Mál númer 202306282
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Kynning á könnun Rannsóknar og greiningar á stöðu ungs fólks vorið 2023
Afgreiðsla 423. fundar fræðslunefndar samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. september 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #423
Kynning á könnun Rannsóknar og greiningar á stöðu ungs fólks vorið 2023
Lagðar fram niðurstöður frá Rannsókn og greiningu vor 2023, 8.-10. bekkur. Niðurstöður hafa þegar verið kynntar foreldrum á rafrænum fundi og verða kynntar skólastjórum starfsfólki skólanna og félagsmiðstöðva innan tíðar. Niðurstöður kannana er eitt af þeim mælitækjum sem notuð eru í innra mati skólanna og tekið er mið af þeim við gerð starfsáætlana og umbóta.
- 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Rannsókn og Greining lagði fyrir könnun vor 2023. Á fundinn mætir Margrét Lilja sérfræðingur.
Afgreiðsla 269. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. ágúst 2023
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #269
Rannsókn og Greining lagði fyrir könnun vor 2023. Á fundinn mætir Margrét Lilja sérfræðingur.
Á fundinn mætti Margrét Lilja. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar góða kynningu.