­vinnu. Á fund­in­um verð­ur álykt­un Ung­menna­ráða Barn­vænna sveit­ar­fé­laga rædd og að lok­um von­andi sam­þykkt.

     Starfs­fólk inn­an­land­steym­is UNICEF verð­ur á svæð­inu og vinn­ur í kring­um fund­inn og verða með­lim­ir Ung­menna­ráðs UNICEF í hlut­verki borð­stjóra og stýra Teams um­ræð­um fyr­ir þau ung­mennaráð sem eiga ekki heiman­gengt. Ung­mennaráð UNICEF hef­ur veg og vanda að skipu­lagn­ingu þessa fund­ar.

     Ung­menna­ráðs­fólk þakk­ar boð­ið , og munu all­ir Þeir sem að kom­ast þetta kvöld mæta á fund­inn með starfs­manni.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30