Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. mars 2023 kl. 16:30,
Bókasafni Mosfellsbæjar


Fundinn sátu

  • Hildur Björg Bæringsdóttir (HBB) formaður
  • Júlíana Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Páll Einar Halldórsson aðalmaður
  • Jóhanna Hreinsdóttir aðalmaður
  • Elva Hjálmarsdóttir fjölskyldusvið

Fundargerð ritaði

Elva Hjálmarsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Þjón­usta sveit­ar­fé­laga 2022 - Gallup202302063

    Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar.

    Arn­ar Jóns­son for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar fór yfir þjón­ustu­könn­un Gallup varð­andi mála­flokk fatl­aðs fólks.

    Ráð­ið lýs­ir áhyggj­um af nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar og legg­ur upp með að ræða mál­ið frek­ar á næsta fundi ráðs­ins. Þar ósk­ar ráð­ið eft­ir af­riti af þeirri könn­un sem gerð var árið 2022 þar sem far­ið var ít­ar­lega í þjón­ustu við fatlað fólk og hvar áskor­an­irn­ar myndu helst liggja. Ráð­ið ósk­ar eft­ir grein­ingu á þeim að­gerð­um sem far­ið var í í fram­haldi af þeirri könn­un og kall­ar eft­ir upp­lýs­ing­um um stöð­una varð­andi þá þætti sem töld­ust þurfa um­bæt­ur.

    Gestir
    • Arnar Jónsson
    • 2. Þjón­usta til fatl­aðs fólks í Mos­fells­bæ - um­ræð­ur not­enda­ráðs fatl­aðs fólks202211462

      Meðlimir notendaráðs fara yfir fyrirkomulag funda í notendaráði m.t.t. starfsáætlunar 2023. Einnig verður rætt um þær upplýsingar sem fram koma á heimasíðu um ráðið og hvort tækifæri sé til að efla upplýsingar um ráðið.

      Ráð­ið fjall­aði um Stefnu í mál­efn­um fatl­aðs fólks hjá Mos­fells­bæ og ræddi meg­in þjón­ustu­þætti stefn­unn­ar. Ráð­ið legg­ur til að þær að­gerð­ir sem þar er að finna verði greind­ar nið­ur varð­andi tíma­mörk á að ná þeim mark­mið­um sem þar eru og að að­gerð­irn­ar verði greind­ar eft­ir for­gangs­röðun og stöðu.

      Ráð­ið legg­ur til að hver fund­ur not­enda­ráðs fatl­aðs fólks í Mos­fells­bæ og Kjós­ar­hreppi verði gerð­ur op­inn að hluta fyr­ir fólk í sveit­ar­fé­lög­un­um sem vill koma og ræða mál­efni við ráð­ið sem varða mál fatl­aðs fólks (ekki ein­stak­lings­mál). T.d. gæti ver­ið um að ræða 15 mín­út­ur á hverj­um fundi, e.t.v. við upp­haf fund­ar. Hægt væri þá að fara í næsta dag­skrárlið skyldi eng­inn mæta til að nýta vett­vang­inn. Með þessu yrði not­enda­ráð­ið að­gengi­legra öll­um þeim sem vilja láta sig mála­flokk fatl­aðs fólks varða og gæti veitt ráð­inu víð­ari sýn á mál sveit­ar­fé­lag­anna um þjón­ustu við fatlað fólk.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00