Mál númer 2021041607
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Sumarstörf námsmanna 18 ára og eldri, framhald af umfjöllun síðasta fundar bæjarráðs.
Afgreiðsla 1490. fundar bæjarráðs samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. maí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1490
Sumarstörf námsmanna 18 ára og eldri, framhald af umfjöllun síðasta fundar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að námsmönnum 18 ára og eldri sem nú þegar eru búnir að sækja um, sem og þeim sem bætast við þegar átaksstörfin verða auglýst, verði boðin vinna í 6 vikur í 90% starfshlutfall. Jafnframt samþykkt að fela fjármálastjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna sumarátaksstarfa 2021.
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Sumarstörf námsmanna sumarið 2021.
Afgreiðsla 1489. fundar bæjarráðs samþykkt á 783. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1489
Sumarstörf námsmanna sumarið 2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að ungmennum 13-15 ára, sem búin eru að sækja um í vinnuskóla Mosfellsbæjar, verði boðið starf í sumar. Jafnframt samþykkt að þeim námsmönnum sem eru 17 ára og búnir eru að sækja um sumarstarf verði boðið starf í sumar. Að síðustu var samþykkt að bjóða 10 ungmennum 20 ára og eldri starf sem flokkstjórar í vinnuskólanum vegna fjölgunar í vinnuskólanum. Samhliða er lagt til að fjármálastjóra verði falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna sumarátaksstarfa.
Ákvörðun um sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri er frestað þar til nánari upplýsingar frá félagsmálaráðuneytinu og Vinnumálastofnun liggja fyrir.