Mál númer 202104554
- 23. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #801
Umsóknir um heimakennslu fyrir skólaárið 2022- 2023.
Afgreiðsla 403. fundar fræðslunenfndar samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. mars 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #403
Umsóknir um heimakennslu fyrir skólaárið 2022- 2023.
Umsóknir um heimakennslu fyrir skólaárið 2022-2023 hafa verið skoðaðar og metnar af sérfræðingum á fræðslu- og frístundasviði ásamt gögnum sem aflað var og uppfyllir Reglugerð um heimakennslu á grunnskólastigi nr. 531/2009.
Fræðslunefnd samþykkir heimakennslu og leggur áherslu á að tryggja félagsleg tengsl þegar börn eru í heimakennslu. Í þjónustuskóla verði einnig tryggt að stoðþjónusta verði til staðar ef þörf er á. - 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Umsókn um heimakennslu skólaárið 2021-2022. Lögð fram til umfjöllunar
Afgreiðsla 389. fundar fræðslunefndar samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #389
Umsókn um heimakennslu skólaárið 2021-2022. Lögð fram til umfjöllunar
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar samþykkir að veita heimild til heimakennslu á næsta skólaári skv. reglugerð, í samræmi við framlagt minnisblað. Fræðslunefnd gerir sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir leyfisveitingunni og telur að öllum verkferlum sé fylgt og faglega sé staðið að málinu.