Mál númer 202308310
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024- íþrótta- og tómstundanefnd kynning vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2024.
Afgreiðsla 270. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. ágúst 2023
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #270
Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024- íþrótta- og tómstundanefnd kynning vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2024.
Íþrótta- og tómstundanefnd fór yfir undirbúning að fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024-2027 og samþykktu tillögur að forgangsröðun verkefna.
Bókun fulltrúa D-lista
Í gildi er undirskrifað samkomulag milli Mosfellsbæjar og aðalstjórnar Aftureldingar um uppbyggingu að íþróttasvæðinu að Varmá sem m.a. fjallar um forgangsröðun á nýframkvæmdum.
Fulltrúar D-lista í íþrótta- og tómstundarnefnd fagna því að mögulega sé að komast skriður á framkvæmdir að Varmá. Mosfellsbær ber að okkar mati að ræða við Aðalstjórn Aftureldingar um breytingar á forgangsröðun áður en þær eru teknar fyrir og ákveðnar í fjárhagsáætlun. Þess vegna kjósum við að sitja hjá undir þessum lið í tillögum íþrótta- og tómstundarnefndar. - 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Lögð fyrir íþrótta- og tómstundanefnd kynning vegna undirbúnings fjárhags- og fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2024
Afgreiðsla 269. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. ágúst 2023
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #269
Lögð fyrir íþrótta- og tómstundanefnd kynning vegna undirbúnings fjárhags- og fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2024
Undirbúningur vinnu við fjárhags- og fjárfestingaáætlun ársins 2024. Kynning og umræða. Ákveðið að halda vinnufund ágúst.