7. desember 2022 kl. 16:30,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Júlíana Guðmundsdóttir aðalmaður
- Sveinbjörn Benedikt Eggertsson aðalmaður
- Páll Einar Halldórsson aðalmaður
- Benedikta Birgisdóttir aðalmaður
- Jóhanna Hreinsdóttir aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) varamaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Elva Hjálmarsdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Elva Hjálmarsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Notendaráð fatlaðs fólks - samþykkt fyrir ráðið202210494
Í samræmi við samþykkt 2. mgr. 2. gr. notendaráðs kýs ráðið sér formann og varaformann.
Ráðið fékk tillögu varðandi formennsku í notendaráð fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi og var lagt til að Hildur Björg Bæringsdóttir myndi sinna formennsku. Ráðið fékk einnig tillögu varðandi varaformann notendaráðs og lagt var til að Jóhanna Hreinsdóttir myndi sinna því hlutverki. Samþykkt samhljóða.
2. Þjónusta til fatlaðs fólks í Mosfellsbæ - umræður notendaráðs fatlaðs fólks202211462
Farið yfir þá þjónustu sem Mosfellsbær veitir til fatlaðs fólks.
Starfsmaður ráðsins kynnti fyrir ráðsmeðlimum þá þjónustu sem veitt er af velferðarsviði Mosfellsbæjar er varðar málefni fatlaðs fólks.
3. Fjárhagsáætlun 2023-26202211123
Kynning á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 er varðar málefni fatlaðs fólks.
Farið var yfir fjárhagsáætlun velferðarsviðs er varðar málaflokk fatlaðs fólks.
4. Aðgengisfulltrúi202204156
Aðgengisfulltrúi Mosfellsbæjar kynnir sig fyrir ráðinu og ræðir hvað felist í starfinu.
Aðgengisfulltrúi kynnti hlutverk sitt og leiðbeindi með hvernig íbúar geti komið ábendingum áleiðis er varða aðgengi fyrir alla við opinberar byggingar og opin svæði í Mosfellsbæ.