Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. maí 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Stríðs­minja­set­ur202105155

    Erindi Tryggva Blumenstein, dags. 14. maí 2021, Stríðsminjasetur í Mosfellsbæ, úttekt og grunnmat.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela Auði Hall­dórs­dótt­ur, for­stöðu­manni bóka­safns og menn­ing­ar­mála að veita um­sögn um er­ind­ið.

  • 2. Um­sókn um stöðu­leyfi fyr­ir pylsu­vagn við Há­holt 18 við Hlín Blóma­hús202105082

    Erindi frá GIP ehf. varðandi ósk um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn við Háholt 18 í Mosfellsbæ, dags. 5. maí 2021.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fela um­hverf­is­sviði að veita um­sögn um er­ind­ið.

  • 3. Desja­mýri - út­hlut­un lóða 11 og 13202102372

    Tillaga um úthlutun lóðanna Desjamýri 11 og 13.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta lóð­un­um Desja­mýri 11 og 13 til HDE ehf. gegn greiðslu þeirra fjár­hæða sem fram koma í um­sókn fé­lags­ins. Að þeim greidd­um er lög­manni bæj­ar­ins fal­ið að gera lóð­ar­leigu­samn­inga við við­kom­andi. Jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að komi til þess að ekki verði af út­hlut­un lóð­anna til HDE ehf. verði þær boðn­ar næst­bjóð­anda sé slík­um til að dreifa ella verði þær boðn­ar til út­hlut­un­ar á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar.

    • 4. Sum­arstörf náms­manna sum­ar­ið 20212021041607

      Sumarstörf námsmanna 18 ára og eldri, framhald af umfjöllun síðasta fundar bæjarráðs.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að náms­mönn­um 18 ára og eldri sem nú þeg­ar eru bún­ir að sækja um, sem og þeim sem bæt­ast við þeg­ar átaks­störfin verða aug­lýst, verði boð­in vinna í 6 vik­ur í 90% starfs­hlut­fall. Jafn­framt sam­þykkt að fela fjár­mála­stjóra að und­ir­búa við­auka við fjár­hags­áætlun árs­ins vegna sum­ar­átaks­starfa 2021.

      • 5. Rekst­ur deilda janú­ar til mars 2021202105148

        Rekstraryfirlit janúar til mars 2021 lagt fram.

        Yf­ir­lit yfir rekst­ur deilda janú­ar til mars 2021 lagt fram fram til kynn­ing­ar.

        Gestir
        • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
      • 6. Frum­varp til laga um fjöleign­ar­hús - beiðni um um­sögn202105150

        Frumvarp til laga umfjöleignarhús - beiðni um umsögn fyrir 26. maí nk.

        Lagt fram.

      • 7. Þings­álykt­un um barn­vænt Ís­lands - beiðni um um­sögn202105136

        Þingsályktun um barnvænt Íslands - beiðni um umsögn fyrir 26. maí nk.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu á fjöl­skyldu­sviði.

      Sam­þykkt að fund­ar­boð og gögn fyr­ir næsta fund bæj­ar­ráðs sem verð­ur 27. maí nk. verði sent eigi síð­ar en þriðju­dag­inn 25. maí þar sem mánu­dag­ur er frí­dag­ur.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:22