Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. apríl 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
  • Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
  • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
  • Gerður Pálsdóttir (GP) áheyrnarfulltrúi
  • Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Elísa Hörn Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sókn um heima­kennslu202104554

    Umsókn um heimakennslu skólaárið 2021-2022. Lögð fram til umfjöllunar

    Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að veita heim­ild til heima­kennslu á næsta skóla­ári skv. reglu­gerð, í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað. Fræðslu­nefnd ger­ir sér grein fyr­ir þeirri ábyrgð sem fylg­ir leyf­is­veit­ing­unni og tel­ur að öll­um verk­ferl­um sé fylgt og fag­lega sé stað­ið að mál­inu.

    Gestir
    • Ragnheiður Axelsdóttir, verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
  • 2. Út­hlut­un leik­skóla­plássa 20212021041584

    Lagt fram til upplýsinga

    Út­hlut­un leik­skóla­plássa fyr­ir skóla­ár­ið 2021-2022 hófst 1. mars og er nú lok­ið að því leiti að öll börn fædd 2019 og fyrr sem sótt höfðu um fyr­ir 1. mars hafa feng­ið út­hlutað leik­skóla­plássi. Unn­ið er jafnóð­um úr þeim um­sókn­um sem berast eft­ir það.
    Búið er að út­hluta um 120 pláss­um á ung­barna­deild­ir og verða þau yngstu sem hefja vist­un í haust þá 12 mán­aða.

  • 3. Skóla­daga­töl 2020-2021201907036

    Breyting á skóladagatali Helgafellsskóla

    Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir breyt­ingu á skóla­da­ga­tali Helga­fells­skóla vegna þeirra sér­stöku að­stæðna sem nú eru uppi í sam­fé­lag­inu.

  • 4. Sum­ar­frístund2021041614

    Lagt fram til upplýsinga

    Í ág­úst 2019 var í fyrsta sinn boð­ið upp á sum­ar­frístund fyr­ir verð­andi 1. bekk­inga í
    Lága­fells­skóla og Varmár­skóla. Sum­ar­frí­stund­in var í boði viku fyr­ir skóla­byrj­un og sama fyr­ir­komulag var árið á eft­ir og þá einn­ig fyr­ir 2. bekk.
    Þetta fyr­ir­komulag mælt­ist vel fyr­ir hjá þeim for­eldr­um sem nýttu til­boð­in. Nú í haust verð­ur auk­ið við fram­boð­ið á sum­ar­frístund og bætt verð­ur við einni viku. Sú vika kem­ur í stað nám­skeiðsviku hjá íþrótta- og tóm­stunda­skól­an­um. Sum­ar­frístund verð­ur því í boði frá 9. ág­úst til 20. ág­úst.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00