20. maí 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stríðsminjasetur202105155
Erindi Tryggva Blumenstein, dags. 14. maí 2021, Stríðsminjasetur í Mosfellsbæ, úttekt og grunnmat.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela Auði Halldórsdóttur, forstöðumanni bókasafns og menningarmála að veita umsögn um erindið.
2. Umsókn um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn við Háholt 18 við Hlín Blómahús202105082
Erindi frá GIP ehf. varðandi ósk um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn við Háholt 18 í Mosfellsbæ, dags. 5. maí 2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fela umhverfissviði að veita umsögn um erindið.
3. Desjamýri - úthlutun lóða 11 og 13202102372
Tillaga um úthlutun lóðanna Desjamýri 11 og 13.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að úthluta lóðunum Desjamýri 11 og 13 til HDE ehf. gegn greiðslu þeirra fjárhæða sem fram koma í umsókn félagsins. Að þeim greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamninga við viðkomandi. Jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að komi til þess að ekki verði af úthlutun lóðanna til HDE ehf. verði þær boðnar næstbjóðanda sé slíkum til að dreifa ella verði þær boðnar til úthlutunar á heimasíðu Mosfellsbæjar.
4. Sumarstörf námsmanna sumarið 20212021041607
Sumarstörf námsmanna 18 ára og eldri, framhald af umfjöllun síðasta fundar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að námsmönnum 18 ára og eldri sem nú þegar eru búnir að sækja um, sem og þeim sem bætast við þegar átaksstörfin verða auglýst, verði boðin vinna í 6 vikur í 90% starfshlutfall. Jafnframt samþykkt að fela fjármálastjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna sumarátaksstarfa 2021.
5. Rekstur deilda janúar til mars 2021202105148
Rekstraryfirlit janúar til mars 2021 lagt fram.
Yfirlit yfir rekstur deilda janúar til mars 2021 lagt fram fram til kynningar.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
6. Frumvarp til laga um fjöleignarhús - beiðni um umsögn202105150
Frumvarp til laga umfjöleignarhús - beiðni um umsögn fyrir 26. maí nk.
Lagt fram.
7. Þingsályktun um barnvænt Íslands - beiðni um umsögn202105136
Þingsályktun um barnvænt Íslands - beiðni um umsögn fyrir 26. maí nk.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu á fjölskyldusviði.
Samþykkt að fundarboð og gögn fyrir næsta fund bæjarráðs sem verður 27. maí nk. verði sent eigi síðar en þriðjudaginn 25. maí þar sem mánudagur er frídagur.