Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. desember 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Upp­færsla svæð­isáætl­ana vegna laga­breyt­inga202112041

  Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi uppfærslu svæðisáætlana vegna lagabreytinga, dags. 30.11.2021.

  Er­ind­ið lagt fram til kynn­ing­ar.

 • 2. Kæra til ÚUA vegna út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is við Stórakrika 59-61 - mál nr. 174_2021202112053

  Ákvörðun byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna byggingar Stórakrika 59-61 hefur verið kærð til ÚUA, mál nr. 174/2021.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að gæta hags­muna Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

  • 3. Breytt skipu­lag barna­vernd­ar202112014

   Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi breytt skipulag barnaverndar, dags. 30.11.2021

   Er­indi Sam­bands­ins lagt fram. Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, fór yfir breytt skipu­lag barna­vernda í tengsl­um við laga­breyt­ing­ar.

  • 4. End­ur­skoð­un­ar­nefnd sbr. lög um árs­reikn­inga.202111511

   Umbeðin umsögn lögð fram.

   Um­beð­in um­sögn lögð fram.

   Bók­un M-lista:
   Þakk­ir eru færð­ar fyr­ir minn­is­blað sem ligg­ur fyr­ir á fund­in­um. Eft­ir stend­ur að til­koma end­ur­skoð­un­ar­nefnda í lög um árs­reikn­inga varð­ar ákall um góða stjórn­ar­hætti og óhæði og hlut­verk end­ur­skoð­enda. Því er ekki séð að sveit­ar­fé­lög geti ekki kom­ið slíku fyr­ir­komu­lagi á og sér­stak­lega sé sveit­ar­fé­lag með skulda­bréf skráð á mark­aði. Hvergi er vísað til þeirr­ar fræði­grein­ar í þess­ari um­sögn sem fylg­ir með í mál­inu og árétt­ar skyldu sveit­ar­fé­laga, með bréf á mark­aði, til að hafa starf­andi end­ur­skoð­un­ar­nefnd.

   Bók­un D- og V-lista:
   Nið­ur­staða fyr­ir­liggj­andi um­sagn­ar er að um sveit­ar­fé­lög gildi sérregl­ur um bók­hald og reikn­ings­skil sem ganga fram­ar al­menn­um regl­um, m.a. ákvæð­um árs­reikn­ingalaga. Um sveit­ar­fé­lög gilda fyrst og fremst ákvæði sveit­ar­stjórn­ar­laga, lög um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga og reglu­gerð um bók­hald, fjár­hags­áætlan­ir og árs­reikn­inga sveit­ar­fé­laga. Sam­kvæmt gild­is­sviði árs­reikn­ingalaga taka þau ekki til sveit­ar­fé­laga. Til­vís­un sveit­ar­stjórn­ar­laga til ákvæða um árs­reikn­inga geti því að­eins tek­ið til al­mennra ákvæða þeirra laga en ekki sérreglna.
   Sveit­ar­fé­lög sem hafa skráð skulda­bréf á markað lúta sömu regl­um og að fram­an grein­ir en jafn­framt regl­um kaup­hall­ar fyr­ir út­gef­end­ur fjár­mála­gern­inga, m.a. um upp­lýs­inga­gjöf. Í þeim regl­um er einn­ig að finna sérregl­ur sem lúta að sveit­ar­fé­lög­um sem taka til­lit til ann­ars kon­ar eðl­is þeirr­ar starf­semi sem þar fer fram.

   Af fram­an­greindu leið­ir að sveit­ar­fé­lög­um ber ekki skylda til að hafa starf­andi end­ur­skoð­un­ar­nefnd jafn­vel þó þau hafi skráð skulda­bréf á mark­aði.

   Gestir
   • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40