16. mars 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Helga Georgsdóttir (HG) áheyrnarfulltrúi
- Linda Hersteinsdóttir (LH) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. PISA 2022202203064
Upplýsingar frá mennta- og barnamálaráðuneytinu um fyrirlögn á PISA 2022.
Lagt fram til kynningar upplýsingar frá mennta-og barnamálaráðuneytinu um fyrirlögn á PISA 2022. Niðurstöður verða kynntar í fræðslunefnd þegar þær liggja fyrir.
2. Innra mat á leikskólastarfi - þróunarverkefni 2021-22202109090
Kynning á stöðu verkefnis
Endurskoðuð verkáætlun þróunarverkefnis um "Mat á leikskólastarfi" kynnt. Fræðslunefnd verður upplýst um framvindu verkefnisins.
3. Umsókn um heimakennslu202104554
Umsóknir um heimakennslu fyrir skólaárið 2022- 2023.
Umsóknir um heimakennslu fyrir skólaárið 2022-2023 hafa verið skoðaðar og metnar af sérfræðingum á fræðslu- og frístundasviði ásamt gögnum sem aflað var og uppfyllir Reglugerð um heimakennslu á grunnskólastigi nr. 531/2009.
Fræðslunefnd samþykkir heimakennslu og leggur áherslu á að tryggja félagsleg tengsl þegar börn eru í heimakennslu. Í þjónustuskóla verði einnig tryggt að stoðþjónusta verði til staðar ef þörf er á.Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir, verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
4. Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna202109008
Lagt fram og kynnt
Kynning á nýjum lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Jafnframt kynnt staða innleiðingar laganna í Mosfellsbæ.
Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir, verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar