28. apríl 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Gerður Pálsdóttir (GP) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Elísa Hörn Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um heimakennslu202104554
Umsókn um heimakennslu skólaárið 2021-2022. Lögð fram til umfjöllunar
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar samþykkir að veita heimild til heimakennslu á næsta skólaári skv. reglugerð, í samræmi við framlagt minnisblað. Fræðslunefnd gerir sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir leyfisveitingunni og telur að öllum verkferlum sé fylgt og faglega sé staðið að málinu.
Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir, verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
2. Úthlutun leikskólaplássa 20212021041584
Lagt fram til upplýsinga
Úthlutun leikskólaplássa fyrir skólaárið 2021-2022 hófst 1. mars og er nú lokið að því leiti að öll börn fædd 2019 og fyrr sem sótt höfðu um fyrir 1. mars hafa fengið úthlutað leikskólaplássi. Unnið er jafnóðum úr þeim umsóknum sem berast eftir það.
Búið er að úthluta um 120 plássum á ungbarnadeildir og verða þau yngstu sem hefja vistun í haust þá 12 mánaða.3. Skóladagatöl 2020-2021201907036
Breyting á skóladagatali Helgafellsskóla
Fræðslunefnd samþykkir breytingu á skóladagatali Helgafellsskóla vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú eru uppi í samfélaginu.
4. Sumarfrístund2021041614
Lagt fram til upplýsinga
Í ágúst 2019 var í fyrsta sinn boðið upp á sumarfrístund fyrir verðandi 1. bekkinga í
Lágafellsskóla og Varmárskóla. Sumarfrístundin var í boði viku fyrir skólabyrjun og sama fyrirkomulag var árið á eftir og þá einnig fyrir 2. bekk.
Þetta fyrirkomulag mæltist vel fyrir hjá þeim foreldrum sem nýttu tilboðin. Nú í haust verður aukið við framboðið á sumarfrístund og bætt verður við einni viku. Sú vika kemur í stað námskeiðsviku hjá íþrótta- og tómstundaskólanum. Sumarfrístund verður því í boði frá 9. ágúst til 20. ágúst.