9. desember 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga202112041
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi uppfærslu svæðisáætlana vegna lagabreytinga, dags. 30.11.2021.
Erindið lagt fram til kynningar.
2. Kæra til ÚUA vegna útgáfu byggingarleyfis við Stórakrika 59-61 - mál nr. 174_2021202112053
Ákvörðun byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna byggingar Stórakrika 59-61 hefur verið kærð til ÚUA, mál nr. 174/2021.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar í málinu.
4. Endurskoðunarnefnd sbr. lög um ársreikninga.202111511
Umbeðin umsögn lögð fram.
Umbeðin umsögn lögð fram.
Bókun M-lista:
Þakkir eru færðar fyrir minnisblað sem liggur fyrir á fundinum. Eftir stendur að tilkoma endurskoðunarnefnda í lög um ársreikninga varðar ákall um góða stjórnarhætti og óhæði og hlutverk endurskoðenda. Því er ekki séð að sveitarfélög geti ekki komið slíku fyrirkomulagi á og sérstaklega sé sveitarfélag með skuldabréf skráð á markaði. Hvergi er vísað til þeirrar fræðigreinar í þessari umsögn sem fylgir með í málinu og áréttar skyldu sveitarfélaga, með bréf á markaði, til að hafa starfandi endurskoðunarnefnd.Bókun D- og V-lista:
Niðurstaða fyrirliggjandi umsagnar er að um sveitarfélög gildi sérreglur um bókhald og reikningsskil sem ganga framar almennum reglum, m.a. ákvæðum ársreikningalaga. Um sveitarfélög gilda fyrst og fremst ákvæði sveitarstjórnarlaga, lög um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Samkvæmt gildissviði ársreikningalaga taka þau ekki til sveitarfélaga. Tilvísun sveitarstjórnarlaga til ákvæða um ársreikninga geti því aðeins tekið til almennra ákvæða þeirra laga en ekki sérreglna.
Sveitarfélög sem hafa skráð skuldabréf á markað lúta sömu reglum og að framan greinir en jafnframt reglum kauphallar fyrir útgefendur fjármálagerninga, m.a. um upplýsingagjöf. Í þeim reglum er einnig að finna sérreglur sem lúta að sveitarfélögum sem taka tillit til annars konar eðlis þeirrar starfsemi sem þar fer fram.Af framangreindu leiðir að sveitarfélögum ber ekki skylda til að hafa starfandi endurskoðunarnefnd jafnvel þó þau hafi skráð skuldabréf á markaði.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri